Lingard og Rashford reyndu að endurgera frægasta mark Solskjær fyrir United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 09:00 Ole Gunnar Solskjær með Meistaradeildarbikarinn. Getty/Alex Livesey Marcus Rashford og Jesse Lingard eru tvær að skærustu stjörnum ManchesterUnited í dag, tveir enskir landsliðsmenn sem hafa stimplað sig inn í aðallið félagsins eftir að hafa komist upp í gegnum unglingastarfið. Þeir voru ekki gamlir þegar knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær upplifði sína stærstu stund sem leikmaður ManchesterUnited.ManchesterUnited kláraði þrennuna 26. maí 1999 með 2-1 sigri á BayernMünchen í úrslitaleiknum sem var spilaður í Barcelona á Spáni.Jesse Lingard var þá bara sex ára gamall og Marcus Rashford aðeins eins og hálfs árs. Lingard er fæddur í desember 1992 en Rashford í október 1997. Jesse Lingard kom til ManchesterUnited átta ára gamall (2000) alveg eins og Marcus Rashford fimm árum síðar. Sigurmark ManchesterUnited í leiknum á móti Bayern vorið 1999 skoraði Ole Gunnar Solskjær á þriðju mínútu í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir AndyCole á 81. mínútu. Annar varamaður, TeddySheringham, hafði jafnaði metin á fyrstu mínútu í uppbótatíma og það var líka TeddySheringham sem skallaði boltann á Solkjær í sigurmarkinu. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur frá David Beckham. Á sunnudaginn verða liðin tuttugu ár frá því að ManchesterUnited vann þennan dramatíska sigur og náði um leið þrennunni, varð enskur meistari, enskur bikarmeistarmeistari og Evrópumeistari meistaraliða. Í tilefni af þessum tímamótum reyndu þeir Marcus Rashford og Jesse Lingard að endurgera þetta frægast mark Ole Gunnar Solskjær fyrir ManchesterUnited og það má sjá útkomuna hér fyrir neðan."Sheringham... SOLSKJAER!!!!!" Jesse Lingard and Marcus Rashford attempt to recreate one of the most iconic goals in Man Utd history pic.twitter.com/OMUnxxBOEQ — Football on BT Sport (@btsportfootball) May 23, 2019Sigurmarkið í úrslitaleiknum 1999.Getty/Alain GadoffreOle Gunnar Solskjær fagnar markinu sínu.Getty/Ben RadfordGetty/Ben Radford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Marcus Rashford og Jesse Lingard eru tvær að skærustu stjörnum ManchesterUnited í dag, tveir enskir landsliðsmenn sem hafa stimplað sig inn í aðallið félagsins eftir að hafa komist upp í gegnum unglingastarfið. Þeir voru ekki gamlir þegar knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær upplifði sína stærstu stund sem leikmaður ManchesterUnited.ManchesterUnited kláraði þrennuna 26. maí 1999 með 2-1 sigri á BayernMünchen í úrslitaleiknum sem var spilaður í Barcelona á Spáni.Jesse Lingard var þá bara sex ára gamall og Marcus Rashford aðeins eins og hálfs árs. Lingard er fæddur í desember 1992 en Rashford í október 1997. Jesse Lingard kom til ManchesterUnited átta ára gamall (2000) alveg eins og Marcus Rashford fimm árum síðar. Sigurmark ManchesterUnited í leiknum á móti Bayern vorið 1999 skoraði Ole Gunnar Solskjær á þriðju mínútu í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir AndyCole á 81. mínútu. Annar varamaður, TeddySheringham, hafði jafnaði metin á fyrstu mínútu í uppbótatíma og það var líka TeddySheringham sem skallaði boltann á Solkjær í sigurmarkinu. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur frá David Beckham. Á sunnudaginn verða liðin tuttugu ár frá því að ManchesterUnited vann þennan dramatíska sigur og náði um leið þrennunni, varð enskur meistari, enskur bikarmeistarmeistari og Evrópumeistari meistaraliða. Í tilefni af þessum tímamótum reyndu þeir Marcus Rashford og Jesse Lingard að endurgera þetta frægast mark Ole Gunnar Solskjær fyrir ManchesterUnited og það má sjá útkomuna hér fyrir neðan."Sheringham... SOLSKJAER!!!!!" Jesse Lingard and Marcus Rashford attempt to recreate one of the most iconic goals in Man Utd history pic.twitter.com/OMUnxxBOEQ — Football on BT Sport (@btsportfootball) May 23, 2019Sigurmarkið í úrslitaleiknum 1999.Getty/Alain GadoffreOle Gunnar Solskjær fagnar markinu sínu.Getty/Ben RadfordGetty/Ben Radford
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira