Súrsætur sigur jafnaðarmanna í Danmörku Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2019 10:39 Logi Einarsson. Samfylkingarfólk á Íslandi fagnar sigri jafnaðarmanna í Danmörku en er kannski ekki allskostar sátt við á hvaða forsendum sá sigur grundvallast. visir/vilhelm Ánægja Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, er blendin eftir að systurflokkurinn í Danmörku stóð uppi með pálmann í höndunum eftir kosningar þar í vikunni. Mette Fredriksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, hefur fengið stjórnarmyndunarumboð en þrátt fyrir öruggan meirihluta vinstriflokkanna eru snúnar stjórnarmyndunarviðræður fyrir höndum.Hirtu atkvæði frá Þjóðarflokknum „Þið hafið valið að Danmörk fái nýjan meirihluta og að Danmörk taki upp nýja stefnu. Og þið hafið valið að Danmörk fái nýja ríkisstjórn,“ sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. Jafnaðarmannaflokkurinn er stærsti flokkur Danmerkur eftir kosningarnar í gær. Þrátt fyrir það fékk Venstre, flokkur fráfarandi forsætisráðherra, betri kosningu en reiknað var með. Það var danski þjóðarflokkurinn sem galt afhroð og tapaði tuttugu þingmönnum. Er það einkum rakið til þess að danskir jafnaðarmenn hafa að einhverju leyti tekið upp stöðu þeirra í innflytjendamálum og hrifsað á þeim forsendum til sín atkvæði þaðan.Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur.Vísir/gettyLogi fylgdist með kosningasjónvarpi í Norræna húsinu og komst að því sér til undrunar að það er hægt að greina frá niðurstöðum kosninga án þess að Bogi Ágústsson og Ólafur Þ. Harðarson leiði áhorfendur í gegnum slíkt.Rauða blokkin vann en ekki á réttum forsendum „Jú, við getum nú sagt að rauða blokkin hafi unnið. Jafnaðarmenn bæta lítillega við sig,“ sagði Logi þegar Vísir spurði hann hvort niðurstaðan væri ekki fagnaðarefni fyrir hann og hans fólk í Samfylkingunni. Hann segir svo vera en vill setja fyrirvara. „Ég meina, ef horft er á flokkalandslag í Danmörku er gott að rauð blokk komist til valda og vinstri áherslur séu ráðandi. En ég ætla ekkert að leyna því að mér finnst jafnaðarmannaflokkurinn í Danmörku hafa tekið ranga beygju í tilraun sinni, sem kannski heppnaðist að einhverju leyti, til að vinna inn atkvæði. Þau eru að fá einhver atkvæði aftur frá danska þjóðarflokknum. En mér sýnist þau hafa misst einnig atkvæði yfir til flokka á vinstri vængnum.“Logi hefur einarðlega lýst sig ósammála áherslum sem Metta og danskir jafnaðarmenn hafa boðað í innflytjendamálum. Og til þess vísar hann.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylvia„Hættan við það þegar svona rótgrónir sósíaldemókrataflokkar leyfa sér þetta þá færa þeir víglínu á stað sem erfitt verður að ná til baka. Ég gleðst yfir því að Danir séu félagshyggjufólk í hjarta sínu en ég hlýt að hafa áhyggjur af þessari vegferð danska jafnaðarmannaflokksins undanfarin tvö ár.“Fordómar danskra jafnaðarmanna Þannig blasir þetta við Loga sem segir að ef skýrslur um innflytjendamál á Norðurlöndum eru skoðaðar komi það á daginn að Danir hafa tekið á móti fæstum innflytjendum. Umtalsvert færri en Norðmenn og Svíar. Logi segist ekki gagnrýna það að þjóðlönd setji sér reglur í þessum málum og fylgi þeim. En, það sé ekki sama hvernig að því er staðið. „Það var að upptaktur af kosningabaráttu Metta sem hófst með þessari bók hennar sem hún gaf út fyrir einu og hálfu ári, þar voru hryllilega vondar hugmyndir innan um og ekki síst yfirbragðið; fordómar sem fólust í orðalaginu. Þetta fólk. Þú nálgast ekki mál með því að gefa þér að fólk með tiltekið litaraft eða frá tiltekinni heimsálfu sé betra eða verra en annað heldur setur skýrar reglur almennar sem ná utan um málið. Ég hafði ýmislegt út á það að setja hvernig hún setti þetta fram. Ég myndi segja að þetta hafi verið beiskur sigur. Ef ég á að vera heiðarlegur.“ Alþingi Danmörk Samfylkingin Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Logi lýsir sig fullkomlega ósammála Mette Á meðal þess sem Mette Frederiksen boðar er að þeir sem fá hæli í Danmörku þurfi að vinna að minnsta 37 klukkustundir á viku. 7. febrúar 2018 13:12 Mette Frederiksen komin með umboð til stjórnarmyndunar Margrét Þórhildur Danadrottning hefur veitt Mette Fredriksen, formanni jafnaðarmanna, stjórnarmyndunarumboð og fær hún því að reyna fyrir sér fyrst allra formanna. Þrátt fyrir öruggan meirihluta vinstriflokkanna eru snúnar stjórnarmyndunarviðræður framundan. 6. júní 2019 20:41 Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. 6. júní 2019 00:01 Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Ánægja Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, er blendin eftir að systurflokkurinn í Danmörku stóð uppi með pálmann í höndunum eftir kosningar þar í vikunni. Mette Fredriksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, hefur fengið stjórnarmyndunarumboð en þrátt fyrir öruggan meirihluta vinstriflokkanna eru snúnar stjórnarmyndunarviðræður fyrir höndum.Hirtu atkvæði frá Þjóðarflokknum „Þið hafið valið að Danmörk fái nýjan meirihluta og að Danmörk taki upp nýja stefnu. Og þið hafið valið að Danmörk fái nýja ríkisstjórn,“ sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. Jafnaðarmannaflokkurinn er stærsti flokkur Danmerkur eftir kosningarnar í gær. Þrátt fyrir það fékk Venstre, flokkur fráfarandi forsætisráðherra, betri kosningu en reiknað var með. Það var danski þjóðarflokkurinn sem galt afhroð og tapaði tuttugu þingmönnum. Er það einkum rakið til þess að danskir jafnaðarmenn hafa að einhverju leyti tekið upp stöðu þeirra í innflytjendamálum og hrifsað á þeim forsendum til sín atkvæði þaðan.Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur.Vísir/gettyLogi fylgdist með kosningasjónvarpi í Norræna húsinu og komst að því sér til undrunar að það er hægt að greina frá niðurstöðum kosninga án þess að Bogi Ágústsson og Ólafur Þ. Harðarson leiði áhorfendur í gegnum slíkt.Rauða blokkin vann en ekki á réttum forsendum „Jú, við getum nú sagt að rauða blokkin hafi unnið. Jafnaðarmenn bæta lítillega við sig,“ sagði Logi þegar Vísir spurði hann hvort niðurstaðan væri ekki fagnaðarefni fyrir hann og hans fólk í Samfylkingunni. Hann segir svo vera en vill setja fyrirvara. „Ég meina, ef horft er á flokkalandslag í Danmörku er gott að rauð blokk komist til valda og vinstri áherslur séu ráðandi. En ég ætla ekkert að leyna því að mér finnst jafnaðarmannaflokkurinn í Danmörku hafa tekið ranga beygju í tilraun sinni, sem kannski heppnaðist að einhverju leyti, til að vinna inn atkvæði. Þau eru að fá einhver atkvæði aftur frá danska þjóðarflokknum. En mér sýnist þau hafa misst einnig atkvæði yfir til flokka á vinstri vængnum.“Logi hefur einarðlega lýst sig ósammála áherslum sem Metta og danskir jafnaðarmenn hafa boðað í innflytjendamálum. Og til þess vísar hann.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylvia„Hættan við það þegar svona rótgrónir sósíaldemókrataflokkar leyfa sér þetta þá færa þeir víglínu á stað sem erfitt verður að ná til baka. Ég gleðst yfir því að Danir séu félagshyggjufólk í hjarta sínu en ég hlýt að hafa áhyggjur af þessari vegferð danska jafnaðarmannaflokksins undanfarin tvö ár.“Fordómar danskra jafnaðarmanna Þannig blasir þetta við Loga sem segir að ef skýrslur um innflytjendamál á Norðurlöndum eru skoðaðar komi það á daginn að Danir hafa tekið á móti fæstum innflytjendum. Umtalsvert færri en Norðmenn og Svíar. Logi segist ekki gagnrýna það að þjóðlönd setji sér reglur í þessum málum og fylgi þeim. En, það sé ekki sama hvernig að því er staðið. „Það var að upptaktur af kosningabaráttu Metta sem hófst með þessari bók hennar sem hún gaf út fyrir einu og hálfu ári, þar voru hryllilega vondar hugmyndir innan um og ekki síst yfirbragðið; fordómar sem fólust í orðalaginu. Þetta fólk. Þú nálgast ekki mál með því að gefa þér að fólk með tiltekið litaraft eða frá tiltekinni heimsálfu sé betra eða verra en annað heldur setur skýrar reglur almennar sem ná utan um málið. Ég hafði ýmislegt út á það að setja hvernig hún setti þetta fram. Ég myndi segja að þetta hafi verið beiskur sigur. Ef ég á að vera heiðarlegur.“
Alþingi Danmörk Samfylkingin Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Logi lýsir sig fullkomlega ósammála Mette Á meðal þess sem Mette Frederiksen boðar er að þeir sem fá hæli í Danmörku þurfi að vinna að minnsta 37 klukkustundir á viku. 7. febrúar 2018 13:12 Mette Frederiksen komin með umboð til stjórnarmyndunar Margrét Þórhildur Danadrottning hefur veitt Mette Fredriksen, formanni jafnaðarmanna, stjórnarmyndunarumboð og fær hún því að reyna fyrir sér fyrst allra formanna. Þrátt fyrir öruggan meirihluta vinstriflokkanna eru snúnar stjórnarmyndunarviðræður framundan. 6. júní 2019 20:41 Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. 6. júní 2019 00:01 Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Logi lýsir sig fullkomlega ósammála Mette Á meðal þess sem Mette Frederiksen boðar er að þeir sem fá hæli í Danmörku þurfi að vinna að minnsta 37 klukkustundir á viku. 7. febrúar 2018 13:12
Mette Frederiksen komin með umboð til stjórnarmyndunar Margrét Þórhildur Danadrottning hefur veitt Mette Fredriksen, formanni jafnaðarmanna, stjórnarmyndunarumboð og fær hún því að reyna fyrir sér fyrst allra formanna. Þrátt fyrir öruggan meirihluta vinstriflokkanna eru snúnar stjórnarmyndunarviðræður framundan. 6. júní 2019 20:41
Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. 6. júní 2019 00:01
Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30