Stækkum þar sem allt er að stækka! Áslaug Hulda Jónsdóttir og skrifa 23. maí 2019 07:00 Garðabær er að stækka. Kópavogur er að stækka. Hafnarfjörður er að stækka. Mikil uppbygging og fjölgun íbúa hefur verið hjá þessum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og fram undan er enn frekari uppbygging í Garðabæ. Framhaldsskólarnir á þessu svæði stækka samt ekki neitt. Og rætt er um að stýra aukinni umferð á álagstímum frá miðbænum. Ungt fólk er hvatt til þess að velja sér list- og verknám og eftirspurn eftir námi í list- og verknámi eykst. Samt eykst framboð á list- og verknámi ekki neitt. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ var byggður fyrir 500 nemendur en hýsir nú 700. Skólinn er með vinsælli framhaldsskólum landsins. Vinsældir FG liggja ekki síst í því fjölbreytta námsvali sem þar er í boði. Auk hefðbundinna bóknámsbrauta býður skólinn upp á fjölbreytt listnám, íþróttabraut og hönnunar- og markaðsbraut. Vinsældir listnáms hafa stóraukist og í dag er listnámsbrautin stærsta og eftirsóttasta braut skólans. En þar liggur líka vandinn. Húsnæðið er of lítið og þó kennarar vinni afrek á hverjum degi þarf skólinn verulega á stækkun að halda. Við erum klár! Þetta er ekki nýtt vandamál, það hefur bara stækkað. Hér er þó allt klárt, teikningar að viðbyggingu eru til en árið 2007 var sett á laggirnar bygginganefnd sem undirbjó að reisa viðbygginu við skólann. Ekkert hefur þó gerst og það er svo langt síðan að börn sem voru þriggja ára árið sem bygginganefndin tók til starfa fara í framhaldsskóla á næsta ári. Það er því galið að dusta ekki rykið af þessum teikningum og láta hendur standa fram úr ermum. Ekki stendur á bæjaryfirvöldum í Garðabæ og ekki heldur stjórnendum og starfsfólki Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Við bíðum eftir yfirvöldum menntamála.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og skólanefndar FG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Garðabær er að stækka. Kópavogur er að stækka. Hafnarfjörður er að stækka. Mikil uppbygging og fjölgun íbúa hefur verið hjá þessum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og fram undan er enn frekari uppbygging í Garðabæ. Framhaldsskólarnir á þessu svæði stækka samt ekki neitt. Og rætt er um að stýra aukinni umferð á álagstímum frá miðbænum. Ungt fólk er hvatt til þess að velja sér list- og verknám og eftirspurn eftir námi í list- og verknámi eykst. Samt eykst framboð á list- og verknámi ekki neitt. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ var byggður fyrir 500 nemendur en hýsir nú 700. Skólinn er með vinsælli framhaldsskólum landsins. Vinsældir FG liggja ekki síst í því fjölbreytta námsvali sem þar er í boði. Auk hefðbundinna bóknámsbrauta býður skólinn upp á fjölbreytt listnám, íþróttabraut og hönnunar- og markaðsbraut. Vinsældir listnáms hafa stóraukist og í dag er listnámsbrautin stærsta og eftirsóttasta braut skólans. En þar liggur líka vandinn. Húsnæðið er of lítið og þó kennarar vinni afrek á hverjum degi þarf skólinn verulega á stækkun að halda. Við erum klár! Þetta er ekki nýtt vandamál, það hefur bara stækkað. Hér er þó allt klárt, teikningar að viðbyggingu eru til en árið 2007 var sett á laggirnar bygginganefnd sem undirbjó að reisa viðbygginu við skólann. Ekkert hefur þó gerst og það er svo langt síðan að börn sem voru þriggja ára árið sem bygginganefndin tók til starfa fara í framhaldsskóla á næsta ári. Það er því galið að dusta ekki rykið af þessum teikningum og láta hendur standa fram úr ermum. Ekki stendur á bæjaryfirvöldum í Garðabæ og ekki heldur stjórnendum og starfsfólki Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Við bíðum eftir yfirvöldum menntamála.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og skólanefndar FG
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar