Vilja að lögmannafélagið skoði Almenna innheimtu Ari Brynjólfsson skrifar 21. maí 2019 06:00 Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. mynd/sigtryggur ari Neytendasamtökin hyggjast senda erindi á Lögmannafélag Íslands þar sem beðið er um að innheimtuaðgerðir Almennrar innheimtu verði skoðaðar. Almenn innheimta er í eigu lögmanns og lýtur því eftirliti lögmannafélagsins en ekki Fjármálaeftirlitsins. Almenn innheimta sér um innheimtu fyrir smálánafyrirtæki. Líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í vor eru fyrirtækin enn með fulla starfsemi í Danmörku þrátt fyrir að starfsemi þeirra sé bönnuð hér á landi. Hafa Neytendasamtökin hvatt þá sem skulda til að greiða aðeins höfuðstólinn en ekki vexti eða annan lántökukostnað þar sem þau gjöld eru ekki í samræmi við íslensk lög. „Sem dæmi erum við með konu sem tók 180.000 krónur í lán hjá smálánafyrirtæki. Það fór í innheimtu hjá Almennri innheimtu, hún hefur borgað 140 þúsund en skuldar enn tæpar 400 þúsund,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Konan hefur ítrekað beðið um sundurliðun á höfuðstólnum svo við getum séð hver lánsupphæðin var samkvæmt þeirra bókum enda eiga lántakar rétt á þessum upplýsingum.“ Neytendasamtökin, hafa staðið í miklu stappi við Almenna innheimtu. „Fólki virðist ómögulegt að fá yfirlit yfir skuldastöðuna þar sem raunverulegur höfuðstóll kemur fram,“ segir Brynhildur. Vísað sé á smálánafyrirtækin. Þeir sem svari í símann þar vísi á kröfuhafa en viðurkenni á sama tíma að þeir sem skuldi ættu að geta séð sundurliðun kröfunnar. „Þetta er grundvallaratriði því við höfum sagt fólki að greiða höfuðstólinn til baka en ekki vexti sem eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Þá lítum við það alvarlegum augum að fólki sé hótað með því að það sé sett á vanskilaskrá á sama tíma og innheimtuaðilinn virðist ekki sjálfur vita hver höfuðstóll kröfunnar er og svarar út og suður.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Neytendasamtökin hyggjast senda erindi á Lögmannafélag Íslands þar sem beðið er um að innheimtuaðgerðir Almennrar innheimtu verði skoðaðar. Almenn innheimta er í eigu lögmanns og lýtur því eftirliti lögmannafélagsins en ekki Fjármálaeftirlitsins. Almenn innheimta sér um innheimtu fyrir smálánafyrirtæki. Líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í vor eru fyrirtækin enn með fulla starfsemi í Danmörku þrátt fyrir að starfsemi þeirra sé bönnuð hér á landi. Hafa Neytendasamtökin hvatt þá sem skulda til að greiða aðeins höfuðstólinn en ekki vexti eða annan lántökukostnað þar sem þau gjöld eru ekki í samræmi við íslensk lög. „Sem dæmi erum við með konu sem tók 180.000 krónur í lán hjá smálánafyrirtæki. Það fór í innheimtu hjá Almennri innheimtu, hún hefur borgað 140 þúsund en skuldar enn tæpar 400 þúsund,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Konan hefur ítrekað beðið um sundurliðun á höfuðstólnum svo við getum séð hver lánsupphæðin var samkvæmt þeirra bókum enda eiga lántakar rétt á þessum upplýsingum.“ Neytendasamtökin, hafa staðið í miklu stappi við Almenna innheimtu. „Fólki virðist ómögulegt að fá yfirlit yfir skuldastöðuna þar sem raunverulegur höfuðstóll kemur fram,“ segir Brynhildur. Vísað sé á smálánafyrirtækin. Þeir sem svari í símann þar vísi á kröfuhafa en viðurkenni á sama tíma að þeir sem skuldi ættu að geta séð sundurliðun kröfunnar. „Þetta er grundvallaratriði því við höfum sagt fólki að greiða höfuðstólinn til baka en ekki vexti sem eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Þá lítum við það alvarlegum augum að fólki sé hótað með því að það sé sett á vanskilaskrá á sama tíma og innheimtuaðilinn virðist ekki sjálfur vita hver höfuðstóll kröfunnar er og svarar út og suður.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00