Krefst tíu milljóna í bætur frá ríkinu eftir frelsissviptingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2019 11:08 Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamálið. Hann var sakborningur í 19 mánuði en sætti ekki ákæru. Steinbergur Finnbogason lögmaður krefst tíu milljóna króna í bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar sem hann sætti í febrúar 2016. Hann var þá boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu sem verjandi karlmanns í farsakenndu fjársvikamáli. Hann var handtekinn við komuna þangað og sat í gæsluvarðhaldi, að hluta í einangrun, í rúma þrjá daga.RÚV greinir frá stefnu Steinbergsen Vísir fjallaði um málið sem hann var talinn tengjast í síðustu viku. Þá voru dómar þyngdir yfir tveimur íslenskum karlmönnum og íslenskri konu en fjársvikamálið teygði anga sína út fyrir landsteinanna, til Hong Kong, Suður-Kóreu og Ítalíu. Auk þremenninganna var Nígeríumaður ákærður í málinu en Landsréttur staðfesti dóm yfir honum úr héraði. Steinbergur var fenginn til að gæta hagsmuna eins hinna dæmdu en endaði á að dúsa bak við lás og slá í á fjórða sólarhring. Var fjallað um aðild hans að málinu í fjölmiðlum enda þótti tíðindum sæta að lögmaður, sem gætti hagsmuna annars grunaðs, væri sjálfur talinn eiga aðild að málinu. Steinbergur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu og ærumissi sem hafi fylgt því að vera með réttarstöðu sakbornins í 19 mánuði. Nefnir hann sálrænt áfall við aðgerðirnar og að hafa glímt við áfallastreituröskun. Þá krefst hann fimm milljóna í skaðabætur fyrir atvinnumissi. Bæði á meðan hann sat inni og svo hafi hann verið óvinnufær í viku á eftir. Jafnframt hafi störfum hans sem verjandi fækkað mikið eftir málið og sem dæmi hafi honum ekki verið úthlutað einu þrotabúi frá héraðsdómi. Íslenska ríkið hefur þegar boðið honum 800 þúsund krónur í sáttargreiðslu en Steinbergur hafnaði boðinu. Málið verður þingfest í næstu viku.Steinbergur skrifaði harðorða grein í Fréttablaðið eftir að málið kom upp. Þar gagnrýndi hann fjölmiðla fyrir umfjöllun um málið. „Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum.“ Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15 „Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Steinbergur Finnbogason lögmaður krefst tíu milljóna króna í bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar sem hann sætti í febrúar 2016. Hann var þá boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu sem verjandi karlmanns í farsakenndu fjársvikamáli. Hann var handtekinn við komuna þangað og sat í gæsluvarðhaldi, að hluta í einangrun, í rúma þrjá daga.RÚV greinir frá stefnu Steinbergsen Vísir fjallaði um málið sem hann var talinn tengjast í síðustu viku. Þá voru dómar þyngdir yfir tveimur íslenskum karlmönnum og íslenskri konu en fjársvikamálið teygði anga sína út fyrir landsteinanna, til Hong Kong, Suður-Kóreu og Ítalíu. Auk þremenninganna var Nígeríumaður ákærður í málinu en Landsréttur staðfesti dóm yfir honum úr héraði. Steinbergur var fenginn til að gæta hagsmuna eins hinna dæmdu en endaði á að dúsa bak við lás og slá í á fjórða sólarhring. Var fjallað um aðild hans að málinu í fjölmiðlum enda þótti tíðindum sæta að lögmaður, sem gætti hagsmuna annars grunaðs, væri sjálfur talinn eiga aðild að málinu. Steinbergur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu og ærumissi sem hafi fylgt því að vera með réttarstöðu sakbornins í 19 mánuði. Nefnir hann sálrænt áfall við aðgerðirnar og að hafa glímt við áfallastreituröskun. Þá krefst hann fimm milljóna í skaðabætur fyrir atvinnumissi. Bæði á meðan hann sat inni og svo hafi hann verið óvinnufær í viku á eftir. Jafnframt hafi störfum hans sem verjandi fækkað mikið eftir málið og sem dæmi hafi honum ekki verið úthlutað einu þrotabúi frá héraðsdómi. Íslenska ríkið hefur þegar boðið honum 800 þúsund krónur í sáttargreiðslu en Steinbergur hafnaði boðinu. Málið verður þingfest í næstu viku.Steinbergur skrifaði harðorða grein í Fréttablaðið eftir að málið kom upp. Þar gagnrýndi hann fjölmiðla fyrir umfjöllun um málið. „Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum.“
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15 „Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15
„Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59