Jón Axel mun því leika með Davidson á næsta tímabili sem verður hans fjórða og síðasta með háskólaliðinu. Allir fimm byrjunarliðsmenn Davidson á síðasta tímabili munu leika með því næsta vetur.
.@DavidsonMBB’s Kellan Grady and Jon Axel Gudmundsson withdrawing from NBA draft, according to coach Bob McKillop. Means Wildcats will return 5 starters from last season’s 24-win team.
— David Scott (@davidscott14) May 27, 2019
Jón Axel æfði hjá Sacramento Kings og Utah Jazz í síðustu viku til að sýna sig og sanna fyrir nýliðavalið. Hann verður þó ekki í hópi þeirra leikmanna sem liðin 30 í NBA-deildinni geta valið 20. júní næstkomandi.
Grindvíkingurinn lék afar vel með Davidson á síðasta tímabili og var valinn besti leikmaður Atlantic 10 riðilsins og í úrvalslið hans. Jón Axel var jafnframt útnefndur íþróttamaður ársins í karlaflokki hjá Davidson.
Jón Axel var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.