Orkumarkaður fyrir neytendur Vilhjálmur Árnason skrifar 22. maí 2019 07:00 Hagkvæmt og skilvirkt viðskiptaumhverfi er grundvöllur efnahagslegrar velferðar hverrar þjóðar. Um raforkumarkað gilda sömu lögmál og gilda um aðra markaði; samkeppni leiðir af sér sterkari markað neytendum til hagsbóta, bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Nú stendur fyrir dyrum að renna enn styrkari stoðum undir samkeppnisumhverfi íslensks raforkumarkaðs með innleiðingu þriðja orkupakkans, en löggjöfin er í anda sameiginlegrar stefnu aðildarríkja EES-samningsins um mikilvægi markaðsbúskapar. Í aldarfjórðung hefur íslenskur almenningur og fyrirtæki notið góðs af EES-samningnum, samstarfi ESB og EFTA-ríkjanna. Samningurinn veitir Íslendingum aðgang að rúmlega 500 milljóna manna innri markaði ESB og á grundvelli fjórfrelsisins tryggir hann frjálst flæði vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagns. Samningurinn hefur á þessum tíma fært okkur frjáls og tollalaus viðskipti, leitt til aukinnar samkeppni samfélaginu til hagsbóta, hagvöxt og gert íslenskum almenningi kleift að velja sér búsetu innan svæðisins, stunda nám og einfaldað ferðalög. EES-samningurinn hefur stutt ríkulega við útflutning Íslendinga, en markaðurinn sem samningurinn tekur til er okkur Íslendingum sá allra mikilvægasti; til EES-ríkja beinum við 65 prósent allra milliríkjaviðskipta okkar. Innleiðing þriðja orkupakkans, sem hefur verið í meðförum Alþingis frá árinu 2010, í íslenskan landsrétt er Íslendingum til hagsbóta. Reglur hans leiða til aukinnar neytendaverndar og stuðla að aukinni samkeppni og jafnræði milli aðila, sem alla jafna stuðlar að lægra verði og betri þjónustu neytendum til handa. Þetta hafa dæmin sýnt, eins og innleiðing fjarskiptapakkans sem var leiddur í íslensk lög í gegnum EES-samstarfið. EES-samstarfið tekur ekki til eignarhalds og meðferðar auðlinda og það mun ekki breytast með innleiðingu þriðja orkupakkans. Ákvarðanir um ráðstöfun eða nýtingu jarðhitans, vatnsafls eða vindorku verða áfram alfarið hjá Íslendingum. Enginn tekur ákvörðun um lagningu sæstrengs nema íslensk stjórnvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun barist fyrir markaðshyggju og búið atvinnulífinu stöðugt umhverfi. Þess vegna styður Sjálfstæðisflokkurinn innleiðingu þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Vilhjálmur Árnason Þriðji orkupakkinn Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Hagkvæmt og skilvirkt viðskiptaumhverfi er grundvöllur efnahagslegrar velferðar hverrar þjóðar. Um raforkumarkað gilda sömu lögmál og gilda um aðra markaði; samkeppni leiðir af sér sterkari markað neytendum til hagsbóta, bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Nú stendur fyrir dyrum að renna enn styrkari stoðum undir samkeppnisumhverfi íslensks raforkumarkaðs með innleiðingu þriðja orkupakkans, en löggjöfin er í anda sameiginlegrar stefnu aðildarríkja EES-samningsins um mikilvægi markaðsbúskapar. Í aldarfjórðung hefur íslenskur almenningur og fyrirtæki notið góðs af EES-samningnum, samstarfi ESB og EFTA-ríkjanna. Samningurinn veitir Íslendingum aðgang að rúmlega 500 milljóna manna innri markaði ESB og á grundvelli fjórfrelsisins tryggir hann frjálst flæði vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagns. Samningurinn hefur á þessum tíma fært okkur frjáls og tollalaus viðskipti, leitt til aukinnar samkeppni samfélaginu til hagsbóta, hagvöxt og gert íslenskum almenningi kleift að velja sér búsetu innan svæðisins, stunda nám og einfaldað ferðalög. EES-samningurinn hefur stutt ríkulega við útflutning Íslendinga, en markaðurinn sem samningurinn tekur til er okkur Íslendingum sá allra mikilvægasti; til EES-ríkja beinum við 65 prósent allra milliríkjaviðskipta okkar. Innleiðing þriðja orkupakkans, sem hefur verið í meðförum Alþingis frá árinu 2010, í íslenskan landsrétt er Íslendingum til hagsbóta. Reglur hans leiða til aukinnar neytendaverndar og stuðla að aukinni samkeppni og jafnræði milli aðila, sem alla jafna stuðlar að lægra verði og betri þjónustu neytendum til handa. Þetta hafa dæmin sýnt, eins og innleiðing fjarskiptapakkans sem var leiddur í íslensk lög í gegnum EES-samstarfið. EES-samstarfið tekur ekki til eignarhalds og meðferðar auðlinda og það mun ekki breytast með innleiðingu þriðja orkupakkans. Ákvarðanir um ráðstöfun eða nýtingu jarðhitans, vatnsafls eða vindorku verða áfram alfarið hjá Íslendingum. Enginn tekur ákvörðun um lagningu sæstrengs nema íslensk stjórnvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun barist fyrir markaðshyggju og búið atvinnulífinu stöðugt umhverfi. Þess vegna styður Sjálfstæðisflokkurinn innleiðingu þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun