Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2019 11:43 Frá vettvangi í Garðabæ í fyrra. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl í fyrra. Tveir menn sem urðu fyrir tjóni í brunanum vegna eigna sem þeir höfðu geymt í geymslum í húsnæðinu stefndu fyrirtækinu og kröfðust bóta. Dómar voru kveðnir upp í morgun en þeir hafa ekki verið birtir á vef dómstólsins. Mál þeirra eru fordæmisgefandi fyrir meira en fimmtíu einstaklinga sem einnig hafa stefnt Geymslum vegna brunans en Guðni Á. Haraldsson er lögmaður hópsins. Hann segist frekar eiga von á því að skjólstæðingar sínir áfrýi málinu til Landsréttar heldur en ekki. „Geymslur voru sýknaðar en málskostnaður var felldur niður,“ segir Guðni um niðurstöðuna í samtali við Vísi.Bruninn kom upp í húsnæði Geymslna í Garðabæ í fyrra. Brunans varð vart að morgni til en slökkvistarf stóð fram á nótt.vísir/vilhelmSýkna á þeirri forsendu að um húsaleigusamning var að ræða Fyrir dómi nú var aðeins deilt um bótaskyldu fyrirtækisins en upphæð hugsanlegra bóta geymd. „Það var ekki viðurkennt að félagið bæri skaðabótaábyrgð og bótaskyldu á þessu tjóni sem var óskilgreint. Geymslur voru sýknaðar á þeirri forsendu að þetta væri húsaleigusamningur en ekki geymslusamningur,“ segir Guðni. Hann segir að í samningum skjólstæðinga sinna við Geymslur hafi sérstaklega verið tekið fram að um húsaleigusamning væri að ræða. „Við sögðum að þarna væri verið að koma sér undan lögunum með þessu en dómurinn féllst ekki á það,“ segir Guðni. Næstu skref eru að kynna öllum hlutaðeigandi dóminn segir Guðni og taka svo ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Spurður út í það hvort að Geymslur hafi á fyrri stigum boðið skjólstæðingum hans bætur vegna brunans segir hann svo ekki vera. „Þeir buðu aldrei neinar bætur og sögðu bara við fólkið „Þið getið farið hérna út í bæ og skoðað í einhverjum kerjum hvort þið eigið eitthvað þar.“ Það var öllu hafnað og engin viðleitni til að koma til móts við fólkið af hálfu Geymslna,“ segir Guðni. Garðabær Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34 Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32 Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl í fyrra. Tveir menn sem urðu fyrir tjóni í brunanum vegna eigna sem þeir höfðu geymt í geymslum í húsnæðinu stefndu fyrirtækinu og kröfðust bóta. Dómar voru kveðnir upp í morgun en þeir hafa ekki verið birtir á vef dómstólsins. Mál þeirra eru fordæmisgefandi fyrir meira en fimmtíu einstaklinga sem einnig hafa stefnt Geymslum vegna brunans en Guðni Á. Haraldsson er lögmaður hópsins. Hann segist frekar eiga von á því að skjólstæðingar sínir áfrýi málinu til Landsréttar heldur en ekki. „Geymslur voru sýknaðar en málskostnaður var felldur niður,“ segir Guðni um niðurstöðuna í samtali við Vísi.Bruninn kom upp í húsnæði Geymslna í Garðabæ í fyrra. Brunans varð vart að morgni til en slökkvistarf stóð fram á nótt.vísir/vilhelmSýkna á þeirri forsendu að um húsaleigusamning var að ræða Fyrir dómi nú var aðeins deilt um bótaskyldu fyrirtækisins en upphæð hugsanlegra bóta geymd. „Það var ekki viðurkennt að félagið bæri skaðabótaábyrgð og bótaskyldu á þessu tjóni sem var óskilgreint. Geymslur voru sýknaðar á þeirri forsendu að þetta væri húsaleigusamningur en ekki geymslusamningur,“ segir Guðni. Hann segir að í samningum skjólstæðinga sinna við Geymslur hafi sérstaklega verið tekið fram að um húsaleigusamning væri að ræða. „Við sögðum að þarna væri verið að koma sér undan lögunum með þessu en dómurinn féllst ekki á það,“ segir Guðni. Næstu skref eru að kynna öllum hlutaðeigandi dóminn segir Guðni og taka svo ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Spurður út í það hvort að Geymslur hafi á fyrri stigum boðið skjólstæðingum hans bætur vegna brunans segir hann svo ekki vera. „Þeir buðu aldrei neinar bætur og sögðu bara við fólkið „Þið getið farið hérna út í bæ og skoðað í einhverjum kerjum hvort þið eigið eitthvað þar.“ Það var öllu hafnað og engin viðleitni til að koma til móts við fólkið af hálfu Geymslna,“ segir Guðni.
Garðabær Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34 Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32 Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34
Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32
Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00
Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19