Sjáðu stiklu úr kolsvartri bandarískri kómedíu sem tekin var upp á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2019 15:26 Atriðið er tekið í Hrunalaug nærri Hruna í Hrunamannahreppi. Fyrirtækið Dark Star Pictures hefur tryggt sér réttinn að sýningum kvikmyndarinnar Spell í Bandaríkjunum. Myndin gerist á Íslandi en hún er úr smiðju leikstjórans Brendan Walter sem hefur getið sér gott orð fyrir gerð tónlistarmyndbanda, þar á meðal fyrir hljómsveitirnar Green Day, Panic At the Disco og Weezer. Myndin segir frá bandarískum myndskreytingamanni sem ákveður að fara til Íslands eftir að unnusta hans fellur frá. Hann segist vera haldinn áráttu sem verður þess meðal annars valdandi að hann þarf að sleikja margt sem fyrir honum verður, sem reynist honum ansi erfitt þegar hann heimsækir reðursafnið í Reykjavík. Hann blandar geði við innfædda sem hvetja til að kanna víðerni Íslands en þar kemst hann að því að hann fer að verða búinn að lyfin sín sem gerir það að verkum að hann á erfitt með að átta sig á hvað sé ímyndun og hvað sé raunverulegt. Aðalleikari myndarinnar heitir Barak Hardley sem hefur leikið í þáttum á borð við The Office og Master of None.Einvalalið Íslendinga Fjöldi Íslendinga fer með hlutverk í myndinni en þau stærstu eru vafalaust í höndum Birnu Rún Eiríksdóttur og Magnúsar Jónssonar. Birna Rún leikur Ingu sem vingast við aðalpersónuna Benny og hvetur hann til að skoða íslenska náttúru í för með Steindóri, leikinn af Magnúsi. Söngvari Weezer, Rivers Cuomo, fer einnig með lítið hlutverk í myndinni en lag Weezer, California Snow, heyrist í lok myndarinnar. Sýna á myndina í kvikmyndahúsum í Los Angeles í nóvember en eftir það fer hún á streymisveitur. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni en þar sést aðalpersónan meðal annars drekkja manneskju í náttúrulaug á Íslandi. Hrunamannahreppur Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Fyrirtækið Dark Star Pictures hefur tryggt sér réttinn að sýningum kvikmyndarinnar Spell í Bandaríkjunum. Myndin gerist á Íslandi en hún er úr smiðju leikstjórans Brendan Walter sem hefur getið sér gott orð fyrir gerð tónlistarmyndbanda, þar á meðal fyrir hljómsveitirnar Green Day, Panic At the Disco og Weezer. Myndin segir frá bandarískum myndskreytingamanni sem ákveður að fara til Íslands eftir að unnusta hans fellur frá. Hann segist vera haldinn áráttu sem verður þess meðal annars valdandi að hann þarf að sleikja margt sem fyrir honum verður, sem reynist honum ansi erfitt þegar hann heimsækir reðursafnið í Reykjavík. Hann blandar geði við innfædda sem hvetja til að kanna víðerni Íslands en þar kemst hann að því að hann fer að verða búinn að lyfin sín sem gerir það að verkum að hann á erfitt með að átta sig á hvað sé ímyndun og hvað sé raunverulegt. Aðalleikari myndarinnar heitir Barak Hardley sem hefur leikið í þáttum á borð við The Office og Master of None.Einvalalið Íslendinga Fjöldi Íslendinga fer með hlutverk í myndinni en þau stærstu eru vafalaust í höndum Birnu Rún Eiríksdóttur og Magnúsar Jónssonar. Birna Rún leikur Ingu sem vingast við aðalpersónuna Benny og hvetur hann til að skoða íslenska náttúru í för með Steindóri, leikinn af Magnúsi. Söngvari Weezer, Rivers Cuomo, fer einnig með lítið hlutverk í myndinni en lag Weezer, California Snow, heyrist í lok myndarinnar. Sýna á myndina í kvikmyndahúsum í Los Angeles í nóvember en eftir það fer hún á streymisveitur. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni en þar sést aðalpersónan meðal annars drekkja manneskju í náttúrulaug á Íslandi.
Hrunamannahreppur Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira