Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sylvía Hall skrifa 6. júní 2019 00:01 Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/getty Mette Frederiksen, leiðtogi danskra Jafnaðarmanna, stærsta flokksins að loknum þingkosningum í Danmörku í gær boðar minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og gott samstarf við aðra þingflokka. Mette hefur haldið þessu statt og stöðugt fram í kosningabaráttunni. Mette stendur með pálmann í höndunum að loknum kosningum en Jafnaðarmenn hlutu 25,9% atkvæða og tryggðu sér 48 þingsæti. „Kæru þið, kæru sósíaldemókratar en fyrst og fremst kæru Danir […] þið hafið beðið um nýjan meirihluta. Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“. Þetta sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku flokksins þegar það lá ljóst fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn væri stærstur flokka. Útlit er fyrir að Mette verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi. „Ég er ótrúlega stolt af þessari kosningabaráttu sem er nú að baki. Við höfum talað fyrir okkar baráttumálum og ekki einblínt á pólitík annarra flokka,“ sagði Mette.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylviaÍ ræðunni sagði hún að Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði hringt í sig í kvöld og viðurkennt ósigur bláu blokkarinnar. Lars tilkynnti henni að hann myndi halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína en í ræðu sinni í Kristjánsborgarhöll í kvöld sagðist hann þrátt fyrir allt vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðju með hann sjálfan áfram í broddi fylkingar. Þrátt fyrir að Mette hefði þakkað Lars fyrir framlag hans og þjónustu við almenning í ræðu sinni er það á hreinu að hann fær ekki ráðherrastól hjá henni. „Ég vil fá hreina S-[ósíalista] ríkisstjórn þar sem við vinnum með öllum og leitumst eftir því að ná breiðri samstöðu.“ Lars sagði fyrr í kvöld að þrátt fyrir að hans flokkur, Venstre, hefði hlotið ágætis kosningu þá mætti lesa það af niðurstöðum kosninganna að ákveðin valdatilfærsla hefði orðið frá hægri til vinstri en bláa blokkinn endaði með 75 þingsæti en sú rauða 91 þingsæti. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem guldu afhroð. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Mette Frederiksen, leiðtogi danskra Jafnaðarmanna, stærsta flokksins að loknum þingkosningum í Danmörku í gær boðar minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og gott samstarf við aðra þingflokka. Mette hefur haldið þessu statt og stöðugt fram í kosningabaráttunni. Mette stendur með pálmann í höndunum að loknum kosningum en Jafnaðarmenn hlutu 25,9% atkvæða og tryggðu sér 48 þingsæti. „Kæru þið, kæru sósíaldemókratar en fyrst og fremst kæru Danir […] þið hafið beðið um nýjan meirihluta. Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“. Þetta sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku flokksins þegar það lá ljóst fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn væri stærstur flokka. Útlit er fyrir að Mette verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi. „Ég er ótrúlega stolt af þessari kosningabaráttu sem er nú að baki. Við höfum talað fyrir okkar baráttumálum og ekki einblínt á pólitík annarra flokka,“ sagði Mette.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylviaÍ ræðunni sagði hún að Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði hringt í sig í kvöld og viðurkennt ósigur bláu blokkarinnar. Lars tilkynnti henni að hann myndi halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína en í ræðu sinni í Kristjánsborgarhöll í kvöld sagðist hann þrátt fyrir allt vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðju með hann sjálfan áfram í broddi fylkingar. Þrátt fyrir að Mette hefði þakkað Lars fyrir framlag hans og þjónustu við almenning í ræðu sinni er það á hreinu að hann fær ekki ráðherrastól hjá henni. „Ég vil fá hreina S-[ósíalista] ríkisstjórn þar sem við vinnum með öllum og leitumst eftir því að ná breiðri samstöðu.“ Lars sagði fyrr í kvöld að þrátt fyrir að hans flokkur, Venstre, hefði hlotið ágætis kosningu þá mætti lesa það af niðurstöðum kosninganna að ákveðin valdatilfærsla hefði orðið frá hægri til vinstri en bláa blokkinn endaði með 75 þingsæti en sú rauða 91 þingsæti. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem guldu afhroð. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20
Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35
Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23