Eldurinn logaði á öllum hæðum og mátti sjá af myndböndum af vettvangi að eldurinn hafi verið töluverður. Talsmaður slökkviliðs segir að tekist hafi að ná tökum á eldinum um klukkan 18 að staðartíma.
Ekki hafa borist fregnir af því að slys hafi orðið á fólki.
Rúm tvö ár eru frá því að eldur kom upp í Grenfell-íbúðaturninum í vesturhluta Lundúna en þar létust 72. Eftir brunann í Grenfell-turni samþykkti breska ríkisstjórnin að verja andvirði 32 milljörðum króna til að skipta út eldfimri klæðingu sem víða er að finna í háhýsum. Rannsókn yfirvalda leiddi í ljós að álklæðning hússins og plasteinangrun hafi leitt til þess að eldurinn dreifðist svo hratt sem raun bar vitni.
Ekkert er þó vitað um upptök eldsins í Barking að svo stöddu.
Fréttin hefur verið uppfærð.
#Barking
BREAKING: A huge blaze has erupted in a new build block of apartments believed to be Barking Riverside on De Pass Gardens in east London.
London Fire Brigade say they have around 70 firefighters at the scene.
Video: @MarceVercellesipic.twitter.com/cC0BYN6gGt
— London 999 Feed (@999London) June 9, 2019
The speed in which this fire in #barking spread was crazy! Nothing learned from #Grenfell#barkingfirepic.twitter.com/5mdceE4pAS
— MARAJA (@MARAJA_7) June 9, 2019