Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2019 11:43 Frá vettvangi í Garðabæ í fyrra. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl í fyrra. Tveir menn sem urðu fyrir tjóni í brunanum vegna eigna sem þeir höfðu geymt í geymslum í húsnæðinu stefndu fyrirtækinu og kröfðust bóta. Dómar voru kveðnir upp í morgun en þeir hafa ekki verið birtir á vef dómstólsins. Mál þeirra eru fordæmisgefandi fyrir meira en fimmtíu einstaklinga sem einnig hafa stefnt Geymslum vegna brunans en Guðni Á. Haraldsson er lögmaður hópsins. Hann segist frekar eiga von á því að skjólstæðingar sínir áfrýi málinu til Landsréttar heldur en ekki. „Geymslur voru sýknaðar en málskostnaður var felldur niður,“ segir Guðni um niðurstöðuna í samtali við Vísi.Bruninn kom upp í húsnæði Geymslna í Garðabæ í fyrra. Brunans varð vart að morgni til en slökkvistarf stóð fram á nótt.vísir/vilhelmSýkna á þeirri forsendu að um húsaleigusamning var að ræða Fyrir dómi nú var aðeins deilt um bótaskyldu fyrirtækisins en upphæð hugsanlegra bóta geymd. „Það var ekki viðurkennt að félagið bæri skaðabótaábyrgð og bótaskyldu á þessu tjóni sem var óskilgreint. Geymslur voru sýknaðar á þeirri forsendu að þetta væri húsaleigusamningur en ekki geymslusamningur,“ segir Guðni. Hann segir að í samningum skjólstæðinga sinna við Geymslur hafi sérstaklega verið tekið fram að um húsaleigusamning væri að ræða. „Við sögðum að þarna væri verið að koma sér undan lögunum með þessu en dómurinn féllst ekki á það,“ segir Guðni. Næstu skref eru að kynna öllum hlutaðeigandi dóminn segir Guðni og taka svo ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Spurður út í það hvort að Geymslur hafi á fyrri stigum boðið skjólstæðingum hans bætur vegna brunans segir hann svo ekki vera. „Þeir buðu aldrei neinar bætur og sögðu bara við fólkið „Þið getið farið hérna út í bæ og skoðað í einhverjum kerjum hvort þið eigið eitthvað þar.“ Það var öllu hafnað og engin viðleitni til að koma til móts við fólkið af hálfu Geymslna,“ segir Guðni. Garðabær Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34 Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32 Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl í fyrra. Tveir menn sem urðu fyrir tjóni í brunanum vegna eigna sem þeir höfðu geymt í geymslum í húsnæðinu stefndu fyrirtækinu og kröfðust bóta. Dómar voru kveðnir upp í morgun en þeir hafa ekki verið birtir á vef dómstólsins. Mál þeirra eru fordæmisgefandi fyrir meira en fimmtíu einstaklinga sem einnig hafa stefnt Geymslum vegna brunans en Guðni Á. Haraldsson er lögmaður hópsins. Hann segist frekar eiga von á því að skjólstæðingar sínir áfrýi málinu til Landsréttar heldur en ekki. „Geymslur voru sýknaðar en málskostnaður var felldur niður,“ segir Guðni um niðurstöðuna í samtali við Vísi.Bruninn kom upp í húsnæði Geymslna í Garðabæ í fyrra. Brunans varð vart að morgni til en slökkvistarf stóð fram á nótt.vísir/vilhelmSýkna á þeirri forsendu að um húsaleigusamning var að ræða Fyrir dómi nú var aðeins deilt um bótaskyldu fyrirtækisins en upphæð hugsanlegra bóta geymd. „Það var ekki viðurkennt að félagið bæri skaðabótaábyrgð og bótaskyldu á þessu tjóni sem var óskilgreint. Geymslur voru sýknaðar á þeirri forsendu að þetta væri húsaleigusamningur en ekki geymslusamningur,“ segir Guðni. Hann segir að í samningum skjólstæðinga sinna við Geymslur hafi sérstaklega verið tekið fram að um húsaleigusamning væri að ræða. „Við sögðum að þarna væri verið að koma sér undan lögunum með þessu en dómurinn féllst ekki á það,“ segir Guðni. Næstu skref eru að kynna öllum hlutaðeigandi dóminn segir Guðni og taka svo ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Spurður út í það hvort að Geymslur hafi á fyrri stigum boðið skjólstæðingum hans bætur vegna brunans segir hann svo ekki vera. „Þeir buðu aldrei neinar bætur og sögðu bara við fólkið „Þið getið farið hérna út í bæ og skoðað í einhverjum kerjum hvort þið eigið eitthvað þar.“ Það var öllu hafnað og engin viðleitni til að koma til móts við fólkið af hálfu Geymslna,“ segir Guðni.
Garðabær Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34 Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32 Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34
Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32
Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00
Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19