Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. maí 2019 18:34 Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Vísir/Vilhelm Lögreglan segir of algengt að fólk virði ekki umferðalokanir við slysstaði en eftir alvarlegt slys fyrr í vikunni, þegar ekið var á barn á reiðhjóli, áréttaði lögreglan mikilvægi þess að troðast ekki fram hjá ökutækjum þeirra. Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Barnið hjólaði niður Austurgerði, sem er lítil gata í smáíbúðarhverfinu, og við gatnamótin á Sogaveginum, þar fyrir neðan, ekur bíll á það. Lögreglan þurfti að loka gatnamótum við Bústaðaveginn og skilja ökutækin sín eftir til að geta sinnt fyrstu hjálp á vettvangi. Lögreglunni varð fljótt ljóst að um alvarlegt slys var að ræða. „Þegar að slys verða þá fer lögreglan á staðinn ásamt sjúkrabíl og tækjabíl frá slökkviliði. Fyrsta viðbragð hjá okkur er að loka vettvangi nokkuð vítt til að meta stöðuna á vettvangi. Oft þurfa lögreglumenn að fara frá tækjunum. Skilja þau eftir með blá blikkandi ljós. Við hreinlega erum að upplifa það að bílar, ökumenn eru að keyra fram hjá þessum lokunum,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar. Þrátt fyrir ökutæki lögreglu á staðnum, bæði bílar og bifhjól með blikkandi ljós, tróðu ökumenn sér fram hjá og þeim sem tókst það urðu að nema staðar alveg við slysstað. Slíkt gæti haft áhrif á rannsóknahagsmuni. „Lögregla þarf sinn tíma til að skoða rannsóknahagsmuni og hvernig svona slys og umferðarslys verða. Taka myndir og leggja hald á sönnunargögn ef því er að skipta,“ segir hann og bendir á að sé ekið inn á vettvang gæti það haft áhrif á sönnunargögn á vettvangi.Einhver tilmæli sem þú hefur til fólks varðandi þetta?„Það er bara afskaplega einfalt. Það er að virða lokanir þegar lögregla og sjúkrabílar eru við störf. Ef fólk er eitthvað í vafa, þá bara hreinlega bíða þangað til lögreglumaður kemur að tækinu. Við náttúrulega erum að vinna á vettvangi og þurfum fyrst og fremst að hugsa um það. Síðan komum við að tækjunum og þá er einfaldlega hægt að fara út og spyrja. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Lögreglan segir of algengt að fólk virði ekki umferðalokanir við slysstaði en eftir alvarlegt slys fyrr í vikunni, þegar ekið var á barn á reiðhjóli, áréttaði lögreglan mikilvægi þess að troðast ekki fram hjá ökutækjum þeirra. Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Barnið hjólaði niður Austurgerði, sem er lítil gata í smáíbúðarhverfinu, og við gatnamótin á Sogaveginum, þar fyrir neðan, ekur bíll á það. Lögreglan þurfti að loka gatnamótum við Bústaðaveginn og skilja ökutækin sín eftir til að geta sinnt fyrstu hjálp á vettvangi. Lögreglunni varð fljótt ljóst að um alvarlegt slys var að ræða. „Þegar að slys verða þá fer lögreglan á staðinn ásamt sjúkrabíl og tækjabíl frá slökkviliði. Fyrsta viðbragð hjá okkur er að loka vettvangi nokkuð vítt til að meta stöðuna á vettvangi. Oft þurfa lögreglumenn að fara frá tækjunum. Skilja þau eftir með blá blikkandi ljós. Við hreinlega erum að upplifa það að bílar, ökumenn eru að keyra fram hjá þessum lokunum,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar. Þrátt fyrir ökutæki lögreglu á staðnum, bæði bílar og bifhjól með blikkandi ljós, tróðu ökumenn sér fram hjá og þeim sem tókst það urðu að nema staðar alveg við slysstað. Slíkt gæti haft áhrif á rannsóknahagsmuni. „Lögregla þarf sinn tíma til að skoða rannsóknahagsmuni og hvernig svona slys og umferðarslys verða. Taka myndir og leggja hald á sönnunargögn ef því er að skipta,“ segir hann og bendir á að sé ekið inn á vettvang gæti það haft áhrif á sönnunargögn á vettvangi.Einhver tilmæli sem þú hefur til fólks varðandi þetta?„Það er bara afskaplega einfalt. Það er að virða lokanir þegar lögregla og sjúkrabílar eru við störf. Ef fólk er eitthvað í vafa, þá bara hreinlega bíða þangað til lögreglumaður kemur að tækinu. Við náttúrulega erum að vinna á vettvangi og þurfum fyrst og fremst að hugsa um það. Síðan komum við að tækjunum og þá er einfaldlega hægt að fara út og spyrja.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira