Að breyta gróðurhúsalofti í grjót Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2019 08:00 Við könnumst við að snjallir smalar eða heimasætur blekki tröll svo þau verði að steini. Það er kannski einmitt það sem við erum að gera við Hellisheiðarvirkjun á hverjum degi; 35 tonn af tröllum á dag. Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun 21. aldarinnar og því eðlilega áberandi í umræðunni í dag. Í byrjun maímánaðar lýsti breska þingið yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og Landvernd hefur skorað á íslensk stjórnvöld að gera hið sama. Þá hefur loftslagsverkfall hinnar 16 ára gömlu Gretu Thunberg vakið verðskuldaða athygli og ungmenni um allan heim, þar á meðal hér á landi, fetað í fótspor hennar. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra eru á allra vörum en það getur virst óyfirstíganlegt að finna lausnir á vandanum sem blasir við. Það er því hvetjandi að hugsa til þess að ein af lausnunum er rétt við bæjardyrnar, þróuð af íslensku vísindafólki. Ein af þeim gróðurhúsalofttegundum sem losnar út í andrúmsloftið í miklu magni hér á landi er koltvíoxíð. Þessi lofttegund er helsta orsök hlýnunar jarðar og Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til aukinna aðgerða til að fanga koltvíoxíð og farga því. Um einmitt það snýst CarbFix verkefnið við jarðgufuvirkjun Orku náttúrunnar á Hellisheiði. CarbFix verkefnið hefur verið í vinnslu í rúm tólf ár hjá því framúrskarandi vísinda-, tækni- og iðnaðarfólki sem við búum að í samstarfi við alþjóðlegan hóp vísindamanna. Verkefnið snýr að þróun og prófun þeirrar hugmyndar að hægt sé að taka koltvíoxíð, sem kemur upp með jarðhitavökva, blanda því við vatn og dæla aftur niður í jörðina, þaðan sem það kom, þar sem það breytist í stein. Þessu fylgja verulega jákvæð umhverfisáhrif og CarbFix verkefnið er mikilvægur þáttur í markmiði ON að minnka kolefnisspor sitt um 60% fyrir árið 2030. Þetta hefur gengið vonum framar og vakið mikla athygli, bæði innan og utan landsteinanna. Um 400 alþjóðlegir fjölmiðlar hafa fjallað um CarbFix, þar á meðal BBC, New York Times og Reuters. Þessi alþjóðlegi áhugi er skiljanlegur því í þessari byltingarkenndu aðferð felast verulegir möguleikar til framtíðar, ekki aðeins fyrir ON, heldur einnig önnur jarðvarmafyrirtæki, iðnað á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Við hjá ON viljum vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, eða loftslagshamförum, eins og trúlegast er réttara að kalla þær, og CarbFix verkefnið er þar mikilvægt innlegg. Grundvöllur verkefna sem þessa er stöðugt samtal og stuðningur frá öllum viðskiptavinum okkar. Við hjá ON erum stolt af þessu verkefni og munum halda ótrauð áfram í að leita sífellt betri lausna í umhverfismálum.Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við könnumst við að snjallir smalar eða heimasætur blekki tröll svo þau verði að steini. Það er kannski einmitt það sem við erum að gera við Hellisheiðarvirkjun á hverjum degi; 35 tonn af tröllum á dag. Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun 21. aldarinnar og því eðlilega áberandi í umræðunni í dag. Í byrjun maímánaðar lýsti breska þingið yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og Landvernd hefur skorað á íslensk stjórnvöld að gera hið sama. Þá hefur loftslagsverkfall hinnar 16 ára gömlu Gretu Thunberg vakið verðskuldaða athygli og ungmenni um allan heim, þar á meðal hér á landi, fetað í fótspor hennar. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra eru á allra vörum en það getur virst óyfirstíganlegt að finna lausnir á vandanum sem blasir við. Það er því hvetjandi að hugsa til þess að ein af lausnunum er rétt við bæjardyrnar, þróuð af íslensku vísindafólki. Ein af þeim gróðurhúsalofttegundum sem losnar út í andrúmsloftið í miklu magni hér á landi er koltvíoxíð. Þessi lofttegund er helsta orsök hlýnunar jarðar og Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til aukinna aðgerða til að fanga koltvíoxíð og farga því. Um einmitt það snýst CarbFix verkefnið við jarðgufuvirkjun Orku náttúrunnar á Hellisheiði. CarbFix verkefnið hefur verið í vinnslu í rúm tólf ár hjá því framúrskarandi vísinda-, tækni- og iðnaðarfólki sem við búum að í samstarfi við alþjóðlegan hóp vísindamanna. Verkefnið snýr að þróun og prófun þeirrar hugmyndar að hægt sé að taka koltvíoxíð, sem kemur upp með jarðhitavökva, blanda því við vatn og dæla aftur niður í jörðina, þaðan sem það kom, þar sem það breytist í stein. Þessu fylgja verulega jákvæð umhverfisáhrif og CarbFix verkefnið er mikilvægur þáttur í markmiði ON að minnka kolefnisspor sitt um 60% fyrir árið 2030. Þetta hefur gengið vonum framar og vakið mikla athygli, bæði innan og utan landsteinanna. Um 400 alþjóðlegir fjölmiðlar hafa fjallað um CarbFix, þar á meðal BBC, New York Times og Reuters. Þessi alþjóðlegi áhugi er skiljanlegur því í þessari byltingarkenndu aðferð felast verulegir möguleikar til framtíðar, ekki aðeins fyrir ON, heldur einnig önnur jarðvarmafyrirtæki, iðnað á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Við hjá ON viljum vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, eða loftslagshamförum, eins og trúlegast er réttara að kalla þær, og CarbFix verkefnið er þar mikilvægt innlegg. Grundvöllur verkefna sem þessa er stöðugt samtal og stuðningur frá öllum viðskiptavinum okkar. Við hjá ON erum stolt af þessu verkefni og munum halda ótrauð áfram í að leita sífellt betri lausna í umhverfismálum.Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun