Engin skilyrði, engin gögn Þorvaldur Gylfason skrifar 30. maí 2019 06:00 Reykjavík – Nú er hún loksins komin fyrir augu almennings skýrslan sem Seðlabanki Íslands tók sér tíu og hálft ár til að skila um lánveitingu bankans til Kaupþings 6. október 2008. Tímasetningin er söguleg. Hafi lánveitingin varðað við lög fyrndist meint sök 6. október 2018 þar eð málið var ekki sett í rannsókn. Bankaráði Seðlabankans ber skv. lögum að hafa eftirlit með því að bankinn starfi í samræmi við lög. Bankaráðinu bar því að biðja um opinbera rannsókn á Kaupþingsláninu. Bankaráðið gerði það ekki þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Fundargerðum ráðsins er haldið leyndum. Engar upplýsingar … Skýrsla Seðlabankans um Kaupþingslánið er um 50 bls. að lengd en aðeins fimm síðum er varið í kjarna málsins, sjálfa lánveitinguna. Meginefni skýrslunnar er sjálfsvörn bankans gegn vafasömum aðfinnslum í þá veru að það sé nýrri stjórn bankans eftir hrun að kenna að veðið að baki láninu dugði ekki nema fyrir endurheimt fjárins til hálfs. Í skýrslunni segir (bls. 8 og 10): „Í Seðlabankanum finnast engin gögn sem túlka má sem lánsbeiðni frá Kaupþingi, þar sem fram koma óskir um lánsfjárhæð, lánstíma og önnur lánskjör ásamt upplýsingum um það hvernig nýta ætti lánsféð ... Ekki var … gerð skrifleg bankastjórnarsamþykkt um lánveitinguna. … Til stóð að ganga frá lánssamningi í beinu framhaldi af undirritun veðyfirlýsingarinnar en vegna þeirrar atburðarásar sem hófst með setningu neyðarlaganna síðar þennan sama dag varð aldrei af því. … Af hálfu Seðlabankans voru Kaupþingi engin skilyrði sett fyrir ráðstöfun lánsfjárhæðarinnar. ... Í Seðlabankanum var engar upplýsingar að finna um ráðstöfun lánsfjárins.“ Og bankastjórinn fv. heyrist segja í símann: „Ég býst við því að við fáum ekki þessa peninga til baka.“ „Engin lög voru brotin,“ segir nv. bankastjóri um málið nú. Betur hefði farið á að láta dómstóla skera úr um þann þátt málsins frekar en eftirmann meints sakbornings. … og ekkert Rússagull Lánið til Kaupþings nam 500 milljónum evra. Daginn eftir, 7. október 2008, birti Seðlabankinn svohljóðandi frétt: „Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, tilkynnti formanni bankastjórnar Seðlabankans í morgun að staðfest hefði verið að Rússland myndi veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra. … Putin forsætisráðherra Rússlands hefur staðfest þessa ákvörðun.“ Af þessu varð þó ekki. Í skýrslu Seðlabankans kemur ekkert nýtt fram um ráðstöfun lánsfjárins. Fjölmiðlar og dómstólar höfðu áður upplýst að sama dag og Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra rann þriðjungur fjárins beint til Tortólu. Nánar tiltekið veitti Kaupþing félagi í hlutaeigu eins eigenda bankans lán að upphæð 171 milljón evra og veitti daginn eftir tvö önnur lán, samtals 50 milljónir evra, til tveggja félaga í hliðstæðri eigu (síðara málið er enn fyrir dómstólum). Ekki verður séð að Kaupþing hafi þurft að veita félögum eigenda sinna þessi lán í boði Seðlabankans til að halda velli enda féll Kaupþing þrem dögum síðar. Ekki verður heldur séð að Seðlabankinn telji neitt athugavert við þessar lánveitingar eða annan mokstur út úr bönkunum í miðju hruni. Seðlabankinn á einnig eftir að svara því hvers vegna hann hefur vanrækt að heimta upprunavottorð af þeim sem hafa flutt fé til Íslands á vildarkjörum eftir hrun. Seðlabankinn og FME Sinnuleysi Seðlabankans frammi fyrir lögbrotum í bankakerfinu er áhyggjuefni m.a. vegna þess að ítrekaðar tilraunir bankans til að sölsa undir sig Fjármálaeftirlitið virðast nú vera í þann veginn að takast. Hefði FME sent nær 80 mál til sérstaks saksóknara eftir hrun hefði eftirlitið verið deild í Seðlabankanum? Ekki virðist það líklegt. Væntanlegri innlimun FME í Seðlabankann virðist m.a. ætlað að koma allri meðvirkni með brokkgengum bankamönnum fyrir á einum öruggum stað. Sinnuleysið gagnvart lögbrotum snertir Seðlabankann sjálfan. Einn hrunbankastjóranna þriggja sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga er kominn aftur til starfa í bankanum. Hátt settur starfsmaður bankans viðurkenndi fyrir sérstökum saksóknara 2012 að hafa rofið trúnað 2008. Brotið var talið hafa fyrnzt 2010. Hinn brotlegi virðist ekki hafa fengið meira tiltal innan bankans en svo að hann er nú meðal umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra. Fróðlegt verður að sjá hvernig hæfnisnefnd fjallar um umsókn hans og annarra. Maður veit aldrei … Fróðlegt verður einnig að sjá hvernig forsætisráðherra fer með umsagnir hæfnisnefndarinnar. Rifjast nú upp fleyg ummæli þv. ráðherra um prýðilegan umsækjanda um dómarastarf í Hæstarétti: „Nei, hann gengur ekki, maður veit aldrei hvar maður hefur hann.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Nú er hún loksins komin fyrir augu almennings skýrslan sem Seðlabanki Íslands tók sér tíu og hálft ár til að skila um lánveitingu bankans til Kaupþings 6. október 2008. Tímasetningin er söguleg. Hafi lánveitingin varðað við lög fyrndist meint sök 6. október 2018 þar eð málið var ekki sett í rannsókn. Bankaráði Seðlabankans ber skv. lögum að hafa eftirlit með því að bankinn starfi í samræmi við lög. Bankaráðinu bar því að biðja um opinbera rannsókn á Kaupþingsláninu. Bankaráðið gerði það ekki þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Fundargerðum ráðsins er haldið leyndum. Engar upplýsingar … Skýrsla Seðlabankans um Kaupþingslánið er um 50 bls. að lengd en aðeins fimm síðum er varið í kjarna málsins, sjálfa lánveitinguna. Meginefni skýrslunnar er sjálfsvörn bankans gegn vafasömum aðfinnslum í þá veru að það sé nýrri stjórn bankans eftir hrun að kenna að veðið að baki láninu dugði ekki nema fyrir endurheimt fjárins til hálfs. Í skýrslunni segir (bls. 8 og 10): „Í Seðlabankanum finnast engin gögn sem túlka má sem lánsbeiðni frá Kaupþingi, þar sem fram koma óskir um lánsfjárhæð, lánstíma og önnur lánskjör ásamt upplýsingum um það hvernig nýta ætti lánsféð ... Ekki var … gerð skrifleg bankastjórnarsamþykkt um lánveitinguna. … Til stóð að ganga frá lánssamningi í beinu framhaldi af undirritun veðyfirlýsingarinnar en vegna þeirrar atburðarásar sem hófst með setningu neyðarlaganna síðar þennan sama dag varð aldrei af því. … Af hálfu Seðlabankans voru Kaupþingi engin skilyrði sett fyrir ráðstöfun lánsfjárhæðarinnar. ... Í Seðlabankanum var engar upplýsingar að finna um ráðstöfun lánsfjárins.“ Og bankastjórinn fv. heyrist segja í símann: „Ég býst við því að við fáum ekki þessa peninga til baka.“ „Engin lög voru brotin,“ segir nv. bankastjóri um málið nú. Betur hefði farið á að láta dómstóla skera úr um þann þátt málsins frekar en eftirmann meints sakbornings. … og ekkert Rússagull Lánið til Kaupþings nam 500 milljónum evra. Daginn eftir, 7. október 2008, birti Seðlabankinn svohljóðandi frétt: „Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, tilkynnti formanni bankastjórnar Seðlabankans í morgun að staðfest hefði verið að Rússland myndi veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra. … Putin forsætisráðherra Rússlands hefur staðfest þessa ákvörðun.“ Af þessu varð þó ekki. Í skýrslu Seðlabankans kemur ekkert nýtt fram um ráðstöfun lánsfjárins. Fjölmiðlar og dómstólar höfðu áður upplýst að sama dag og Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra rann þriðjungur fjárins beint til Tortólu. Nánar tiltekið veitti Kaupþing félagi í hlutaeigu eins eigenda bankans lán að upphæð 171 milljón evra og veitti daginn eftir tvö önnur lán, samtals 50 milljónir evra, til tveggja félaga í hliðstæðri eigu (síðara málið er enn fyrir dómstólum). Ekki verður séð að Kaupþing hafi þurft að veita félögum eigenda sinna þessi lán í boði Seðlabankans til að halda velli enda féll Kaupþing þrem dögum síðar. Ekki verður heldur séð að Seðlabankinn telji neitt athugavert við þessar lánveitingar eða annan mokstur út úr bönkunum í miðju hruni. Seðlabankinn á einnig eftir að svara því hvers vegna hann hefur vanrækt að heimta upprunavottorð af þeim sem hafa flutt fé til Íslands á vildarkjörum eftir hrun. Seðlabankinn og FME Sinnuleysi Seðlabankans frammi fyrir lögbrotum í bankakerfinu er áhyggjuefni m.a. vegna þess að ítrekaðar tilraunir bankans til að sölsa undir sig Fjármálaeftirlitið virðast nú vera í þann veginn að takast. Hefði FME sent nær 80 mál til sérstaks saksóknara eftir hrun hefði eftirlitið verið deild í Seðlabankanum? Ekki virðist það líklegt. Væntanlegri innlimun FME í Seðlabankann virðist m.a. ætlað að koma allri meðvirkni með brokkgengum bankamönnum fyrir á einum öruggum stað. Sinnuleysið gagnvart lögbrotum snertir Seðlabankann sjálfan. Einn hrunbankastjóranna þriggja sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga er kominn aftur til starfa í bankanum. Hátt settur starfsmaður bankans viðurkenndi fyrir sérstökum saksóknara 2012 að hafa rofið trúnað 2008. Brotið var talið hafa fyrnzt 2010. Hinn brotlegi virðist ekki hafa fengið meira tiltal innan bankans en svo að hann er nú meðal umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra. Fróðlegt verður að sjá hvernig hæfnisnefnd fjallar um umsókn hans og annarra. Maður veit aldrei … Fróðlegt verður einnig að sjá hvernig forsætisráðherra fer með umsagnir hæfnisnefndarinnar. Rifjast nú upp fleyg ummæli þv. ráðherra um prýðilegan umsækjanda um dómarastarf í Hæstarétti: „Nei, hann gengur ekki, maður veit aldrei hvar maður hefur hann.“
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun