Erlent

Telja sig hafa fundið lík göngumanns sem hvarf á Hawaii

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Hawaii
Frá Hawaii Getty/Dea G. Sioen
Yfirvöld á eyjunni Maui í Hawaii telja sig hafa fundið lík göngumanns sem talið er að hafi horfið við göngu á afskekktum stað fyrir tíu dögum síðan.

AP greinir frá.

Talsmaður lögreglunnar á Maui, sagði í yfirlýsingu að leitarsveit í þyrlu hafi komið auga á lík við hlið 121 metra hárra fjallshlíðar og er maðurinn, sem talinn er vera hinn 35 ára gamli Noah Mina, talinn hafa fallið niður hlíðina. Ekki var hægt að nálgast svæðið, þar sem líkið fannst, nema með þyrlu.

Lík mannsins fannst einungis örfáum dögum frá því að göngukonan Amanda Eller fannst eftir að hafa villst og ráfað um Maui í tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×