Á Twitter síðu sinni segir hann að frá og með tíunda júní verði fimm prósenta flatur tollur settur á allar mexíkóskar vörur og á hann að vera í gildi uns ólöglegir innflytjendur hætta að koma inn í landið.
On June 10th, the United States will impose a 5% Tariff on all goods coming into our Country from Mexico, until such time as illegal migrants coming through Mexico, and into our Country, STOP. The Tariff will gradually increase until the Illegal Immigration problem is remedied,..
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 30, 2019
Helsti erindreki Mexíkó í Bandaríkjunum, Jesus Seade, segir að slíkir tollar muni hafa hræðilegar afleiðingar fyrir mexíkóskt efnahagslíf. Mexíkó er stórframleiðandi á landbúnaðarvörum sem fluttar eru yfir landamærin en einnig afkastamikill framleiðandi fyrir fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki.