Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2019 10:13 Mæðgurnar Jóna og Ugla á ferðalagi í Afríku. Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. Jóna var með fimm ára dóttur sína í bíl og komin í Langadal nærri Húnaveri þegar slysið átti sér stað en töluverð umferð var á veginum. Ása Ottesen, systir Jónu, hefur ásamt vinkvennahópi sínum hrundið af stað söfnun fyrir Jónu enda ljóst að langt bataferli sé framundan. Þótt mænuskaði geti verið óútreiknanlegur sé klárt að hún hafi hlotið alvarlega áverka. „Söfnunin snýr að Jónu og hennar möguleikum í framtíðinni. Viljum gera allt til að styrkja hana. Þetta kostar allt rosalega mikið,“ segir Ása.Mæðgurnar á góðri stundu.Man eftir öllu Jóna liggur á gjörgæslu þar sem hún fái bestu mögulegu aðhlynningu sem hægt sé að fá. Hún sé með mjög alvarlega áverka á hálsi en alveg skýr í kollinum. „Man eftir öllu og talar við okkur inn á milli,“ segir Ása. Fjölskylda og vinir hafi vaktaskipti hjá henni á gjörgæslunni. „Í gær var tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og halda henni sofandi, á meðan bólgur hjaðna,“ segir Ása. Dóttir Jónu sem er fimm ára hafi sloppið með minniháttar skrámur sem sé kraftaverki líkast, að sögn Ásu.Fögnuðu fertugsafmæli saman Jóna var á leiðinni suður eftir að hafa farið að sækja dóttur sína í sauðburð til ömmu sinnar og afa auk þess sem eiginmaður Jónu er í vinnu við kvikmyndaverkefni fyrir norðan. Hann fagnaði fertugsafmæli um helgina svo Jóna fór norður til að fagna. „Við erum öll miður okkar,“ segir Ása og ljóst að rosalega mikil meðferð sé framundan. Margir vilja styrkja Jónu og til að bregðast við því hafa vinkonur systranna opnað styrktarreikning fyrir hana: 528-14-401998, kt. 701111-1410. „Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur,“ segir Ása. Húnavatnshreppur Samgönguslys Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. Jóna var með fimm ára dóttur sína í bíl og komin í Langadal nærri Húnaveri þegar slysið átti sér stað en töluverð umferð var á veginum. Ása Ottesen, systir Jónu, hefur ásamt vinkvennahópi sínum hrundið af stað söfnun fyrir Jónu enda ljóst að langt bataferli sé framundan. Þótt mænuskaði geti verið óútreiknanlegur sé klárt að hún hafi hlotið alvarlega áverka. „Söfnunin snýr að Jónu og hennar möguleikum í framtíðinni. Viljum gera allt til að styrkja hana. Þetta kostar allt rosalega mikið,“ segir Ása.Mæðgurnar á góðri stundu.Man eftir öllu Jóna liggur á gjörgæslu þar sem hún fái bestu mögulegu aðhlynningu sem hægt sé að fá. Hún sé með mjög alvarlega áverka á hálsi en alveg skýr í kollinum. „Man eftir öllu og talar við okkur inn á milli,“ segir Ása. Fjölskylda og vinir hafi vaktaskipti hjá henni á gjörgæslunni. „Í gær var tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og halda henni sofandi, á meðan bólgur hjaðna,“ segir Ása. Dóttir Jónu sem er fimm ára hafi sloppið með minniháttar skrámur sem sé kraftaverki líkast, að sögn Ásu.Fögnuðu fertugsafmæli saman Jóna var á leiðinni suður eftir að hafa farið að sækja dóttur sína í sauðburð til ömmu sinnar og afa auk þess sem eiginmaður Jónu er í vinnu við kvikmyndaverkefni fyrir norðan. Hann fagnaði fertugsafmæli um helgina svo Jóna fór norður til að fagna. „Við erum öll miður okkar,“ segir Ása og ljóst að rosalega mikil meðferð sé framundan. Margir vilja styrkja Jónu og til að bregðast við því hafa vinkonur systranna opnað styrktarreikning fyrir hana: 528-14-401998, kt. 701111-1410. „Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur,“ segir Ása.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir