Það endaði með því að Elliott var handjárnaður en þó ekki handtekinn. Á myndbandi frá TMZ má sjá Zeke á spjalli við konu og síðan rífast og ögra starfsfólki tónlistarhátíðarinnar. Í kjölfarið var hann járnaður.
Lögmaður Elliott segir að öryggisgæslan hafi lesið vitlaust í aðstæður og síðan brugðist vitlaust við því sem var í gangi.
Eliott yfirgaf svæðið eftir viðræður við yfirvöld og var mættur í fótboltabúðirnar sínar fyrir ungt fólk í Dallas um morguninn.