Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti ketti í sveitum landsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2019 19:00 Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti villiketti í sveitum landsins. Félagið er nú með fjóra móðurlausa kettlinga hjá sér þar sem grunur leikur á að læðan hafi verið drepin. Matvælastofnun er með tvö mál á borði hjá sér vegna ólöglegrar aflífunar katta. Allt bendi til þess að læðan hafi verið skotin Fyrir tveimur vikum fékk Áslaug Eyfjörð, stjórnarkona í Villikattafélaginu, fjóra kettlinga, sem í dag eru fjögurra vikna, í fóstur til sín. Grunur leikur á að bóndi á Vestfjörðum hafi skotið mömmu þeirra, sem var heimilisköttur á næsta bæ, þegar kettlingarnir voru tæplega tveggja vikna gamlir.Bóndinn sem átti læðuna treysti sér ekki til að koma kettlingunum á fót og voru þeir því sendir til Reykjavíkur í fóstur. Ekki hefur tekist að útiloka að eitthvað annað hafi gerst þar sem hræið hefur ekki fundist en Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta segir allt benda til þess að læðan hafi verið skotin. Þá fái félagið reglulega ábendingar um að villikettir og jafnvel heimiliskettir séu skotnir í sveitum landsins. „Þetta er ekki eins dæmi, því miður. Að fólk skuli dirfast að skjóta ketti á víðavangi. Við erum með lög sem segja til um það að það megi ekki skjóta ketti,“ segir Arndís.Þekkir mörg dæmi þess að kettir séu skotnir „Maður hefur alveg heyrt mörg dæmi og það er bara virkilega ljótt að vita til þess að fólk sé að skjóta ketti og ég tala nú ekki um ef það verður til þess að svona kettlingar verði móðurlausir,“ segir Áslaug. Gunnar Gunnarsson, dýralæknir í Mýrar- og borgafjarðarsýslu, segist þekkja mörg dæmi þess að kettir séu skotir. Það sé gert ef talið er að kettirnir beri sníkjudýr sem geti valdið því að lömbin drepist í kindunum ef þeir míga í heyið. Oftast séu það flækingskettir. „Það er í nýju dýraverndunarlögunum klár og skýr ákvæði um það aðþetta sé bannað. Það er bannað að skjóta heimiliskisur,“ segir Arndís.Mast þurfi að gera betur Matvælastofnun er nú með tvö mál vegna ólöglegrar aflífunar í sektarferli. Samkvæmt upplýsingum frá stofnunni hafa sektir vegna illrar meðferðar á dýrum færst í aukna undanfarin ár. „MAST hefur valdið til að gera eitthvaðíþessu. Mast veit að kistur eru skotnar á færi og ég veit ekki til þess að fólk hafi fengið dóm vegna slíks,“ segir Arndís og bætir við að MAST þurfi að gera betur. „Við viljum náttúrulega að það sé tekiðáþessum málum. Að þetta sé tekið alvarlega,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. Dýr Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti villiketti í sveitum landsins. Félagið er nú með fjóra móðurlausa kettlinga hjá sér þar sem grunur leikur á að læðan hafi verið drepin. Matvælastofnun er með tvö mál á borði hjá sér vegna ólöglegrar aflífunar katta. Allt bendi til þess að læðan hafi verið skotin Fyrir tveimur vikum fékk Áslaug Eyfjörð, stjórnarkona í Villikattafélaginu, fjóra kettlinga, sem í dag eru fjögurra vikna, í fóstur til sín. Grunur leikur á að bóndi á Vestfjörðum hafi skotið mömmu þeirra, sem var heimilisköttur á næsta bæ, þegar kettlingarnir voru tæplega tveggja vikna gamlir.Bóndinn sem átti læðuna treysti sér ekki til að koma kettlingunum á fót og voru þeir því sendir til Reykjavíkur í fóstur. Ekki hefur tekist að útiloka að eitthvað annað hafi gerst þar sem hræið hefur ekki fundist en Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta segir allt benda til þess að læðan hafi verið skotin. Þá fái félagið reglulega ábendingar um að villikettir og jafnvel heimiliskettir séu skotnir í sveitum landsins. „Þetta er ekki eins dæmi, því miður. Að fólk skuli dirfast að skjóta ketti á víðavangi. Við erum með lög sem segja til um það að það megi ekki skjóta ketti,“ segir Arndís.Þekkir mörg dæmi þess að kettir séu skotnir „Maður hefur alveg heyrt mörg dæmi og það er bara virkilega ljótt að vita til þess að fólk sé að skjóta ketti og ég tala nú ekki um ef það verður til þess að svona kettlingar verði móðurlausir,“ segir Áslaug. Gunnar Gunnarsson, dýralæknir í Mýrar- og borgafjarðarsýslu, segist þekkja mörg dæmi þess að kettir séu skotir. Það sé gert ef talið er að kettirnir beri sníkjudýr sem geti valdið því að lömbin drepist í kindunum ef þeir míga í heyið. Oftast séu það flækingskettir. „Það er í nýju dýraverndunarlögunum klár og skýr ákvæði um það aðþetta sé bannað. Það er bannað að skjóta heimiliskisur,“ segir Arndís.Mast þurfi að gera betur Matvælastofnun er nú með tvö mál vegna ólöglegrar aflífunar í sektarferli. Samkvæmt upplýsingum frá stofnunni hafa sektir vegna illrar meðferðar á dýrum færst í aukna undanfarin ár. „MAST hefur valdið til að gera eitthvaðíþessu. Mast veit að kistur eru skotnar á færi og ég veit ekki til þess að fólk hafi fengið dóm vegna slíks,“ segir Arndís og bætir við að MAST þurfi að gera betur. „Við viljum náttúrulega að það sé tekiðáþessum málum. Að þetta sé tekið alvarlega,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta.
Dýr Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira