Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2019 20:30 Gæsin liggur á hreiðri sínu EGILL AÐALSTEINSSON Gæs sem búsett er í Breiðholti hefur vakið athygli vegfarenda þar sem hún stendur vörð um hreiður sitt á hringtorgi einu. Vegfarendur eru misánægðir með hegðun gæsarinnar en dýravistfræðingur segir ekki ráð að fjarlægja hana. Gæsin sem um ræðir er staðsett í návígi við hringtorgið að Stekkjarbakka í Breiðholti. Fyrir stuttu réðst hún á hjólreiðamann sem stóð ekki á sama og lýsa íbúar því hvernig hún hvæsir á gangandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. Dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir hegðun gæsarinnar mjög eðlilega. Á varptíma hrekja þær allt sem þær telja ógn frá hreiðri sínu. Hann segir einstaklingsbundið hversu miklu gæsirnar ógna. Venjan sé að kvenfuglinn liggi á hreiðri en karlfuglinn ver það fyrir utanaðkomandi ógn. „Varptíminn stendur yfir núna og grágæsir eru víða komnar með unga. Að öllum líkindum er stutt í klak og þá fara þær,“ sagði Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.Gæsin er óhrædd við að stöðva umferðSKJÁSKOT ÚR FRÉTTGetur gæsin verið hættuleg í þessu ástandi? „Ég myndi ekki segja það. Þær geta slegið en það lít ég ekki á sem vandamál. Ég hef aldrei lent í því að gæs meiði mig á neinn hátt,“ saði Guðmundur. Þegar fréttastofa heimsótti gæsina umtöluðu var hún róleg og gerði ekki tilraun til að ráðast á fréttamann. Vegfarendur hafa haft samband við lögreglu, vegna gæsarinnar, sem vísar á borgaryfirvöld en einhverjir vegfarendur vilja fá gæsina fjarlægða. „Mér finnst það algjör firra að hlutast til um náttúruna á þann hátt. Það er bara hið besta mál að hafa gæs í borginni,“ sagði Guðmundur. Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Gæs sem búsett er í Breiðholti hefur vakið athygli vegfarenda þar sem hún stendur vörð um hreiður sitt á hringtorgi einu. Vegfarendur eru misánægðir með hegðun gæsarinnar en dýravistfræðingur segir ekki ráð að fjarlægja hana. Gæsin sem um ræðir er staðsett í návígi við hringtorgið að Stekkjarbakka í Breiðholti. Fyrir stuttu réðst hún á hjólreiðamann sem stóð ekki á sama og lýsa íbúar því hvernig hún hvæsir á gangandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. Dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir hegðun gæsarinnar mjög eðlilega. Á varptíma hrekja þær allt sem þær telja ógn frá hreiðri sínu. Hann segir einstaklingsbundið hversu miklu gæsirnar ógna. Venjan sé að kvenfuglinn liggi á hreiðri en karlfuglinn ver það fyrir utanaðkomandi ógn. „Varptíminn stendur yfir núna og grágæsir eru víða komnar með unga. Að öllum líkindum er stutt í klak og þá fara þær,“ sagði Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.Gæsin er óhrædd við að stöðva umferðSKJÁSKOT ÚR FRÉTTGetur gæsin verið hættuleg í þessu ástandi? „Ég myndi ekki segja það. Þær geta slegið en það lít ég ekki á sem vandamál. Ég hef aldrei lent í því að gæs meiði mig á neinn hátt,“ saði Guðmundur. Þegar fréttastofa heimsótti gæsina umtöluðu var hún róleg og gerði ekki tilraun til að ráðast á fréttamann. Vegfarendur hafa haft samband við lögreglu, vegna gæsarinnar, sem vísar á borgaryfirvöld en einhverjir vegfarendur vilja fá gæsina fjarlægða. „Mér finnst það algjör firra að hlutast til um náttúruna á þann hátt. Það er bara hið besta mál að hafa gæs í borginni,“ sagði Guðmundur.
Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00