Halldóra: Stjórnmálastéttinni ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 21:04 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir ástæðuna fyrir því að fólk beri lítið traust til Alþingis vera að stjórnmálastéttin hafi sýnt að henni sé ekki treystandi til að fara með völd. Henni sé ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin hag. Þetta sagði Halldóra í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði að stjórnmálamenn hafi ítrekað sýnt það í aðdraganda kosninga hversu tilbúnir þeir séu til að lofa öllu fögru til að halda völdum, en treysti svo á gleymni almennings frekar en efna loforðin. Hún sagði stærsta skrefið í þá átt að endurreisa traust til Alþingis væri líklega það að efna stærsta svikna loforðið. Árið 2012 hafi verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að hér skyldi taka gildi ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs. Tveir þriðju kjósenda, yfirgnæfandi meirihluti, hafi lýst því yfir að svo skildi verða.Ofan í skúffu „Nú, um sjö árum seinna, er nýja stjórnarskráin enn ofan í skúffu ríkisstjórnarinnar. Það þótti mikilvægara að mynda þessa margumræddu breiðu ríkisstjórn frá vinstri til hægri en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Það þótti mikilvægara að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, þrátt fyrir öll þau ótal spillingarmál sem hann hefur komið að á nýliðnum árum og þrátt fyrir andstöðu hans við nýju stjórnarskrána og aðgerðir gegn henni - þá þótti það mikilvægara en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Skortur á aðgerðum til að auka traust fela í sér gríðarlega hættu. Mikið vantraust til stjórnmála, stjórnmálamanna og lýðræðislegra stofnana getur verið undanfari þess að lýðræðisleg gildi víki fyrir stjórnlyndum þjóðernispopúlisma. Ég hef áhyggjur af þessari þróun. Ég hef sérstaklega áhyggjur af því hvernig við bregðumst við þessari þróun því það hefur verið tilhneiging okkar að reyna að ráðast beint gegn þessum öflum með því að setja tjáningarfrelsinu þrengri skorður, með því að reyna að þagga niður umræðu sem okkur þóknast ekki. En staðreyndin er sú að þöggunin nær sjaldnast markmiði sínu heldur nærir frekar og valdeflir þær raddir sem á að þagga,“ sagði Halldóra.Hlusta á raddir almennings Þingmaðurinn sagði hlutverk þingmanna vera að hlusta á raddir almennings, gefa áhyggjum þeirra gaum, stuðla að upplýstri umræðu og vinna að lausnum með gegnsæum ferlum og með skýrri aðkomu almennings. Undir lok ræðu sinnar beindi þingmaðurinn þeim orðum til þjóðarinnar að segja að „þið eruð stjórnarskrárgjafinn og það [sé ]okkar að framkvæma ykkar vilja við gerð grunnsamfélagssáttmálans okkar. Það er mín von að okkur auðnist að framkvæma þann vilja sem allra fyrst, til þess að við höfum öll betri leikreglur, þing sem þjóð, til þess að leysa úr áskorunum framtíðar saman. Við lítum á það sem verkefni okkar Pírata að framkvæma, með gagnsæi og heiðarleika að leiðarljósi, og það verður það áfram þar til markmiðinu er náð,“ sagði Halldóra. Alþingi Píratar Stjórnarskrá Tengdar fréttir EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir ástæðuna fyrir því að fólk beri lítið traust til Alþingis vera að stjórnmálastéttin hafi sýnt að henni sé ekki treystandi til að fara með völd. Henni sé ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin hag. Þetta sagði Halldóra í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði að stjórnmálamenn hafi ítrekað sýnt það í aðdraganda kosninga hversu tilbúnir þeir séu til að lofa öllu fögru til að halda völdum, en treysti svo á gleymni almennings frekar en efna loforðin. Hún sagði stærsta skrefið í þá átt að endurreisa traust til Alþingis væri líklega það að efna stærsta svikna loforðið. Árið 2012 hafi verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að hér skyldi taka gildi ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs. Tveir þriðju kjósenda, yfirgnæfandi meirihluti, hafi lýst því yfir að svo skildi verða.Ofan í skúffu „Nú, um sjö árum seinna, er nýja stjórnarskráin enn ofan í skúffu ríkisstjórnarinnar. Það þótti mikilvægara að mynda þessa margumræddu breiðu ríkisstjórn frá vinstri til hægri en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Það þótti mikilvægara að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, þrátt fyrir öll þau ótal spillingarmál sem hann hefur komið að á nýliðnum árum og þrátt fyrir andstöðu hans við nýju stjórnarskrána og aðgerðir gegn henni - þá þótti það mikilvægara en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Skortur á aðgerðum til að auka traust fela í sér gríðarlega hættu. Mikið vantraust til stjórnmála, stjórnmálamanna og lýðræðislegra stofnana getur verið undanfari þess að lýðræðisleg gildi víki fyrir stjórnlyndum þjóðernispopúlisma. Ég hef áhyggjur af þessari þróun. Ég hef sérstaklega áhyggjur af því hvernig við bregðumst við þessari þróun því það hefur verið tilhneiging okkar að reyna að ráðast beint gegn þessum öflum með því að setja tjáningarfrelsinu þrengri skorður, með því að reyna að þagga niður umræðu sem okkur þóknast ekki. En staðreyndin er sú að þöggunin nær sjaldnast markmiði sínu heldur nærir frekar og valdeflir þær raddir sem á að þagga,“ sagði Halldóra.Hlusta á raddir almennings Þingmaðurinn sagði hlutverk þingmanna vera að hlusta á raddir almennings, gefa áhyggjum þeirra gaum, stuðla að upplýstri umræðu og vinna að lausnum með gegnsæum ferlum og með skýrri aðkomu almennings. Undir lok ræðu sinnar beindi þingmaðurinn þeim orðum til þjóðarinnar að segja að „þið eruð stjórnarskrárgjafinn og það [sé ]okkar að framkvæma ykkar vilja við gerð grunnsamfélagssáttmálans okkar. Það er mín von að okkur auðnist að framkvæma þann vilja sem allra fyrst, til þess að við höfum öll betri leikreglur, þing sem þjóð, til þess að leysa úr áskorunum framtíðar saman. Við lítum á það sem verkefni okkar Pírata að framkvæma, með gagnsæi og heiðarleika að leiðarljósi, og það verður það áfram þar til markmiðinu er náð,“ sagði Halldóra.
Alþingi Píratar Stjórnarskrá Tengdar fréttir EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45