Færeyski forstjórinn bætti rör frítt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. maí 2019 06:00 Jóhann Ólafson, Skarphéðinn Gíslason og Ásgeir G. Guðbjartsson. Myndin er tekin í Klakksvík í Færeyjum, (Klaksvík). Báturinn reyndist vel á langsiglingunni, hann virtist fara vel í sjó, en það á eftir að reyna á hann almennilega, miðað við íslenskar aðstæður,“ segir Ásgeir G. Guðbjartsson sem var stýrimaður á Gísla Jóns, nýju skipi Björgunarfélags Ísafjarðar, á siglingu þess frá Bodö í Noregi til Ísafjarðar. „Við vorum þrjá sólarhringa á leiðinni, með viðkomu í Færeyjum. Fengum mjög gott veður nánast alla leið, vindur fór í mest 10-12 metra út af Austfjörðum, þar stóð báturinn sig vel og fór ágætlega með okkur.“ Í Færeyjum þurfti að laga smávægilegan smurolíuleka, síðdegis á laugardag. Forstjóri vélsmiðjunnar KSS mætti sjálfur um borð, endurbætti rörið og tók ekkert fyrir það, að sögn Ásgeirs. „Færeyingarnir voru mjög almennilegir við okkur og líka þeir sem við áttum samskipti við í Noregi.“ Skipstjóri í ferðinni var Skarphéðinn Gíslason, faðir hans var Gísli Jónsson, sá sem báturinn er skírður eftir. Vélstjórinn, Jóhann Ólafson, hefur verið í björgunarsveitinni í tugi ára, formaður á tímabili. Ásgeir starfar sem II stýrimaður á Júlíusi Geirmundssyni, hann er barnabarn Ásgeirs heitins Guðbjartssonar, skipstjóra á Guðbjörgu ÍS-46 (Geira á Guggunni). Ásgeir segir Gísla Jóns smíðaðan 1997 og hafa verið í Bodö hjá Redding selskap í yfir 20 ár. Þótt hann sé ekki stór segir Ásgeir hann hafa ákveðna kosti umfram gamla bátinn. „Þessi er öflugri, auðveldara að sigla honum hraðar þegar á þarf að halda, eins er hljóðeinangrunin betri og aðbúnaðurinn fyrir mannskapinn.“ Bodö er norðarlega í Noregi en í stað þess að taka vissa áhættu með því að stíma beinustu leið til Ísafjarðar, með olíubirgðir um borð, ákvað skipstjórinn að sigla suður með Noregsströnd til Álasunds og þar yfir til Færeyja. En er rétta nafnið komið á kinnung bátsins? „Það er búið að líma það á hann til bráðabirgða.“ Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Færeyjar Ísafjarðarbær Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Báturinn reyndist vel á langsiglingunni, hann virtist fara vel í sjó, en það á eftir að reyna á hann almennilega, miðað við íslenskar aðstæður,“ segir Ásgeir G. Guðbjartsson sem var stýrimaður á Gísla Jóns, nýju skipi Björgunarfélags Ísafjarðar, á siglingu þess frá Bodö í Noregi til Ísafjarðar. „Við vorum þrjá sólarhringa á leiðinni, með viðkomu í Færeyjum. Fengum mjög gott veður nánast alla leið, vindur fór í mest 10-12 metra út af Austfjörðum, þar stóð báturinn sig vel og fór ágætlega með okkur.“ Í Færeyjum þurfti að laga smávægilegan smurolíuleka, síðdegis á laugardag. Forstjóri vélsmiðjunnar KSS mætti sjálfur um borð, endurbætti rörið og tók ekkert fyrir það, að sögn Ásgeirs. „Færeyingarnir voru mjög almennilegir við okkur og líka þeir sem við áttum samskipti við í Noregi.“ Skipstjóri í ferðinni var Skarphéðinn Gíslason, faðir hans var Gísli Jónsson, sá sem báturinn er skírður eftir. Vélstjórinn, Jóhann Ólafson, hefur verið í björgunarsveitinni í tugi ára, formaður á tímabili. Ásgeir starfar sem II stýrimaður á Júlíusi Geirmundssyni, hann er barnabarn Ásgeirs heitins Guðbjartssonar, skipstjóra á Guðbjörgu ÍS-46 (Geira á Guggunni). Ásgeir segir Gísla Jóns smíðaðan 1997 og hafa verið í Bodö hjá Redding selskap í yfir 20 ár. Þótt hann sé ekki stór segir Ásgeir hann hafa ákveðna kosti umfram gamla bátinn. „Þessi er öflugri, auðveldara að sigla honum hraðar þegar á þarf að halda, eins er hljóðeinangrunin betri og aðbúnaðurinn fyrir mannskapinn.“ Bodö er norðarlega í Noregi en í stað þess að taka vissa áhættu með því að stíma beinustu leið til Ísafjarðar, með olíubirgðir um borð, ákvað skipstjórinn að sigla suður með Noregsströnd til Álasunds og þar yfir til Færeyja. En er rétta nafnið komið á kinnung bátsins? „Það er búið að líma það á hann til bráðabirgða.“
Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Færeyjar Ísafjarðarbær Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira