Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. júní 2019 18:30 Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. Hún segist ekki hafa heyrt frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, í tengslum við sakamálarannsókn yfirvalda þar ytra á Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en að hún sé undir það búin. Aðkoma íslenskra yfirvalda í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkilögreglunnar, FBI, hér á landi í síðustu viku hafa verið gagnrýndar, en þá leituðu yfirvöld þar ytra til þeirra íslensku vegna skýrslu töku yfir Sigurði Inga Þórðarsyni, í tengslum við sakamálarannsókn á Julian Assange, stofnanda Wikileaks og gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Sigurður var fenginn í skýrslutöku hér á landi en síðar boðaður í frekari skýrslutöku í Bandaríkjum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafði ekki vitneskju um málið.Vísir/Vilhelm Ráðherrar segjast ekki hafa vitað af málinu Aðgerðirnar hafa komið íslenskum ráðamönnum í opna skjöldu og sögðu forsætisráðherra og dómsmálaráðherra fyrir helgi, ekki hafa haft vitneskju af málinu. Ljóst er að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði aðkomu að málinu, en slík gerist ekki nema réttarfarsbeiðni hafi verið lögð fram af ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur ekki viljað veita upplýsingar um aðkomu embættisins. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður hafði aðkomu að Wikileaks um þó nokkurt skeið en sagði skilið við samtökin tvö þúsund og tíu. Hún segir málið undarlegt. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að íslensk yfirvöld veita aðkomu og stuðning við þetta mál og önnur mál, eins og mál sem að laut að breskum njósnara sem að setti sig mjög djúpt inn í umhverfishreyfinguna Saving Iceland, sem að ég var meðal annars aðili að. Það hefur aldrei verið hægt að fá viðunandi svör um aðkomu íslenskra stjórnvalda að því,“ segir Birgitta. Birgitta segir að svo virðist vera að erlend yfirvöld geti komið hingað til lands, með aðkomu íslenskra stjórnvalda, óhindrað, og fært íslenska þegna í skýrslutöku. „Það lítur út fyrir það. Mér finnst þetta mjög alvarlegt. Ég man þegar að mitt mál var í hámæli, að þá átti ég marga fundi í utanríkisráðuneytinu til þess að fá úr því skorið hvort það væri hægt að framselja Íslending til Bandaríkjanna út af þessu máli. Núna veit maður ekkert að ef bandarískum yfirvöldum þætti það sniðugt að fá að ræða við mig, hvort að íslensk yfirvöld myndu hreinlega aðstoða við slík. Svo vil ég nú halda því til haga að FBI hefur ekki haft samband við mig. En ég hef aftur á móti haft samband við lögfræðinga mína í Bandaríkjunum til þess að vera undirbúin ef eitthvað kæmi uppá,“ segir Birgitta. Bandaríkin Utanríkismál WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. Hún segist ekki hafa heyrt frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, í tengslum við sakamálarannsókn yfirvalda þar ytra á Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en að hún sé undir það búin. Aðkoma íslenskra yfirvalda í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkilögreglunnar, FBI, hér á landi í síðustu viku hafa verið gagnrýndar, en þá leituðu yfirvöld þar ytra til þeirra íslensku vegna skýrslu töku yfir Sigurði Inga Þórðarsyni, í tengslum við sakamálarannsókn á Julian Assange, stofnanda Wikileaks og gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Sigurður var fenginn í skýrslutöku hér á landi en síðar boðaður í frekari skýrslutöku í Bandaríkjum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafði ekki vitneskju um málið.Vísir/Vilhelm Ráðherrar segjast ekki hafa vitað af málinu Aðgerðirnar hafa komið íslenskum ráðamönnum í opna skjöldu og sögðu forsætisráðherra og dómsmálaráðherra fyrir helgi, ekki hafa haft vitneskju af málinu. Ljóst er að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði aðkomu að málinu, en slík gerist ekki nema réttarfarsbeiðni hafi verið lögð fram af ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur ekki viljað veita upplýsingar um aðkomu embættisins. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður hafði aðkomu að Wikileaks um þó nokkurt skeið en sagði skilið við samtökin tvö þúsund og tíu. Hún segir málið undarlegt. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að íslensk yfirvöld veita aðkomu og stuðning við þetta mál og önnur mál, eins og mál sem að laut að breskum njósnara sem að setti sig mjög djúpt inn í umhverfishreyfinguna Saving Iceland, sem að ég var meðal annars aðili að. Það hefur aldrei verið hægt að fá viðunandi svör um aðkomu íslenskra stjórnvalda að því,“ segir Birgitta. Birgitta segir að svo virðist vera að erlend yfirvöld geti komið hingað til lands, með aðkomu íslenskra stjórnvalda, óhindrað, og fært íslenska þegna í skýrslutöku. „Það lítur út fyrir það. Mér finnst þetta mjög alvarlegt. Ég man þegar að mitt mál var í hámæli, að þá átti ég marga fundi í utanríkisráðuneytinu til þess að fá úr því skorið hvort það væri hægt að framselja Íslending til Bandaríkjanna út af þessu máli. Núna veit maður ekkert að ef bandarískum yfirvöldum þætti það sniðugt að fá að ræða við mig, hvort að íslensk yfirvöld myndu hreinlega aðstoða við slík. Svo vil ég nú halda því til haga að FBI hefur ekki haft samband við mig. En ég hef aftur á móti haft samband við lögfræðinga mína í Bandaríkjunum til þess að vera undirbúin ef eitthvað kæmi uppá,“ segir Birgitta.
Bandaríkin Utanríkismál WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33
Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30
Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent