Sterkt viðskiptasamband Liam Fox skrifar 30. maí 2019 07:45 Það var mér mikil ánægja að þiggja boð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um að sækja Ísland heim fyrr í þessum mánuði. Heimsóknin veitti mér tækifæri til að styrkja enn frekar þau sterku viðskiptatengsl sem eru á milli Bretlands og Íslands, einn lykilþáttinn í okkar mjög svo mikilvæga sambandi. Ísland hefur verið einn af okkar nánustu samstarfsaðilum í undirbúningnum fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Það hefur komið skýrt fram í samtölum okkar að ríkisstjórnir beggja landa vilja koma auga á og grípa þau tækifæri sem Brexit getur skapað. Þessi sameiginlega jákvæðni og velvilji sannfærir mig um það að þetta frábæra samstarf sem við eigum við Ísland muni halda áfram löngu eftir útgöngu okkar úr Evrópusambandinu. Í hugum flestra Breta snúast viðskipti við Ísland mest um fisk. Breskir „fish and chips“-staðir treysta á íslenskan fisk. Útflutningur á fiski til Bretlands er augljóslega mjög mikilvægur fyrir Ísland, en það á einnig við um þá 5.000 starfsmenn í Norðaustur-Englandi og víðar í Bretlandi, hverra störf eru háð þessum innflutningi. En það sem einnig kom á óvart í heimsókn minni var að sjá allan þann fjölbreytileika sem er í fjárfestingum íslenskra aðila í hátæknigeiranum í Bretlandi. Þetta á sérstaklega við um okkar framsæknu fjármálaþjónustu, framleiðslutækni, tölvuleikja- og gervilimatækni, en fjárfestinga Íslendinga gætir líka á sviðum eins og innviðum og fasteignum. Ég upplifði sjálfur það mikla traust sem íslenskir fjárfestar hafa á Bretlandi og þeirra trú á því að Bretland sé einn af mest aðlaðandi mörkuðum í heiminum. Þetta endurspeglar styrk bresks hagkerfis og hversu auðvelt það er að stunda þar viðskipti. Bretland er í fyrsta sæti yfir staði fyrir beina erlenda fjárfestingu í Evrópu, og var í því þriðja í heiminum í fyrra, næst á eftir Kína og Bandaríkjunum. Bretland laðaði til sín áhættufjárfestingu fyrir 6,3 milljarða sterlingspunda, andvirði tæplega 1.000 milljarða króna, meira en nokkurt annað land í Evrópu. Og það er ekki einungis vöxtur í fjárfestingum í tæknigeiranum. Bein erlend fjárfesting í Bretlandi jókst um 20% árið 2018, á sama tíma og hún minnkaði um 19% á heimsvísu og 73% í Evrópu, samkvæmt mati Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar (UNCTAD). Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið jafn lítið í 46 ár. Seðlabankinn breytti nýverið hagvaxtarspá sinni fyrir Bretland í ár úr 1,2% í 1,5%, sem er hærra en á evrusvæðinu og í Þýskalandi. Á síðasta fjárhagsári var sett nýtt met í útflutningi á breskri vöru og þjónustu, eða fyrir 640 milljarða punda, sem samsvarar um 100.000 milljörðum íslenskra króna. Mig langar að sjá fleiri íslensk fyrirtæki nýta sér þau tækifæri sem í boði eru í Bretlandi. Ég sé einnig frekari tækifæri á Íslandi fyrir breska sérþekkingu, og þá sérstaklega í stórum verkefnum í sviði innviða, svo sem stækkun flugvallarins, nýja Landspítalanum, þróun miðborgar Reykjavíkur, húsnæðismálum og fyrirhuguðum endurbótum á þjóðarleikvanginum. Það eru einnig tækifæri fyrir fjármálafyrirtæki, á sviði netöryggis og tækni á sviði heilbrigðisvísinda. Breska sendiráðið í Reykjavík getur aðstoðað við að tengja saman íslensk fyrirtæki og breska þekkingu og breska birgja á heimsmælikvarða. Ég er sannfærður um að sameiginlegur skilningur okkar á mikilvægi þess að stuðla að frjálsum viðskiptum og vaxandi bein tengsl þjóða okkar í gegnum allan þann fjölda af Bretum og Íslendingum sem heimsækja, vinna og stunda nám í löndum hvorra annarra, muni tryggja að tvíhliða samband þjóðanna geti aðeins orðið sterkara á komandi árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mér mikil ánægja að þiggja boð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um að sækja Ísland heim fyrr í þessum mánuði. Heimsóknin veitti mér tækifæri til að styrkja enn frekar þau sterku viðskiptatengsl sem eru á milli Bretlands og Íslands, einn lykilþáttinn í okkar mjög svo mikilvæga sambandi. Ísland hefur verið einn af okkar nánustu samstarfsaðilum í undirbúningnum fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Það hefur komið skýrt fram í samtölum okkar að ríkisstjórnir beggja landa vilja koma auga á og grípa þau tækifæri sem Brexit getur skapað. Þessi sameiginlega jákvæðni og velvilji sannfærir mig um það að þetta frábæra samstarf sem við eigum við Ísland muni halda áfram löngu eftir útgöngu okkar úr Evrópusambandinu. Í hugum flestra Breta snúast viðskipti við Ísland mest um fisk. Breskir „fish and chips“-staðir treysta á íslenskan fisk. Útflutningur á fiski til Bretlands er augljóslega mjög mikilvægur fyrir Ísland, en það á einnig við um þá 5.000 starfsmenn í Norðaustur-Englandi og víðar í Bretlandi, hverra störf eru háð þessum innflutningi. En það sem einnig kom á óvart í heimsókn minni var að sjá allan þann fjölbreytileika sem er í fjárfestingum íslenskra aðila í hátæknigeiranum í Bretlandi. Þetta á sérstaklega við um okkar framsæknu fjármálaþjónustu, framleiðslutækni, tölvuleikja- og gervilimatækni, en fjárfestinga Íslendinga gætir líka á sviðum eins og innviðum og fasteignum. Ég upplifði sjálfur það mikla traust sem íslenskir fjárfestar hafa á Bretlandi og þeirra trú á því að Bretland sé einn af mest aðlaðandi mörkuðum í heiminum. Þetta endurspeglar styrk bresks hagkerfis og hversu auðvelt það er að stunda þar viðskipti. Bretland er í fyrsta sæti yfir staði fyrir beina erlenda fjárfestingu í Evrópu, og var í því þriðja í heiminum í fyrra, næst á eftir Kína og Bandaríkjunum. Bretland laðaði til sín áhættufjárfestingu fyrir 6,3 milljarða sterlingspunda, andvirði tæplega 1.000 milljarða króna, meira en nokkurt annað land í Evrópu. Og það er ekki einungis vöxtur í fjárfestingum í tæknigeiranum. Bein erlend fjárfesting í Bretlandi jókst um 20% árið 2018, á sama tíma og hún minnkaði um 19% á heimsvísu og 73% í Evrópu, samkvæmt mati Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar (UNCTAD). Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið jafn lítið í 46 ár. Seðlabankinn breytti nýverið hagvaxtarspá sinni fyrir Bretland í ár úr 1,2% í 1,5%, sem er hærra en á evrusvæðinu og í Þýskalandi. Á síðasta fjárhagsári var sett nýtt met í útflutningi á breskri vöru og þjónustu, eða fyrir 640 milljarða punda, sem samsvarar um 100.000 milljörðum íslenskra króna. Mig langar að sjá fleiri íslensk fyrirtæki nýta sér þau tækifæri sem í boði eru í Bretlandi. Ég sé einnig frekari tækifæri á Íslandi fyrir breska sérþekkingu, og þá sérstaklega í stórum verkefnum í sviði innviða, svo sem stækkun flugvallarins, nýja Landspítalanum, þróun miðborgar Reykjavíkur, húsnæðismálum og fyrirhuguðum endurbótum á þjóðarleikvanginum. Það eru einnig tækifæri fyrir fjármálafyrirtæki, á sviði netöryggis og tækni á sviði heilbrigðisvísinda. Breska sendiráðið í Reykjavík getur aðstoðað við að tengja saman íslensk fyrirtæki og breska þekkingu og breska birgja á heimsmælikvarða. Ég er sannfærður um að sameiginlegur skilningur okkar á mikilvægi þess að stuðla að frjálsum viðskiptum og vaxandi bein tengsl þjóða okkar í gegnum allan þann fjölda af Bretum og Íslendingum sem heimsækja, vinna og stunda nám í löndum hvorra annarra, muni tryggja að tvíhliða samband þjóðanna geti aðeins orðið sterkara á komandi árum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun