Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2019 23:55 Nara Walker lýsti sinni hlið á málinu í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Hún sagði viðbrögð sín hafa helgast nauðvörn og hélt því fram að hún hafi sætt grófu ofbeldi af hálfu eiginmanns síns um árabil. Fréttablaðið/Anton brink Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. Frá þessu er greint í ástralska miðlinum ABC. Fimmtán mánuðir af átján voru skilorðsbundnir og hefur Nara setið af sér mánuðina þrjá. Hún segist ætla að berjast fyrir því að vera ekki vikið úr landi.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn,“ sagði Nara í viðtali við Fréttablaðið í janúar. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllust á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn. Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Og að hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd.Nara Walker ásamt mótmælendum við fangelsið að Hólmsheiði rétt áður en hún hóf afplánun i febrúar.Mynd/Stöð 2Hún lætur ágætlega af veru sinni á Hólmsheiði í samtali við ABC. Fangaverðirnir hafi verið almennilegir en sjokkið mikið að vera í fangelsi. Veran setti sambandið við eiginmanninn fyrrverandi í nýtt samhengi. „Ég áttaði mig á því að mér fannst ég öruggari í fangelsi en eigin hjónabandi,“ hefur ABC eftir Nöru. Hún var einn mánuð á Hólmsheiði en hina tvo utan veggja fangelsisins og gat þá unnið að sögn móður Nöru. Nú standi hún frammi fyrir því að vera vísað úr landi vegna skorts á vegabréfsáritun. Mál Nöru hefur verið sent til Mannréttindadómstólsins og standa vonir til þess að það verði tekið til umfjöllunar. Nara segist vona að málið veki athygli á stöðu kvenna, jafn vel í framsæknum löndum eins og Íslandi þar sem jafnrétti sé meira en víða annars staðar. „Í máli Nöru hefur heimilisofbeldi átt sér stað í fleiri mánuði áður en þetta gerist. Við viljum að dómskerfið taki í auknum mæli tillit til þess það sem gerðist í aðdragandanum. Ekki bara það sem gerðist á einu augnabliki, sem er tilfellið í hefðbundnari ofbeldismálum,“ er jafnframt haft eftir Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, lögmanni Nöru. Ástralía Dómsmál Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. Frá þessu er greint í ástralska miðlinum ABC. Fimmtán mánuðir af átján voru skilorðsbundnir og hefur Nara setið af sér mánuðina þrjá. Hún segist ætla að berjast fyrir því að vera ekki vikið úr landi.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn,“ sagði Nara í viðtali við Fréttablaðið í janúar. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllust á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn. Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Og að hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd.Nara Walker ásamt mótmælendum við fangelsið að Hólmsheiði rétt áður en hún hóf afplánun i febrúar.Mynd/Stöð 2Hún lætur ágætlega af veru sinni á Hólmsheiði í samtali við ABC. Fangaverðirnir hafi verið almennilegir en sjokkið mikið að vera í fangelsi. Veran setti sambandið við eiginmanninn fyrrverandi í nýtt samhengi. „Ég áttaði mig á því að mér fannst ég öruggari í fangelsi en eigin hjónabandi,“ hefur ABC eftir Nöru. Hún var einn mánuð á Hólmsheiði en hina tvo utan veggja fangelsisins og gat þá unnið að sögn móður Nöru. Nú standi hún frammi fyrir því að vera vísað úr landi vegna skorts á vegabréfsáritun. Mál Nöru hefur verið sent til Mannréttindadómstólsins og standa vonir til þess að það verði tekið til umfjöllunar. Nara segist vona að málið veki athygli á stöðu kvenna, jafn vel í framsæknum löndum eins og Íslandi þar sem jafnrétti sé meira en víða annars staðar. „Í máli Nöru hefur heimilisofbeldi átt sér stað í fleiri mánuði áður en þetta gerist. Við viljum að dómskerfið taki í auknum mæli tillit til þess það sem gerðist í aðdragandanum. Ekki bara það sem gerðist á einu augnabliki, sem er tilfellið í hefðbundnari ofbeldismálum,“ er jafnframt haft eftir Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, lögmanni Nöru.
Ástralía Dómsmál Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13
Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50
Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30