Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 14:49 Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. Getty/Chris Jackson Tónlistarmaðurinn Elton John, sem vissulega er frá Bretlandi, segist dauðskammast sín fyrir það hvernig bresk stjórnvöld hafa haldið á spöðunum allt frá upphafi Brexit-málsins. Hann segist nú titla sig sem Evrópubúa frekar en Breta. Hann kom djúpstæðri óánægju sinni á framfæri á tónleikum sem hann hélt í ítölsku borginni Veróna á miðvikudagskvöldið síðasta. „Ég skammast mín fyrir heimalandið mitt og það sem gengið hefur á. Þetta hefur sundrað fólki. Ég er kominn með dauðans ógeð af stjórnmálamönnum og sér í lagi þeim bresku. Ég er kominn með upp í kok af Brexit. Ég er Evrópubúi. Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elton John úthúðar breskum stjórnmálamönnum. Síðasta sumar sagði hann að spunameistarar hefðu logið að breskum almenningi, alveg frá upphafi málsins. „Þeim var lofað einhverju sem var með öllu fáránlegt og ekki í samræmi við efnahagslegan veruleika.“ Tónleikarnir í Veróna voru liður í síðasta tónleikaferðalagi Eltons John um heiminn. Tónlistarmaðurinn er með sjálfsævisögu í bígerð en hann stefnir að því að gefa út hið sjálfsævisögulega rit með haustinu. Rocketman, kvikmynd sem er byggð á ævi söngvarans, er þegar komin í kvikmyndahús en hún fjallar um tímabilið þegar hann braust til frægðar og glímu hans við fíknina. Bretland Brexit Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00 Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29 Elton John á tónleika sama dag og bikarúrslitaleikurinn fer fram Sir Elton John á að spila á tónleikum sama dag og hans ástkæra Watford leikur til úrslita í ensku bikarkeppninni. 10. apríl 2019 12:30 Stikla úr nýrri mynd um Elton John birt Stikla úr nýrri mynd um líf söngvarans litríka, Elton John, var gefin út í dag. Myndin mun bera heitið Rocketman. 1. október 2018 18:28 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Elton John, sem vissulega er frá Bretlandi, segist dauðskammast sín fyrir það hvernig bresk stjórnvöld hafa haldið á spöðunum allt frá upphafi Brexit-málsins. Hann segist nú titla sig sem Evrópubúa frekar en Breta. Hann kom djúpstæðri óánægju sinni á framfæri á tónleikum sem hann hélt í ítölsku borginni Veróna á miðvikudagskvöldið síðasta. „Ég skammast mín fyrir heimalandið mitt og það sem gengið hefur á. Þetta hefur sundrað fólki. Ég er kominn með dauðans ógeð af stjórnmálamönnum og sér í lagi þeim bresku. Ég er kominn með upp í kok af Brexit. Ég er Evrópubúi. Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elton John úthúðar breskum stjórnmálamönnum. Síðasta sumar sagði hann að spunameistarar hefðu logið að breskum almenningi, alveg frá upphafi málsins. „Þeim var lofað einhverju sem var með öllu fáránlegt og ekki í samræmi við efnahagslegan veruleika.“ Tónleikarnir í Veróna voru liður í síðasta tónleikaferðalagi Eltons John um heiminn. Tónlistarmaðurinn er með sjálfsævisögu í bígerð en hann stefnir að því að gefa út hið sjálfsævisögulega rit með haustinu. Rocketman, kvikmynd sem er byggð á ævi söngvarans, er þegar komin í kvikmyndahús en hún fjallar um tímabilið þegar hann braust til frægðar og glímu hans við fíknina.
Bretland Brexit Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00 Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29 Elton John á tónleika sama dag og bikarúrslitaleikurinn fer fram Sir Elton John á að spila á tónleikum sama dag og hans ástkæra Watford leikur til úrslita í ensku bikarkeppninni. 10. apríl 2019 12:30 Stikla úr nýrri mynd um Elton John birt Stikla úr nýrri mynd um líf söngvarans litríka, Elton John, var gefin út í dag. Myndin mun bera heitið Rocketman. 1. október 2018 18:28 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00
Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29
Elton John á tónleika sama dag og bikarúrslitaleikurinn fer fram Sir Elton John á að spila á tónleikum sama dag og hans ástkæra Watford leikur til úrslita í ensku bikarkeppninni. 10. apríl 2019 12:30
Stikla úr nýrri mynd um Elton John birt Stikla úr nýrri mynd um líf söngvarans litríka, Elton John, var gefin út í dag. Myndin mun bera heitið Rocketman. 1. október 2018 18:28