Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2019 20:30 Gæsin liggur á hreiðri sínu EGILL AÐALSTEINSSON Gæs sem búsett er í Breiðholti hefur vakið athygli vegfarenda þar sem hún stendur vörð um hreiður sitt á hringtorgi einu. Vegfarendur eru misánægðir með hegðun gæsarinnar en dýravistfræðingur segir ekki ráð að fjarlægja hana. Gæsin sem um ræðir er staðsett í návígi við hringtorgið að Stekkjarbakka í Breiðholti. Fyrir stuttu réðst hún á hjólreiðamann sem stóð ekki á sama og lýsa íbúar því hvernig hún hvæsir á gangandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. Dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir hegðun gæsarinnar mjög eðlilega. Á varptíma hrekja þær allt sem þær telja ógn frá hreiðri sínu. Hann segir einstaklingsbundið hversu miklu gæsirnar ógna. Venjan sé að kvenfuglinn liggi á hreiðri en karlfuglinn ver það fyrir utanaðkomandi ógn. „Varptíminn stendur yfir núna og grágæsir eru víða komnar með unga. Að öllum líkindum er stutt í klak og þá fara þær,“ sagði Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.Gæsin er óhrædd við að stöðva umferðSKJÁSKOT ÚR FRÉTTGetur gæsin verið hættuleg í þessu ástandi? „Ég myndi ekki segja það. Þær geta slegið en það lít ég ekki á sem vandamál. Ég hef aldrei lent í því að gæs meiði mig á neinn hátt,“ saði Guðmundur. Þegar fréttastofa heimsótti gæsina umtöluðu var hún róleg og gerði ekki tilraun til að ráðast á fréttamann. Vegfarendur hafa haft samband við lögreglu, vegna gæsarinnar, sem vísar á borgaryfirvöld en einhverjir vegfarendur vilja fá gæsina fjarlægða. „Mér finnst það algjör firra að hlutast til um náttúruna á þann hátt. Það er bara hið besta mál að hafa gæs í borginni,“ sagði Guðmundur. Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gæs sem búsett er í Breiðholti hefur vakið athygli vegfarenda þar sem hún stendur vörð um hreiður sitt á hringtorgi einu. Vegfarendur eru misánægðir með hegðun gæsarinnar en dýravistfræðingur segir ekki ráð að fjarlægja hana. Gæsin sem um ræðir er staðsett í návígi við hringtorgið að Stekkjarbakka í Breiðholti. Fyrir stuttu réðst hún á hjólreiðamann sem stóð ekki á sama og lýsa íbúar því hvernig hún hvæsir á gangandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. Dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir hegðun gæsarinnar mjög eðlilega. Á varptíma hrekja þær allt sem þær telja ógn frá hreiðri sínu. Hann segir einstaklingsbundið hversu miklu gæsirnar ógna. Venjan sé að kvenfuglinn liggi á hreiðri en karlfuglinn ver það fyrir utanaðkomandi ógn. „Varptíminn stendur yfir núna og grágæsir eru víða komnar með unga. Að öllum líkindum er stutt í klak og þá fara þær,“ sagði Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.Gæsin er óhrædd við að stöðva umferðSKJÁSKOT ÚR FRÉTTGetur gæsin verið hættuleg í þessu ástandi? „Ég myndi ekki segja það. Þær geta slegið en það lít ég ekki á sem vandamál. Ég hef aldrei lent í því að gæs meiði mig á neinn hátt,“ saði Guðmundur. Þegar fréttastofa heimsótti gæsina umtöluðu var hún róleg og gerði ekki tilraun til að ráðast á fréttamann. Vegfarendur hafa haft samband við lögreglu, vegna gæsarinnar, sem vísar á borgaryfirvöld en einhverjir vegfarendur vilja fá gæsina fjarlægða. „Mér finnst það algjör firra að hlutast til um náttúruna á þann hátt. Það er bara hið besta mál að hafa gæs í borginni,“ sagði Guðmundur.
Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00