Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 15:18 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Frumvarp hennar um fjölmiðla stendur í nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur haft áform uppi um að mæla fyrir frumvarpi um fjölmiðla en afar ólíklegt er að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu. Atriði í frumvarpinu eru seig undir tönn og erfiður biti fyrir nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins að kyngja. Fjölmiðlafrumvarpið er stjórnarmál og hefur ríkisstjórnin samþykkt það fyrir sína parta. Þaðan er svo málinu vísað til þingflokkanna og hafa þingflokkar VG og Framsóknarflokks samþykkt það. Hins vegar stendur frumvarpið í nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa gefið það út að ekki sé unnt að afgreiða það vegna þess að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefur verið staddur erlendis. En, víst er að ef málið væri óumdeilt og runnið ljúflega niður hefði það ekki verið fyrirstaða í sjálfu sér. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að miðlar á frjálsum markaði verði styrktir. Upphæðin sem nefnd hefur verið í því sambandi er 350 milljónir króna. Víst er að það mun ekki bylta erfiðri rekstrarstöðu íslenskra fjölmiðla sem lengi hafa átt á brattann að sækja, nema þá hugsanlega smærri miðlum. Má í því samhengi benda á að bókaútgáfa í landinu, sem er umtalsvert minni atvinnugrein, var styrkt um 400 milljónir árlega með nýlegum lögum. En, í prinsippinu þykir nokkrum þingmönnum það skjóta skökku við að miðlar á markaði njóti ríkisstyrkja. Þá segja heimildir Vísis að þeim þyki frumvarpið til þess fallið að ekki sé tekið með afgerandi hætti á stöðu Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði. Þó er gert er ráð fyrir því að þingflokkur Sjálfstæðiflokksins afgreiði málið fyrir sitt leyti á mánudag. Þá hugsanlega með fyrirvörum. Ekki er gert ráð fyrir því að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag og lagt fram á vorþingi Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt fram fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. 30. apríl 2019 16:20 Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur haft áform uppi um að mæla fyrir frumvarpi um fjölmiðla en afar ólíklegt er að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu. Atriði í frumvarpinu eru seig undir tönn og erfiður biti fyrir nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins að kyngja. Fjölmiðlafrumvarpið er stjórnarmál og hefur ríkisstjórnin samþykkt það fyrir sína parta. Þaðan er svo málinu vísað til þingflokkanna og hafa þingflokkar VG og Framsóknarflokks samþykkt það. Hins vegar stendur frumvarpið í nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa gefið það út að ekki sé unnt að afgreiða það vegna þess að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefur verið staddur erlendis. En, víst er að ef málið væri óumdeilt og runnið ljúflega niður hefði það ekki verið fyrirstaða í sjálfu sér. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að miðlar á frjálsum markaði verði styrktir. Upphæðin sem nefnd hefur verið í því sambandi er 350 milljónir króna. Víst er að það mun ekki bylta erfiðri rekstrarstöðu íslenskra fjölmiðla sem lengi hafa átt á brattann að sækja, nema þá hugsanlega smærri miðlum. Má í því samhengi benda á að bókaútgáfa í landinu, sem er umtalsvert minni atvinnugrein, var styrkt um 400 milljónir árlega með nýlegum lögum. En, í prinsippinu þykir nokkrum þingmönnum það skjóta skökku við að miðlar á markaði njóti ríkisstyrkja. Þá segja heimildir Vísis að þeim þyki frumvarpið til þess fallið að ekki sé tekið með afgerandi hætti á stöðu Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði. Þó er gert er ráð fyrir því að þingflokkur Sjálfstæðiflokksins afgreiði málið fyrir sitt leyti á mánudag. Þá hugsanlega með fyrirvörum. Ekki er gert ráð fyrir því að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag og lagt fram á vorþingi Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt fram fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. 30. apríl 2019 16:20 Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag og lagt fram á vorþingi Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt fram fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. 30. apríl 2019 16:20
Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28
Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15