Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Aðalheiður Ámundadóttir og Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. júní 2019 06:15 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. „Það er nauðsynlegt að fram fari óháð fagleg úttekt á aðdraganda falls WOW air, ekki síst vegna þess hversu lengi stjórnvöld virðast hafa verið meðvituð um alvarlegan vanda félagsins,“ segir Helga Vala. Fyrir fimm vikum bað Fréttablaðið Isavia, Samgöngustofu, samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið um afrit af öllum samskiptum varðandi greiðslu WOW air á gjöldum til Isavia. „Samgöngustofa hefur ekki aðkomu að viðskiptum einstakra leyfishafa við aðra aðila og býr því ekki yfir umræddum upplýsingum eða gögnum,“ segir Samgöngustofa. Samgönguráðuneytið segir að það hafi ekki eftirlit með skuldastöðu flugrekenda við einstaka kröfuhafa, þar með talið Isavia. Slíkt eftirlit sé í höndum Samgöngustofu. „Þar af leiðandi eru ekki til nein gögn eða upplýsingar um skuldastöðu Wow við Isavia meðan félagið var í rekstri eða greiðslur félagsins til Isavia,“ segir í svari samgönguráðuneytisins sem tekur fram að það starfi sem æðra stjórnvald gagnvart undirstofnunum eins og Samgöngustofu. „Og kunna stjórnvaldsákvarðanir undirstofnana því að koma til skoðunar ráðuneytisins á grundvelli kæruheimildar.“ Fjármálaráðuneytið og Isavia hafa ekki enn svarað beiðni Fréttablaðsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. „Það er nauðsynlegt að fram fari óháð fagleg úttekt á aðdraganda falls WOW air, ekki síst vegna þess hversu lengi stjórnvöld virðast hafa verið meðvituð um alvarlegan vanda félagsins,“ segir Helga Vala. Fyrir fimm vikum bað Fréttablaðið Isavia, Samgöngustofu, samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið um afrit af öllum samskiptum varðandi greiðslu WOW air á gjöldum til Isavia. „Samgöngustofa hefur ekki aðkomu að viðskiptum einstakra leyfishafa við aðra aðila og býr því ekki yfir umræddum upplýsingum eða gögnum,“ segir Samgöngustofa. Samgönguráðuneytið segir að það hafi ekki eftirlit með skuldastöðu flugrekenda við einstaka kröfuhafa, þar með talið Isavia. Slíkt eftirlit sé í höndum Samgöngustofu. „Þar af leiðandi eru ekki til nein gögn eða upplýsingar um skuldastöðu Wow við Isavia meðan félagið var í rekstri eða greiðslur félagsins til Isavia,“ segir í svari samgönguráðuneytisins sem tekur fram að það starfi sem æðra stjórnvald gagnvart undirstofnunum eins og Samgöngustofu. „Og kunna stjórnvaldsákvarðanir undirstofnana því að koma til skoðunar ráðuneytisins á grundvelli kæruheimildar.“ Fjármálaráðuneytið og Isavia hafa ekki enn svarað beiðni Fréttablaðsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira