Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2019 15:39 Robert Mueller lauk störfum í dag. Vísir/Getty Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti opinberlega eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt.Á blaðamannafundinum sagði Mueller að embætti hans hafi verið bundið af áliti eða stefnu dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að sækja sitjandi forseta til saka vegna glæps sem hann kunni að hafa framið. Því hafi það ekki komið til greina að gefa út ákæru á hendur Trump.„Það væri ósanngjarnt að saka einhvern um mögulegan glæp þegar ekki er hægt að leysa úr málinu fyrir dómsal,“ sagði Mueller á fundinum.Ef hægt væri að segja með vissu að forsetinn hefði ekki framið glæp hefði það komið fram í skýrslunni Mjög hefur verið deilt um niðurstöður skýrslu Muellers og er túlkun demókrata og repúblikana á skýrslunni mjög ólík. Trump og stuðningsmenn hafa haldið því fram að skýrslan hreinsi hann af öllum ásökunum en demókratar telja hins vegar að skýrslan gefi til kynna að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Um þetta sagði Mueller:„Ef við hefðum trú á því að forsetinn hafi augljóslega ekki framið glæp, hefðum við sagt það berum orðum.“ Um hvort Trump eða aðilar tengdir honum hafi framið glæpi í kosningabaráttunni segir í skýrslunni að ekki hafi tekist að sýna fram á það að meðlimir forsetaframboðs Trump hafi verið í eða átt í samstarfi við rússnesku ríkisstjórnina.WATCH: Complete statement from Special Counsel Robert Mueller pic.twitter.com/y3QejiqmcT — CSPAN (@cspan) May 29, 2019 Benti Muller á að stjórnarskrá Bandaríkjanna mælti fyrir um það að dómskerfi Bandaríkjanna væri ekki leiðin til þess að láta þá sem sitja í embætti bera ábyrgð í tengslum við afglöp eða glæpi í starfi, það hlutverk væri á herðum þingsins en neðri deild Bandaríkjaþings, undir stjórn demókrata, hefur hafið nokkrar rannsóknir á Trump.Þá gaf Mueller sterklega í skyn að hann hefði ekki áhuga á því að koma fyrir þingnefndir til þess að ræða skýrsluna, hans hlutverki væri lokið. Lauk hann blaðamannafundi sínum á því að vara Bandaríkjamenn við áhrifum erlendra ríkja á bandarísk stjórnmál.„Ég ætla að ljúka þessu með því að endurtaka að kjarninn í þeim ákærum sem við gáfum út er sá að það voru gerðar fjölmargar og kerfisbundnar tilraunir til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar. Það er eitthvað sem verðskuldar athygli allra Bandaríkjamanna.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Yfirlýsingin verður sú fyrsta frá því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. 29. maí 2019 14:00 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti opinberlega eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt.Á blaðamannafundinum sagði Mueller að embætti hans hafi verið bundið af áliti eða stefnu dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að sækja sitjandi forseta til saka vegna glæps sem hann kunni að hafa framið. Því hafi það ekki komið til greina að gefa út ákæru á hendur Trump.„Það væri ósanngjarnt að saka einhvern um mögulegan glæp þegar ekki er hægt að leysa úr málinu fyrir dómsal,“ sagði Mueller á fundinum.Ef hægt væri að segja með vissu að forsetinn hefði ekki framið glæp hefði það komið fram í skýrslunni Mjög hefur verið deilt um niðurstöður skýrslu Muellers og er túlkun demókrata og repúblikana á skýrslunni mjög ólík. Trump og stuðningsmenn hafa haldið því fram að skýrslan hreinsi hann af öllum ásökunum en demókratar telja hins vegar að skýrslan gefi til kynna að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Um þetta sagði Mueller:„Ef við hefðum trú á því að forsetinn hafi augljóslega ekki framið glæp, hefðum við sagt það berum orðum.“ Um hvort Trump eða aðilar tengdir honum hafi framið glæpi í kosningabaráttunni segir í skýrslunni að ekki hafi tekist að sýna fram á það að meðlimir forsetaframboðs Trump hafi verið í eða átt í samstarfi við rússnesku ríkisstjórnina.WATCH: Complete statement from Special Counsel Robert Mueller pic.twitter.com/y3QejiqmcT — CSPAN (@cspan) May 29, 2019 Benti Muller á að stjórnarskrá Bandaríkjanna mælti fyrir um það að dómskerfi Bandaríkjanna væri ekki leiðin til þess að láta þá sem sitja í embætti bera ábyrgð í tengslum við afglöp eða glæpi í starfi, það hlutverk væri á herðum þingsins en neðri deild Bandaríkjaþings, undir stjórn demókrata, hefur hafið nokkrar rannsóknir á Trump.Þá gaf Mueller sterklega í skyn að hann hefði ekki áhuga á því að koma fyrir þingnefndir til þess að ræða skýrsluna, hans hlutverki væri lokið. Lauk hann blaðamannafundi sínum á því að vara Bandaríkjamenn við áhrifum erlendra ríkja á bandarísk stjórnmál.„Ég ætla að ljúka þessu með því að endurtaka að kjarninn í þeim ákærum sem við gáfum út er sá að það voru gerðar fjölmargar og kerfisbundnar tilraunir til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar. Það er eitthvað sem verðskuldar athygli allra Bandaríkjamanna.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Yfirlýsingin verður sú fyrsta frá því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. 29. maí 2019 14:00 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Yfirlýsingin verður sú fyrsta frá því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. 29. maí 2019 14:00
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22
Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent