Segir sveitarfélög gleyma ábyrgð sinni á almannavörnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2019 13:49 Víðir Reynisson frá lögreglunni á Suðurlandi. Sveitarfélögin eru mikilvægasti hlekkurinn og ráða miklu þegar náttúruvá og almannavarnir fara saman segir Víðir Reynisson, lögreglumaður og einn helsti sérfræðingur landsins í almannavörnum. Þeim hætti til við að gleyma ábyrgð sinni á almannavörnum. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, lögreglustjórinn á Suðurlandi og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í samstarfi við Skipulagsstofnun stóðu nýlega fyrir ráðstefnu um almannavarnir og skipulag þar sem fjallað var um náttúruvá og viðbrögð við henni. Víðir Reynisson hélt erindi fyrir hönd almannavarna á Suðurlandi enda hefur hann unnið lengi að þeim málum á svæðinu. „Það er auðvitað þannig að sveitarfélögin eru lykilaðilinn í þessum málum. Þau ráða ansi miklu í þessu. Þau taka ákvörðun í gegnum skipulagslögin og í gegnum skipulagsmálin og reglugerðirnar um notkun á þeim landgæðum sem fyrir eru,“ segir hann. Víðir segir að í lögum um almannavarnir komi fram að markmið almannavarna sé að framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerðum. Víðir segir að það þurfi að huga að mörgum þáttum þegar almannavarnir eru annars vegar. „Þegar við vorum að vinna hættumatið fyrir Kötluhlaupin og flóðin til vesturs þá til dæmis koma það í ljós að á flóðasvæðunum var gríðarlegt magn af bensínstöðvum, ofboðslegt magn af eldsneyti. Tiltölulega lítill atburður og þá erum við farin að eiga við verulegt umhverfistjón, “ segir Víðir. Í erindi sínu skaut Víðir á sveitarfélög landsins fyrir að hafa gleymt því að samhliða því að beri stærstu ábyrgðina í skipulagsmálum beri þau einnig stærstu ábyrgðina í almannavörnum. „Þetta þurfum við að ná að tengja saman og ég held að grunnurinn að þessu sé að það sé unnið hættumat fyrir mismunandi náttúruvá, sett viðmið og við í sameiningum vinnum þetta áfram,“ sagði hann. Almannavarnir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Sveitarfélögin eru mikilvægasti hlekkurinn og ráða miklu þegar náttúruvá og almannavarnir fara saman segir Víðir Reynisson, lögreglumaður og einn helsti sérfræðingur landsins í almannavörnum. Þeim hætti til við að gleyma ábyrgð sinni á almannavörnum. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, lögreglustjórinn á Suðurlandi og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í samstarfi við Skipulagsstofnun stóðu nýlega fyrir ráðstefnu um almannavarnir og skipulag þar sem fjallað var um náttúruvá og viðbrögð við henni. Víðir Reynisson hélt erindi fyrir hönd almannavarna á Suðurlandi enda hefur hann unnið lengi að þeim málum á svæðinu. „Það er auðvitað þannig að sveitarfélögin eru lykilaðilinn í þessum málum. Þau ráða ansi miklu í þessu. Þau taka ákvörðun í gegnum skipulagslögin og í gegnum skipulagsmálin og reglugerðirnar um notkun á þeim landgæðum sem fyrir eru,“ segir hann. Víðir segir að í lögum um almannavarnir komi fram að markmið almannavarna sé að framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerðum. Víðir segir að það þurfi að huga að mörgum þáttum þegar almannavarnir eru annars vegar. „Þegar við vorum að vinna hættumatið fyrir Kötluhlaupin og flóðin til vesturs þá til dæmis koma það í ljós að á flóðasvæðunum var gríðarlegt magn af bensínstöðvum, ofboðslegt magn af eldsneyti. Tiltölulega lítill atburður og þá erum við farin að eiga við verulegt umhverfistjón, “ segir Víðir. Í erindi sínu skaut Víðir á sveitarfélög landsins fyrir að hafa gleymt því að samhliða því að beri stærstu ábyrgðina í skipulagsmálum beri þau einnig stærstu ábyrgðina í almannavörnum. „Þetta þurfum við að ná að tengja saman og ég held að grunnurinn að þessu sé að það sé unnið hættumat fyrir mismunandi náttúruvá, sett viðmið og við í sameiningum vinnum þetta áfram,“ sagði hann.
Almannavarnir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira