Ómar lagði Gæsluna í annað sinn í baráttu um vangoldna leigu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 15:41 Ratsjárstöðin á Hornafirði. Runólfur Hauksson Landhelgisgæslunni var óheimilt að segja upp að hluta samnings um leigu á jörð undir ratstjárstöð í Hornafirði nærri Höfn. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti með því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra. Landhelgisgæslan þarf að greiða Ómari Antonssyni, eiganda jarðarinnar, rúmar fimm milljónir króna í vangoldna leigu auk 3,5 milljóna króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Ómar höfðaði mál á hendur Landhelgisgæslunnar til innheimtu á vangoldinni leigu fyrir svæði úr landi jarðarinnar Horns sem íslenska ríkið tók á leigu með leigusamningi árið 1953. Deildu aðilar um það hvort Gæslan, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta árið 2016. Gæslan vildi taka mun minna landsvæði á leigu og lækka um leið einhliða fjárhæð leigunnar. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að ekki hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta. Um aðild Landhelgisgæslunnar vísaði Landsréttur til þess að íslenska ríkið væri leigutaki samkvæmt samningnum og því lægi beinast við að Ómar beindi málsókn sinni að því. Á hinn bóginn yrði ekki litið fram hjá því að Landhelgisgæsluan hefði greitt leigu fyrir landið á grundvelli reikninga sem Ómar hefði beint að honum frá árinu 2011. Þá væri ljóst af bréfi lögmanns Gæslunnar til Ómars að hann liti svo á að hann hefði á grundvelli verksamnings heimild til að ráðstafa hinu leigða landi. Loks yrði ekki séð af samskiptum aðila í aðdraganda málshöfðunar að Gæslan hefði gert athugasemd við að Ómar beindi erindum sínum að honum en ekki utanríkisráðuneytinu fyrir hönd íslenska ríkisins. Var fallist á það með héraðsdómi að Ómari hefði verið heimilt að beina kröfu sinni að Landhelgisgæslunni einni. Var Gæslan því dæmd til að greiða umkrafið leigugjald að frádreginni 1,7 milljóna króna innborgun frá árinu 2017.Dóminn má lesa í heild hér. Dómsmál Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Landeigandi á Stokksnesi rukkar ferðamenn um 600 krónur fyrir að fara um landið. Gengur ekki að selja aðgang að landi sem Landhelgisgæslan leigir, segir forstjóri. Annaðhvort þetta eða að loka veginum, segir landeigandinn. 24. júní 2014 06:45 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Landhelgisgæslunni var óheimilt að segja upp að hluta samnings um leigu á jörð undir ratstjárstöð í Hornafirði nærri Höfn. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti með því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra. Landhelgisgæslan þarf að greiða Ómari Antonssyni, eiganda jarðarinnar, rúmar fimm milljónir króna í vangoldna leigu auk 3,5 milljóna króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Ómar höfðaði mál á hendur Landhelgisgæslunnar til innheimtu á vangoldinni leigu fyrir svæði úr landi jarðarinnar Horns sem íslenska ríkið tók á leigu með leigusamningi árið 1953. Deildu aðilar um það hvort Gæslan, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta árið 2016. Gæslan vildi taka mun minna landsvæði á leigu og lækka um leið einhliða fjárhæð leigunnar. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að ekki hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta. Um aðild Landhelgisgæslunnar vísaði Landsréttur til þess að íslenska ríkið væri leigutaki samkvæmt samningnum og því lægi beinast við að Ómar beindi málsókn sinni að því. Á hinn bóginn yrði ekki litið fram hjá því að Landhelgisgæsluan hefði greitt leigu fyrir landið á grundvelli reikninga sem Ómar hefði beint að honum frá árinu 2011. Þá væri ljóst af bréfi lögmanns Gæslunnar til Ómars að hann liti svo á að hann hefði á grundvelli verksamnings heimild til að ráðstafa hinu leigða landi. Loks yrði ekki séð af samskiptum aðila í aðdraganda málshöfðunar að Gæslan hefði gert athugasemd við að Ómar beindi erindum sínum að honum en ekki utanríkisráðuneytinu fyrir hönd íslenska ríkisins. Var fallist á það með héraðsdómi að Ómari hefði verið heimilt að beina kröfu sinni að Landhelgisgæslunni einni. Var Gæslan því dæmd til að greiða umkrafið leigugjald að frádreginni 1,7 milljóna króna innborgun frá árinu 2017.Dóminn má lesa í heild hér.
Dómsmál Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Landeigandi á Stokksnesi rukkar ferðamenn um 600 krónur fyrir að fara um landið. Gengur ekki að selja aðgang að landi sem Landhelgisgæslan leigir, segir forstjóri. Annaðhvort þetta eða að loka veginum, segir landeigandinn. 24. júní 2014 06:45 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Landeigandi á Stokksnesi rukkar ferðamenn um 600 krónur fyrir að fara um landið. Gengur ekki að selja aðgang að landi sem Landhelgisgæslan leigir, segir forstjóri. Annaðhvort þetta eða að loka veginum, segir landeigandinn. 24. júní 2014 06:45