Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júní 2019 19:30 Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. Fyrr á árinu leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttökuna vegna brjóstverkja. Tveimur tímum áður hafði hann notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og á sneiðmynd má sjá greinilega loftrönd í kringum hjartað. „Svæðið á bak við bringubeinið; Þar sem ósæðin, vélindað og fleiri hlutir eru, er lofttæmt má segja, eða á að vera það," segir Úlfur Thoroddsen, læknir. Í þessum tilfellum brýst hins vegar loft inn í miðmætið og lokast þar inni. Ef bakteríur eru í loftinu getur ástandið reynst lífshættulegt. Til eru mörg sjúkratilfelli af loftmiðmæti eftir kannabis- og krakkreykingar. Í öllum tilvikum hefur verið reynt að halda vímuefninu sem lengst í lunganu.Sneiðmynd af 19 ára karlmanni sem leitaði á bráðamóttöku eftir rafrettunotkun. Efri örin bendir á loftmiðmæti og sú neðri á loftrönd í kringum hjartað.„Fólk dregur djúpt andann, heldur reyknum inni og þegar það er kannski að hósta hleypir það hóstanum ekkki út og þess vegna brýtur loftið sér aðra leið," segir Úlfur. Úlfur telur þetta varasamt og bendir á að öll efnin í rafrettuvökvanum hafi ekki verið rannsökuð. Auk þessa tilfellis leituðu um fimm manns á bráðamóttökuna í vetur með svokallað loftbrjóst eftir notkun rafrettna en þá fellur lungað saman. „Þá þarf inngrip til að hleypa loftinu út af því lungað þarf að ná að þenjast aftur út," segir Úlfur. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Það veki upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar," segir Úlfur. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. Fyrr á árinu leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttökuna vegna brjóstverkja. Tveimur tímum áður hafði hann notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og á sneiðmynd má sjá greinilega loftrönd í kringum hjartað. „Svæðið á bak við bringubeinið; Þar sem ósæðin, vélindað og fleiri hlutir eru, er lofttæmt má segja, eða á að vera það," segir Úlfur Thoroddsen, læknir. Í þessum tilfellum brýst hins vegar loft inn í miðmætið og lokast þar inni. Ef bakteríur eru í loftinu getur ástandið reynst lífshættulegt. Til eru mörg sjúkratilfelli af loftmiðmæti eftir kannabis- og krakkreykingar. Í öllum tilvikum hefur verið reynt að halda vímuefninu sem lengst í lunganu.Sneiðmynd af 19 ára karlmanni sem leitaði á bráðamóttöku eftir rafrettunotkun. Efri örin bendir á loftmiðmæti og sú neðri á loftrönd í kringum hjartað.„Fólk dregur djúpt andann, heldur reyknum inni og þegar það er kannski að hósta hleypir það hóstanum ekkki út og þess vegna brýtur loftið sér aðra leið," segir Úlfur. Úlfur telur þetta varasamt og bendir á að öll efnin í rafrettuvökvanum hafi ekki verið rannsökuð. Auk þessa tilfellis leituðu um fimm manns á bráðamóttökuna í vetur með svokallað loftbrjóst eftir notkun rafrettna en þá fellur lungað saman. „Þá þarf inngrip til að hleypa loftinu út af því lungað þarf að ná að þenjast aftur út," segir Úlfur. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Það veki upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar," segir Úlfur.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent