Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Birgir Olgeirsson skrifar 20. maí 2019 11:36 Páll Magnússon og Magnús Geir Þórðarson. Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu.Rætt var við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra RÚV í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann sagði að þetta uppátæki RÚV hefði ekki verið framkvæmt með vitneskju RÚV en forsvarsmenn Eurovision gerðu athugasemd við það að lokinni keppni. RÚV hefur þó ekki borist formleg athugasemd frá stjórnendum EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva. „Mér finnst það ólíklegt,“ svaraði Magnús Geir þegar hann var spurður hvort Íslandi yrði meinuð þátttaka á næsta ári. Hann sagði reglur keppninnar skýrar, pólitískar yfirlýsingar eru bannaðar og RÚV leggur upp með að fara eftir þeim reglum. Hann sagði hins vegar að flytjendur í keppninni væru listamenn og eitt og annað hafi gerst í gegnum tíðina sem hefur farið gegn reglum EBU, þar á meðal fánum af ýmsum veifað, og sagði Magnús til dæmis að norski hópurinn hefði veifa fána Sama í keppninni í ár.Undir lok útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda.mynd/Skjáskot af vef RÚVHann taldi ólíklegt að Ísland verði beitt einhverjum viðurlögum, mögulega muni berast einhverskonar formleg athugasemd frá EBU. Hann sagðist gríðarlega ánægður með framlag Íslands í ár. Það væri eitt það flottasta, ef ekki það flottasta, sem komið hefur frá Ísland. Um hefði verið að ræða listrænan gjörning sem gekk upp og framganga Hatara hafi verið virkilega flott í fjölmiðlum. Þeir fönguðu athygli og dönsuðu á línunni, sem sé krefjandi verkefni. Þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni ræddu við Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins í morgun, sem gegndi stöðu útvarpsstjóra á undan Magnúsi Geir. Páll sagði reglurnar skýrar og RÚV hafi undirgengist ákveðna skilmála ásamt Hatara um að fara eftir reglum EBU. Sagði Páll að stjórn EBU muni væntanlega líta svo á að Hatari hafi brotið reglur keppninnar með þessu uppátæki og að þeir hefðu verið í keppninni á ábyrgð RÚV. Hann sagði að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að svona lagað verði ekki liðið en síðan verður að koma í ljós í hverju það er fólgið. „Ég held að himinn og jörð myndi ekki farast ef við tökum ekki þátt í eitt skipti,“ sagði Páll. Bent var á að Ítalir hefðu dregið sig úr keppninni í nokkur ár vegna slaks gengis. „Og er ekki full ástæða fyrir okkur að fara í fýlu líka? Þátttaka okkar síðustu árin hefur ekki kallað á mörg húrra hóp,“ sagði Páll léttur. Hann taldi líklegt að EBU myndi framfylgja þessum reglum keppninnar með afgerandi hætti og að Ísland fari í leikbann, en tók fram að hann sé ekki með það á hreinu hvaða viðurlögum EBU getur beitt í þessu máli. Eurovision Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu.Rætt var við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra RÚV í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann sagði að þetta uppátæki RÚV hefði ekki verið framkvæmt með vitneskju RÚV en forsvarsmenn Eurovision gerðu athugasemd við það að lokinni keppni. RÚV hefur þó ekki borist formleg athugasemd frá stjórnendum EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva. „Mér finnst það ólíklegt,“ svaraði Magnús Geir þegar hann var spurður hvort Íslandi yrði meinuð þátttaka á næsta ári. Hann sagði reglur keppninnar skýrar, pólitískar yfirlýsingar eru bannaðar og RÚV leggur upp með að fara eftir þeim reglum. Hann sagði hins vegar að flytjendur í keppninni væru listamenn og eitt og annað hafi gerst í gegnum tíðina sem hefur farið gegn reglum EBU, þar á meðal fánum af ýmsum veifað, og sagði Magnús til dæmis að norski hópurinn hefði veifa fána Sama í keppninni í ár.Undir lok útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda.mynd/Skjáskot af vef RÚVHann taldi ólíklegt að Ísland verði beitt einhverjum viðurlögum, mögulega muni berast einhverskonar formleg athugasemd frá EBU. Hann sagðist gríðarlega ánægður með framlag Íslands í ár. Það væri eitt það flottasta, ef ekki það flottasta, sem komið hefur frá Ísland. Um hefði verið að ræða listrænan gjörning sem gekk upp og framganga Hatara hafi verið virkilega flott í fjölmiðlum. Þeir fönguðu athygli og dönsuðu á línunni, sem sé krefjandi verkefni. Þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni ræddu við Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins í morgun, sem gegndi stöðu útvarpsstjóra á undan Magnúsi Geir. Páll sagði reglurnar skýrar og RÚV hafi undirgengist ákveðna skilmála ásamt Hatara um að fara eftir reglum EBU. Sagði Páll að stjórn EBU muni væntanlega líta svo á að Hatari hafi brotið reglur keppninnar með þessu uppátæki og að þeir hefðu verið í keppninni á ábyrgð RÚV. Hann sagði að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að svona lagað verði ekki liðið en síðan verður að koma í ljós í hverju það er fólgið. „Ég held að himinn og jörð myndi ekki farast ef við tökum ekki þátt í eitt skipti,“ sagði Páll. Bent var á að Ítalir hefðu dregið sig úr keppninni í nokkur ár vegna slaks gengis. „Og er ekki full ástæða fyrir okkur að fara í fýlu líka? Þátttaka okkar síðustu árin hefur ekki kallað á mörg húrra hóp,“ sagði Páll léttur. Hann taldi líklegt að EBU myndi framfylgja þessum reglum keppninnar með afgerandi hætti og að Ísland fari í leikbann, en tók fram að hann sé ekki með það á hreinu hvaða viðurlögum EBU getur beitt í þessu máli.
Eurovision Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira