Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 17:09 Sporðlaus hákarlinn sést synda í burtu frá bátnum. skjáskot Stjórn Sæfells hf., hefur sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. Myndskeiði af atvikinu var dreift víða á samfélagsmiðlum í dag en hákarlinn flæktist í línunni og brugðu skipverjar á það ráð að skera af honum sporðinn til að losa hann. Hákarlinn sást þá synda í burtu og blæddi mikið úr sárinu. Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að ná í skipverjana tvo í dag án árangurs. Í tilkynningu frá stjórn Sæfells segir að eigendur og útgerðaraðila Bíldseyjar SH 65 harmi og fordæmi þann óhugnanlega atburð sem fram kom í myndbandinu. Sjá einnig: Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu „Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur,“ kom fram í yfirlýsingunni. „Eigendur og útgerðaraðilar Bíldseyjar SH 65 eiga ekki annan kost en að hafna frekari vinnuframlagi manna sem sýna af sér slíka hegðun.“ Mikil reiði skapaðist vegna málsins, en myndbandið birti annar skipverjanna á Facebook með skilaboðunum: „Nú verður allt vitlaust (hann var hálfdauður).“ Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Stjórn Sæfells hf., hefur sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. Myndskeiði af atvikinu var dreift víða á samfélagsmiðlum í dag en hákarlinn flæktist í línunni og brugðu skipverjar á það ráð að skera af honum sporðinn til að losa hann. Hákarlinn sást þá synda í burtu og blæddi mikið úr sárinu. Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að ná í skipverjana tvo í dag án árangurs. Í tilkynningu frá stjórn Sæfells segir að eigendur og útgerðaraðila Bíldseyjar SH 65 harmi og fordæmi þann óhugnanlega atburð sem fram kom í myndbandinu. Sjá einnig: Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu „Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur,“ kom fram í yfirlýsingunni. „Eigendur og útgerðaraðilar Bíldseyjar SH 65 eiga ekki annan kost en að hafna frekari vinnuframlagi manna sem sýna af sér slíka hegðun.“ Mikil reiði skapaðist vegna málsins, en myndbandið birti annar skipverjanna á Facebook með skilaboðunum: „Nú verður allt vitlaust (hann var hálfdauður).“
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42