Mikilvægt að draga lærdóma af neyðarláni til Kaupþings Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. maí 2019 06:30 Már Guðmundsson segir mikilvægt að draga lærdóma af neyðarláninu en ekkert bendi til þess að ráðstöfunin hafi verið óeðlileg. Fréttablaðið/Anton Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að tvo meginlærdóma þurfi að draga af neyðarláni bankans til Kaupþings í október 2008. Skýrsla um lánveitinguna sem verið hefur í vinnslu í bankanum síðastliðin fjögur ár var kynnt í gær. „Í fyrsta lagi þarf að skýra stjórnsýsluna betur varðandi lánveitingar af þessu tagi. Það er að mínu viti gert í frumvarpi til laga um Seðlabankann sem nú liggur fyrir Alþingi.“ Þannig yrði ákvörðunin skráð í fundargerð þar sem einnig kæmi fram af hverju hún var tekin. „Það er mjög mikilvægt til að geta lagt mat á svona aðgerðir.“ Hinn meginlærdómurinn sem Már nefnir er um mikilvægi þess að seðlabankar hafi á hverjum tíma betri innsýn í það hvaða veð séu tiltæk og hægt að nota komi til svona lánveitinga. „Þannig þurfi ekki að vera meta það á einhverjum hlaupum og þá með mistakaáhættu á meðan fárviðrið geisar. Ég held að í því samhengi sé það líka lærdómur að veð í hlutafé, og ég tala nú ekki um í hlutafé erlends banka, er ekki heppilegt veð.“ Varðandi ákvörðunina um lánveitinguna segir Már ljóst að hún hafi ekki verið rétt í þeim skilningi að þær tvær forsendur sem hún virðist hafa verið byggð á hafi reynst rangar. Annars vegar að með lánveitingunni yrði tryggt að í landinu yrði starfandi einn alhliða banki og hins vegar að áhættan væri ekki svo mikil vegna þess að um mjög góð veð væri að ræða. „Ákvörðunin er samt skiljanleg í ljósi aðstæðna og í raun og veru er alveg greinilegt að þeir sem tóku þessa ákvörðun áttu ekki von á því að það yrðu svona miklir erfiðleikar í dönsku efnahagslífi.“ Þeir erfiðleikar hafi haft mikil áhrif á verðmæti FIH-bankans sem Seðlabankinn tók sem veð fyrir láninu. Í skýrslunni er reynt að varpa ljósi á það hvernig Kaupþing ráðstafaði láninu en engin skilyrði voru sett fyrir því af hálfu Seðlabankans. „Þarna eru greiðslur sem eru alveg greinilega þannig að ef þær hefðu ekki verið inntar af hendi hefði bankinn fallið þá og þegar. Það er ljóst að þær greiðslur nema að minnsta kosti 442 milljónum evra,“ segir Már. Á móti komi að auk 500 milljóna evra lánsins frá Seðlabankanum hafi aðrar inngreiðslur til Kaupþings numið 698 milljónum evra. Ekki sé hins vegar hægt að kafa ofan í þær greiðslur. „Við höfum enga möguleika til þess. Það er ekkert sem sést þarna sem hægt er að segja að hafi verið óeðlilegt. Það blasir ekki við.“ Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að tvo meginlærdóma þurfi að draga af neyðarláni bankans til Kaupþings í október 2008. Skýrsla um lánveitinguna sem verið hefur í vinnslu í bankanum síðastliðin fjögur ár var kynnt í gær. „Í fyrsta lagi þarf að skýra stjórnsýsluna betur varðandi lánveitingar af þessu tagi. Það er að mínu viti gert í frumvarpi til laga um Seðlabankann sem nú liggur fyrir Alþingi.“ Þannig yrði ákvörðunin skráð í fundargerð þar sem einnig kæmi fram af hverju hún var tekin. „Það er mjög mikilvægt til að geta lagt mat á svona aðgerðir.“ Hinn meginlærdómurinn sem Már nefnir er um mikilvægi þess að seðlabankar hafi á hverjum tíma betri innsýn í það hvaða veð séu tiltæk og hægt að nota komi til svona lánveitinga. „Þannig þurfi ekki að vera meta það á einhverjum hlaupum og þá með mistakaáhættu á meðan fárviðrið geisar. Ég held að í því samhengi sé það líka lærdómur að veð í hlutafé, og ég tala nú ekki um í hlutafé erlends banka, er ekki heppilegt veð.“ Varðandi ákvörðunina um lánveitinguna segir Már ljóst að hún hafi ekki verið rétt í þeim skilningi að þær tvær forsendur sem hún virðist hafa verið byggð á hafi reynst rangar. Annars vegar að með lánveitingunni yrði tryggt að í landinu yrði starfandi einn alhliða banki og hins vegar að áhættan væri ekki svo mikil vegna þess að um mjög góð veð væri að ræða. „Ákvörðunin er samt skiljanleg í ljósi aðstæðna og í raun og veru er alveg greinilegt að þeir sem tóku þessa ákvörðun áttu ekki von á því að það yrðu svona miklir erfiðleikar í dönsku efnahagslífi.“ Þeir erfiðleikar hafi haft mikil áhrif á verðmæti FIH-bankans sem Seðlabankinn tók sem veð fyrir láninu. Í skýrslunni er reynt að varpa ljósi á það hvernig Kaupþing ráðstafaði láninu en engin skilyrði voru sett fyrir því af hálfu Seðlabankans. „Þarna eru greiðslur sem eru alveg greinilega þannig að ef þær hefðu ekki verið inntar af hendi hefði bankinn fallið þá og þegar. Það er ljóst að þær greiðslur nema að minnsta kosti 442 milljónum evra,“ segir Már. Á móti komi að auk 500 milljóna evra lánsins frá Seðlabankanum hafi aðrar inngreiðslur til Kaupþings numið 698 milljónum evra. Ekki sé hins vegar hægt að kafa ofan í þær greiðslur. „Við höfum enga möguleika til þess. Það er ekkert sem sést þarna sem hægt er að segja að hafi verið óeðlilegt. Það blasir ekki við.“
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira