Losun frá stóriðju og flugi jókst í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2019 13:04 Icelandair og Wow air fengu flestar losunarheimildir í fyrra. Wow air gerði ekki upp heimildir sínar vegna gjaldþrots félagsins í lok mars. Vísir/Vilhelm Stóriðja og flugrekendur á Íslandi juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Losunin sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir jókst alls um 1,1% á milli 2017 og 2018. Fyrirtæki á Íslandi þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir tæplega milljón tonn af koltvísýringi til að mæta losun sinni í fyrra. Fimm flugrekendur á Íslandi losuðu 820.369 tonn af koltvísýringi í fyrra og var það 0,8% aukning frá árinu á undan. Sú tala nær þó aðeins til þeirrar losunar sem þeir stóðu fyrir innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) og fangar því ekki heildarlosun fyrirtækjanna sem fljúga sum hver til Norður-Ameríku, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Sjö iðnaðarfyrirtæki falla undir viðskiptakerfi ESB en losun þeirra nam 1.854.715 tonnum af koltvísýringi í fyrra og jókst hún um 1,26% á árinu áður. Með viðskiptakerfinu fá rekstraraðilar úthlutað tilteknum fjölda losunarheimilda endurgjaldslaust á hverju ári. Fyrirtæki á Íslandi sem falla undir kerfið fengu alls úthlutað 1.693.804 losunarheimildum upp á eitt tonn af koltvísýringi hver. Af þeim fengu flugrekendur 360.815 en aðrir rekstraraðilar 1.332.989. Losun frá flugi var þannig ríflega tvöfalt meiri en úthlutaðar heimildir. Flugrekendur á Íslandi þurftu því að kaupa 459.554 losunarheimildir í fyrra. Rekstraraðilar í iðnaði losuðu um 40% meira en endurgjaldslausar heimildir þeirra dugðu fyrir. Þeir keyptu því 521.726 heimildir. Alls var losun fyrirtækja á Íslandi um 58% meiri en endurgjaldslausar losunarheimildir ársins. Samtals keyptu þau 981.280 heimildir í fyrra. Viðskiptakerfið nær utan um 45% af losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins. Markmið þess er að árið 2020 verði losun í þeim geirum sem heyra undir það 21% minni en hún var árið 2005. Árið 2030 á hún að vera orðin 43% lægri. Því á að ná fram með að fækka endurgjaldslausum losunarheimildum á hverju ári.Umhverfisstofnun Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30 Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Ráðgera mikinn samdrátt í losun Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. 11. maí 2019 09:00 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Sjá meira
Stóriðja og flugrekendur á Íslandi juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Losunin sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir jókst alls um 1,1% á milli 2017 og 2018. Fyrirtæki á Íslandi þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir tæplega milljón tonn af koltvísýringi til að mæta losun sinni í fyrra. Fimm flugrekendur á Íslandi losuðu 820.369 tonn af koltvísýringi í fyrra og var það 0,8% aukning frá árinu á undan. Sú tala nær þó aðeins til þeirrar losunar sem þeir stóðu fyrir innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) og fangar því ekki heildarlosun fyrirtækjanna sem fljúga sum hver til Norður-Ameríku, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Sjö iðnaðarfyrirtæki falla undir viðskiptakerfi ESB en losun þeirra nam 1.854.715 tonnum af koltvísýringi í fyrra og jókst hún um 1,26% á árinu áður. Með viðskiptakerfinu fá rekstraraðilar úthlutað tilteknum fjölda losunarheimilda endurgjaldslaust á hverju ári. Fyrirtæki á Íslandi sem falla undir kerfið fengu alls úthlutað 1.693.804 losunarheimildum upp á eitt tonn af koltvísýringi hver. Af þeim fengu flugrekendur 360.815 en aðrir rekstraraðilar 1.332.989. Losun frá flugi var þannig ríflega tvöfalt meiri en úthlutaðar heimildir. Flugrekendur á Íslandi þurftu því að kaupa 459.554 losunarheimildir í fyrra. Rekstraraðilar í iðnaði losuðu um 40% meira en endurgjaldslausar heimildir þeirra dugðu fyrir. Þeir keyptu því 521.726 heimildir. Alls var losun fyrirtækja á Íslandi um 58% meiri en endurgjaldslausar losunarheimildir ársins. Samtals keyptu þau 981.280 heimildir í fyrra. Viðskiptakerfið nær utan um 45% af losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins. Markmið þess er að árið 2020 verði losun í þeim geirum sem heyra undir það 21% minni en hún var árið 2005. Árið 2030 á hún að vera orðin 43% lægri. Því á að ná fram með að fækka endurgjaldslausum losunarheimildum á hverju ári.Umhverfisstofnun
Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30 Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Ráðgera mikinn samdrátt í losun Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. 11. maí 2019 09:00 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Sjá meira
Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30
Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17
Ráðgera mikinn samdrátt í losun Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. 11. maí 2019 09:00