Ráðherrar kynntu aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2019 20:00 Íslensk stjórnvöld kynntu í dag aðgerðir til að vinna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Koma á í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur sem á bæði við um kjöt og grænmeti. Í dag er talið að tæp milljón manns deyji árlega af völdum þessarra baktería og að allt að tíu milljón manns geti fallið vegna þeirra á næstu áratugum ef ekkert verði að gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá því á sameiginlegum fréttamannafundi með heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra að Keldum í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt aðgerðir í málaflokknum að tillögu heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meðal annars verður myndað teymi fimm sérfræðinga þvert á stofnanir sem helgar sig vörnum gegn sýklaofnæmi, stofnaður verður sýklaofnæmissjóður sem greiði fyrir skimun og vöktun á sýklaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri og útbúnar verði viðbragðsáætlanir svo eitthvað sé nefnt. „Síðan erum við að sjálfsögðu að líta til aukinnar fræðslu og vitundarvakningar um þessi mál. Því þau eru margþætt og þau lúta ekki bara að matvælum. Ekki bara að komu ferðamanna þau snúast líka um sýklalyfjanotkun,“ segir Katrín. Sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er með því minnsta sem þekkist í heiminum og ónæmar bakteríur fátíðari hér en víðast annars staðar og leggja ráðherrarnir áherslu á að halda þeirri forystu. Sigurður Ingi Jóhannasson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir málið bæði snúa að heilbrigði dýra og manna og ímynd landsins. „Alþjóðaheilbrigðisráðið hefur einfaldlega sagt að þetta sé stærsta ógn 21. aldarinnar. Að um 2050 muni jafnmargir látast úr þessu og úr krabbameini, eða tíu til tólf milljónir manna,“ segir Sigurður Ingi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að unnið sé að vörnum þvert á ráðuneyti og stofnanir. „Nálgunin er í raun og veru sú að þetta spili alltaf saman; heilsa dýra og manna. Þetta er ein stærsta heilbrigðisógn aldarinnar ef marka má heilbrigðismálastofnunina og við verðum að hlýða á það. Við erum partur af ýmsum alþjóðlegum kerfum í því að reisa við þessu skorður,“ segir Svandís. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það ekki í andstöðu við þessi markmið að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt samningsskuldbindingum. Sýklalyfjaónæmar bakteríur leynist í frosnu jafnt sem ófrosnu kjöti sem drepist við steikingu og suðu en einnig í hráu grænmeti. Þá geti íslenskir jafnt sem og aðrir ferðamenn smitast af þeim um allan heim. „Þannig að við þurfum að byggja upp getu til þess að takast á við það vandamál sem leiðir af sér á veraldarvísu að sýklalyfjaónæmum bakteríum er að fjölga. Þær eru að verða sterkari en þær voru. Við þurfum eins og aðrar þjóðar að byggja upp aðgerðir í því skyni að berjast við þá ógn,“ segir Kristján Þór. Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Íslensk stjórnvöld kynntu í dag aðgerðir til að vinna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Koma á í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur sem á bæði við um kjöt og grænmeti. Í dag er talið að tæp milljón manns deyji árlega af völdum þessarra baktería og að allt að tíu milljón manns geti fallið vegna þeirra á næstu áratugum ef ekkert verði að gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá því á sameiginlegum fréttamannafundi með heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra að Keldum í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt aðgerðir í málaflokknum að tillögu heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meðal annars verður myndað teymi fimm sérfræðinga þvert á stofnanir sem helgar sig vörnum gegn sýklaofnæmi, stofnaður verður sýklaofnæmissjóður sem greiði fyrir skimun og vöktun á sýklaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri og útbúnar verði viðbragðsáætlanir svo eitthvað sé nefnt. „Síðan erum við að sjálfsögðu að líta til aukinnar fræðslu og vitundarvakningar um þessi mál. Því þau eru margþætt og þau lúta ekki bara að matvælum. Ekki bara að komu ferðamanna þau snúast líka um sýklalyfjanotkun,“ segir Katrín. Sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er með því minnsta sem þekkist í heiminum og ónæmar bakteríur fátíðari hér en víðast annars staðar og leggja ráðherrarnir áherslu á að halda þeirri forystu. Sigurður Ingi Jóhannasson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir málið bæði snúa að heilbrigði dýra og manna og ímynd landsins. „Alþjóðaheilbrigðisráðið hefur einfaldlega sagt að þetta sé stærsta ógn 21. aldarinnar. Að um 2050 muni jafnmargir látast úr þessu og úr krabbameini, eða tíu til tólf milljónir manna,“ segir Sigurður Ingi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að unnið sé að vörnum þvert á ráðuneyti og stofnanir. „Nálgunin er í raun og veru sú að þetta spili alltaf saman; heilsa dýra og manna. Þetta er ein stærsta heilbrigðisógn aldarinnar ef marka má heilbrigðismálastofnunina og við verðum að hlýða á það. Við erum partur af ýmsum alþjóðlegum kerfum í því að reisa við þessu skorður,“ segir Svandís. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það ekki í andstöðu við þessi markmið að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt samningsskuldbindingum. Sýklalyfjaónæmar bakteríur leynist í frosnu jafnt sem ófrosnu kjöti sem drepist við steikingu og suðu en einnig í hráu grænmeti. Þá geti íslenskir jafnt sem og aðrir ferðamenn smitast af þeim um allan heim. „Þannig að við þurfum að byggja upp getu til þess að takast á við það vandamál sem leiðir af sér á veraldarvísu að sýklalyfjaónæmum bakteríum er að fjölga. Þær eru að verða sterkari en þær voru. Við þurfum eins og aðrar þjóðar að byggja upp aðgerðir í því skyni að berjast við þá ógn,“ segir Kristján Þór.
Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira