Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um málið upp úr klukkan 12:30.
Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur verið gert viðvart.
Stór belgur er utan á hrefnunni sem er efri hluti höfuðsins að sögn Sverris Tryggvasonar, skipstjóra hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, en hann sá hrefnuna fyrst á laugardag úti á Faxaflóa þegar hann var í túr þar. Hann telur að hún hafi þá verið tiltölulega nýdauð.
Hvalrek á Seltjarnarnesi #Iceland#whale#Reykjavikpic.twitter.com/cpyIVA8CID
— BirdmanCult (@Rakkadimus) May 28, 2019

