Segir stærsta blómaframleiðanda landsins kvarta undan samkeppni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 10. maí 2019 08:00 Skiptar skoðanir eru á því hvort innflutningur á afskornum blómum hingað til lands sé nauðsynlegur eða ekki. vísir/getty Innlend blómaframleiðsla getur ekki staðið undir íslenskum blómamarkaði og innflutningur á afskornum blómum er nauðsynlegur segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur svarar þannig ummælum Axels Sæland í Fréttablaðinu í gær þar sem hann segir tollkvóta á blómum ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur og að innlend blómaframleiðsla geti staðið undir markaðnum. Innflutningur afskorinna blóma sé óþarfur. „Okkur finnst dálítið merkilegt að stærsti blómaframleiðandi á landinu skuli kvarta undan samkeppni frá innflutningi sem nemur 15 prósentum af eingöngu hans framleiðslu og er flutt inn með 30 prósenta tolli, 30-40 króna gjaldi á hvert blóm. Ef íslensk blómaframleiðsla stenst ekki slíka samkeppni þá ættu menn kannski bara að fara að snúa sér að einhverju öðru,“ segir Ólafur. Í blaðinu í gær var einnig fjallað um að innflutningur afskorinna blóma sé mengandi. Kolefnisspor þeirra sé mun stærra en þeirra blóma sem ræktuð eru hér á landi. Aðspurður segir Ólafur að fjölbreyttara vöruúrval til neytenda geti haft jákvæð áhrif á umhverfisvernd: „Það þarf kannski að horfa á það í stærra samhengi. Þegar neytendur eru að taka ákvarðanir um hvaða vörur þeir kaupa út frá sínu heildar neyslumynstri. Ef þeir til dæmis spara mikið á því að kaupa innfluttar vörur sem eru ódýrari en innlend framleiðsla þá gengur það kannski hraðar að safna fyrir rafbíl eða öðrum umhverfisvænum vörum“. Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Innlend blómaframleiðsla getur ekki staðið undir íslenskum blómamarkaði og innflutningur á afskornum blómum er nauðsynlegur segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur svarar þannig ummælum Axels Sæland í Fréttablaðinu í gær þar sem hann segir tollkvóta á blómum ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur og að innlend blómaframleiðsla geti staðið undir markaðnum. Innflutningur afskorinna blóma sé óþarfur. „Okkur finnst dálítið merkilegt að stærsti blómaframleiðandi á landinu skuli kvarta undan samkeppni frá innflutningi sem nemur 15 prósentum af eingöngu hans framleiðslu og er flutt inn með 30 prósenta tolli, 30-40 króna gjaldi á hvert blóm. Ef íslensk blómaframleiðsla stenst ekki slíka samkeppni þá ættu menn kannski bara að fara að snúa sér að einhverju öðru,“ segir Ólafur. Í blaðinu í gær var einnig fjallað um að innflutningur afskorinna blóma sé mengandi. Kolefnisspor þeirra sé mun stærra en þeirra blóma sem ræktuð eru hér á landi. Aðspurður segir Ólafur að fjölbreyttara vöruúrval til neytenda geti haft jákvæð áhrif á umhverfisvernd: „Það þarf kannski að horfa á það í stærra samhengi. Þegar neytendur eru að taka ákvarðanir um hvaða vörur þeir kaupa út frá sínu heildar neyslumynstri. Ef þeir til dæmis spara mikið á því að kaupa innfluttar vörur sem eru ódýrari en innlend framleiðsla þá gengur það kannski hraðar að safna fyrir rafbíl eða öðrum umhverfisvænum vörum“.
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira