Smáliðinu frá Bergamo tókst að skáka stóru liðunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. maí 2019 17:00 Leikmenn Atalanta fagna sætinu í Meistaradeildinni með Getty/Alessandro Sabattini Atalanta leikur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla á næsta tímabili. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið frá Bergamo kemst í Meistaradeildina en liðið náði þeim áfanga með því að leika leiftrandi sóknarbolta. Það gerist ekki oft í nútíma knattspyrnu að litla liðið komist upp með að stríða stórveldunum sem hafa úr mestu að moða. Slík lið eru yfirleitt það vel samsett að minni lið deildarinnar eiga lítinn möguleika á að gera atlögu að krúnunni og öllum þeim fríðindum sem tengjast því að vinna meistaratitla. Þótt Atalanta frá smábænum Bergamo hafi ekki tekist að skáka hinu ógnarsterka liði Juventus af stalli, sem er og verður í sérflokki þar í landi með átta meistaratitla í röð, tókst Atalanta sem greiðir aðeins brotabrot af því sem þekkist í nútíma knattspyrnu til leikmanna í laun að ná þriðja sætinu í ítölsku deildinni á undan Mílanó-liðunum AC og Inter Milan, Rómar-liðunum Lazio og Roma og öllum hinum. Þjálfarinn á bak við afrek Atalanta, Gian Piero Gasperini, var á barmi þess að vera rekinn frá félaginu eftir nokkra mánuði í starfi þegar Atalanta virtist stefna á fallbaráttu fyrir þremur árum en honum tókst að snúa gengi liðsins við og 69 stig í næstu 33 leikjum komu Atalanta í Evrópukeppni. Ekki tókst að fylgja þeim árangri eftir í fyrra þegar sjöunda sæti þurfti að duga en á þessu tímabili tókst honum að finna formúlu sem virkaði. Með Kólumbíumanninn Duván Zapata fremstan í þriggja manna sóknarlínunni sem Gasperini vill notast við, sem skilaði alls 28 mörkum í öllum keppnum, náði Atalanta þriðja sætinu og með því þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hvorki Juventus (70) né Napoli (74) skoruðu fleiri mörk en Atalanta (77) í deildinni þótt varnarleikurinn hafi oft fengið að líða fyrir það. Frá stofnun Atalanta hefur félagið lengst af dvalið í efstu deild með reglulegum heimsóknum í aðra deild og einu ári í þriðju deild en ferilskrá félagsins er ekki merkileg. Einn bikartitill fyrir 56 árum sem skilaði liðinu í Evrópukeppni bikarhafa og fjórar tilraunir í Evrópudeildinni en nú fá bæjarbúar Bergamo að sjá sína menn kljást við þá bestu. Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Atalanta leikur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla á næsta tímabili. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið frá Bergamo kemst í Meistaradeildina en liðið náði þeim áfanga með því að leika leiftrandi sóknarbolta. Það gerist ekki oft í nútíma knattspyrnu að litla liðið komist upp með að stríða stórveldunum sem hafa úr mestu að moða. Slík lið eru yfirleitt það vel samsett að minni lið deildarinnar eiga lítinn möguleika á að gera atlögu að krúnunni og öllum þeim fríðindum sem tengjast því að vinna meistaratitla. Þótt Atalanta frá smábænum Bergamo hafi ekki tekist að skáka hinu ógnarsterka liði Juventus af stalli, sem er og verður í sérflokki þar í landi með átta meistaratitla í röð, tókst Atalanta sem greiðir aðeins brotabrot af því sem þekkist í nútíma knattspyrnu til leikmanna í laun að ná þriðja sætinu í ítölsku deildinni á undan Mílanó-liðunum AC og Inter Milan, Rómar-liðunum Lazio og Roma og öllum hinum. Þjálfarinn á bak við afrek Atalanta, Gian Piero Gasperini, var á barmi þess að vera rekinn frá félaginu eftir nokkra mánuði í starfi þegar Atalanta virtist stefna á fallbaráttu fyrir þremur árum en honum tókst að snúa gengi liðsins við og 69 stig í næstu 33 leikjum komu Atalanta í Evrópukeppni. Ekki tókst að fylgja þeim árangri eftir í fyrra þegar sjöunda sæti þurfti að duga en á þessu tímabili tókst honum að finna formúlu sem virkaði. Með Kólumbíumanninn Duván Zapata fremstan í þriggja manna sóknarlínunni sem Gasperini vill notast við, sem skilaði alls 28 mörkum í öllum keppnum, náði Atalanta þriðja sætinu og með því þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hvorki Juventus (70) né Napoli (74) skoruðu fleiri mörk en Atalanta (77) í deildinni þótt varnarleikurinn hafi oft fengið að líða fyrir það. Frá stofnun Atalanta hefur félagið lengst af dvalið í efstu deild með reglulegum heimsóknum í aðra deild og einu ári í þriðju deild en ferilskrá félagsins er ekki merkileg. Einn bikartitill fyrir 56 árum sem skilaði liðinu í Evrópukeppni bikarhafa og fjórar tilraunir í Evrópudeildinni en nú fá bæjarbúar Bergamo að sjá sína menn kljást við þá bestu.
Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira