Johnson þarf að koma fyrir dóm vegna meintra lyga um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 10:28 Johnson verður líklega næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Dómari á Bretlandi úrskurðaði í dag að Boris Johnson þurfi að koma fyrir dóm vegna ásakana um að hann hafi logið að almenningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Johnson er talinn líklegastur til að taka við að Theresu May sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins. Málið tengist þrennum ummælum sem Johnson lét falla fyrir og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016 um útgönguna. Johnson var einn helsti talsmaður þess að Bretar segðu skilið Evrópusambandið. Þar á meðal eru fullyrðingar Johnson um að Evrópusambandsaðildin kostaði Breta 350 milljónir punda á viku, jafnvirði rúmra 55 milljarða íslenskra króna. Stuðningsmenn Brexit slógu þeirri upphæð meðal annars upp í auglýsingaefni sínu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Dómari í einkamáli sem var höfðað gegn Johnson tók ekki afstöðu til sannleiksgildi fullyrðingarinnar en úrskurðaði að hann þyrfti að koma fyrir dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stefnendurnir halda því fram að Johnson hafi brotið af sér í embætti með ummælunum. Johnson var borgarstjóri í London þar til mánuði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mánuði eftir hana tók hann við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn May. Hann hefur ekki tjáð sig um úrskurðinn. Lögmenn hans hafa haldið því fram að stefnan gegn honum sé pólitísks eðlis. May ætlar að segja af sér 7. júní. Johnson er talinn sigurstranglegastur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins þar sem rúmlega tíu eru í framboði. Bretland Brexit Tengdar fréttir Óttast áhrif afsagnar Theresu May Theresa May stígur til hliðar eftir mánaðamót. Vonast er til þess að nýr leiðtogi verði valinn fyrir lok júlí. Alls óvíst að leiðtogaskiptin dugi til þess að leysa Brexit-málið. Boris Johnson sækist eftir stólnum og þykir langlíklegastur. 25. maí 2019 07:30 Umhverfisráðherrann gefur kost á sér sem eftirmaður May Michael Gove bauð sig líka fram til formanns Íhaldsflokksins 2016 en komst lítt áleiðis þá. 26. maí 2019 09:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Dómari á Bretlandi úrskurðaði í dag að Boris Johnson þurfi að koma fyrir dóm vegna ásakana um að hann hafi logið að almenningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Johnson er talinn líklegastur til að taka við að Theresu May sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins. Málið tengist þrennum ummælum sem Johnson lét falla fyrir og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016 um útgönguna. Johnson var einn helsti talsmaður þess að Bretar segðu skilið Evrópusambandið. Þar á meðal eru fullyrðingar Johnson um að Evrópusambandsaðildin kostaði Breta 350 milljónir punda á viku, jafnvirði rúmra 55 milljarða íslenskra króna. Stuðningsmenn Brexit slógu þeirri upphæð meðal annars upp í auglýsingaefni sínu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Dómari í einkamáli sem var höfðað gegn Johnson tók ekki afstöðu til sannleiksgildi fullyrðingarinnar en úrskurðaði að hann þyrfti að koma fyrir dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stefnendurnir halda því fram að Johnson hafi brotið af sér í embætti með ummælunum. Johnson var borgarstjóri í London þar til mánuði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mánuði eftir hana tók hann við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn May. Hann hefur ekki tjáð sig um úrskurðinn. Lögmenn hans hafa haldið því fram að stefnan gegn honum sé pólitísks eðlis. May ætlar að segja af sér 7. júní. Johnson er talinn sigurstranglegastur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins þar sem rúmlega tíu eru í framboði.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Óttast áhrif afsagnar Theresu May Theresa May stígur til hliðar eftir mánaðamót. Vonast er til þess að nýr leiðtogi verði valinn fyrir lok júlí. Alls óvíst að leiðtogaskiptin dugi til þess að leysa Brexit-málið. Boris Johnson sækist eftir stólnum og þykir langlíklegastur. 25. maí 2019 07:30 Umhverfisráðherrann gefur kost á sér sem eftirmaður May Michael Gove bauð sig líka fram til formanns Íhaldsflokksins 2016 en komst lítt áleiðis þá. 26. maí 2019 09:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Óttast áhrif afsagnar Theresu May Theresa May stígur til hliðar eftir mánaðamót. Vonast er til þess að nýr leiðtogi verði valinn fyrir lok júlí. Alls óvíst að leiðtogaskiptin dugi til þess að leysa Brexit-málið. Boris Johnson sækist eftir stólnum og þykir langlíklegastur. 25. maí 2019 07:30
Umhverfisráðherrann gefur kost á sér sem eftirmaður May Michael Gove bauð sig líka fram til formanns Íhaldsflokksins 2016 en komst lítt áleiðis þá. 26. maí 2019 09:49