Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2019 21:11 Hljómsveitin KEiiNO frá Noregi vann símakosninguna í úrslitum Eurovision í ár en hafnaði að endingu í 5. sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð með. Getty/Guy Prives Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. Yfir tvö þúsund manns hafa skrifað undir söfnunina sem stofnað var til í kjölfar úrslita Eurovision á laugardag, þar sem Holland bar sigur úr býtum. Hollenski flytjandinn, Duncan Laurence, hlaut 231 stig frá dómnefndum og 261 úr símakosningu en stig dómnefndar og símakosning gilda til helminga.Sjá einnig: Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Úrslit keppninnar hefðu þó farið á annan veg ef aðeins er horft til símakosningarinnar. Þar varð norska framlagið hlutskarpast með 291 stig en hafnaði í fimmta sæti að viðbættum dómnefndastigum. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar rökstyðja einmitt afstöðu sína með örlögum Noregs. „Atkvæði dómara geta breytt uppröðun landanna algjörlega og það er mjög ósanngjarnt í ljósi þess að dómnefndirnar eru aðeins nokkrar manneskjur frá hverju landi. Atkvæði þjóðanna ættu að vera einu atkvæðin sem skipta máli.“Eurovision-sérfræðingurinn Per Andre Sundnes sagði í samtali við Mbl daginn eftir úrslit Eurovision að Norðmönnum fyndist þeir sviknir vegna dómnefndakerfisins. Þá hefði Ísland hafnað í sjötta sæti í keppninni en ekki því tíunda ef dómnefnda hefði ekki notið við. Framlag Íslands fékk 48 stig frá dómnefndum en 186 úr símakosningu. Þá var Hatari, fulltrúi Íslands í keppninni, efstur í símakosningu á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar en hafnaði að endingu í þriðja sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð saman við. Töluverðar breytingar hafa orðið á kosningakerfi Eurovision í gegnum tíðina en árin 2003-8 var aðeins notast við símakosningu, eftir að dómnefndir höfðu komið að stigagjöfinni frá stofnun keppninnar. Dómnefndakerfið var svo tekið upp að nýju árið 2009 en hefur síðan tekið nokkrum breytingum. Eurovision Tengdar fréttir Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. Yfir tvö þúsund manns hafa skrifað undir söfnunina sem stofnað var til í kjölfar úrslita Eurovision á laugardag, þar sem Holland bar sigur úr býtum. Hollenski flytjandinn, Duncan Laurence, hlaut 231 stig frá dómnefndum og 261 úr símakosningu en stig dómnefndar og símakosning gilda til helminga.Sjá einnig: Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Úrslit keppninnar hefðu þó farið á annan veg ef aðeins er horft til símakosningarinnar. Þar varð norska framlagið hlutskarpast með 291 stig en hafnaði í fimmta sæti að viðbættum dómnefndastigum. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar rökstyðja einmitt afstöðu sína með örlögum Noregs. „Atkvæði dómara geta breytt uppröðun landanna algjörlega og það er mjög ósanngjarnt í ljósi þess að dómnefndirnar eru aðeins nokkrar manneskjur frá hverju landi. Atkvæði þjóðanna ættu að vera einu atkvæðin sem skipta máli.“Eurovision-sérfræðingurinn Per Andre Sundnes sagði í samtali við Mbl daginn eftir úrslit Eurovision að Norðmönnum fyndist þeir sviknir vegna dómnefndakerfisins. Þá hefði Ísland hafnað í sjötta sæti í keppninni en ekki því tíunda ef dómnefnda hefði ekki notið við. Framlag Íslands fékk 48 stig frá dómnefndum en 186 úr símakosningu. Þá var Hatari, fulltrúi Íslands í keppninni, efstur í símakosningu á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar en hafnaði að endingu í þriðja sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð saman við. Töluverðar breytingar hafa orðið á kosningakerfi Eurovision í gegnum tíðina en árin 2003-8 var aðeins notast við símakosningu, eftir að dómnefndir höfðu komið að stigagjöfinni frá stofnun keppninnar. Dómnefndakerfið var svo tekið upp að nýju árið 2009 en hefur síðan tekið nokkrum breytingum.
Eurovision Tengdar fréttir Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02
Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36
Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08