Sextíu sagðir fallnir í aðgerðum hersins gegn mótmælendum Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 10:17 Sigurreifur mótmælandi nærri höfuðstöðvum hersins í Khartoum. Vísir/AP Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að sextíu manns hafi nú látið lífið í aðgerðum hersins gegn mótmælendum í höfuðborginni Khartoum. Félagar í alræmdri vopnaðri sveit sem styður herinn eru sagðir ráðast á óbreytta borgara á götum borgarinnar. Ofbeldisverk hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur. Erlend ríki hafa fordæmt aðfarir hersins en Kínverjar og Rússar komu í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um það í gær. Mótmælendurnir tóku yfir torgið 6. apríl, nokkrum dögum áður en Omar al-Bashir forseti hrökklaðist frá völdum. Herinn tók þá við stjórn landsins. Viðræður höfðu staðið yfir á milli fulltrúa hersins og mótmælenda og höfðu þeir sammælst um þriggja ára aðlögunartímabil sem myndi enda með kosningum. Herinn sleit viðræðunum í gær og tilkynnti að boðað yrði til kosninga innan níu mánaða. Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að lengri tíma þurfi til að tryggja að kosningar verði frjálsar og uppræta valdakerfi Bashir. Herferð hersins gegn mótmælendum hefur síðan haldið áfram. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé studdur félögum úr vopnaðri sveit sem varð þekkt af endemum í átökunum í Darfúr í vesturhluta landsins árið 2003. Þá var sveitin þekkt sem Janjaweed-varaherinn. AP-fréttastofan segir að herforingjarnir séu tilbúnir til að ræða aftur við stjórnarandstöðuna. Þeir sem bæru ábyrgð á ofbeldinu gegn mótmælendunum yrðu látnir axla ábyrgð. Bresk og þýsk stjórnvöld lögðu fram drög að ályktun fyrir öryggisráðið þar sem dráp á óbreyttum borgurum í Súdan voru fordæmd og herinn og mótmælendur hvattir til að vinna saman að lausn. Kínverjar höfnuðu texta ályktunarinnar og Rússa töldu að bíða ætti viðbragða Afríkubandalagsins. Átta Evrópuþjóðir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þær fordæmdu árásir hersins á óbreytta borgara. Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00 Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50 Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að sextíu manns hafi nú látið lífið í aðgerðum hersins gegn mótmælendum í höfuðborginni Khartoum. Félagar í alræmdri vopnaðri sveit sem styður herinn eru sagðir ráðast á óbreytta borgara á götum borgarinnar. Ofbeldisverk hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur. Erlend ríki hafa fordæmt aðfarir hersins en Kínverjar og Rússar komu í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um það í gær. Mótmælendurnir tóku yfir torgið 6. apríl, nokkrum dögum áður en Omar al-Bashir forseti hrökklaðist frá völdum. Herinn tók þá við stjórn landsins. Viðræður höfðu staðið yfir á milli fulltrúa hersins og mótmælenda og höfðu þeir sammælst um þriggja ára aðlögunartímabil sem myndi enda með kosningum. Herinn sleit viðræðunum í gær og tilkynnti að boðað yrði til kosninga innan níu mánaða. Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að lengri tíma þurfi til að tryggja að kosningar verði frjálsar og uppræta valdakerfi Bashir. Herferð hersins gegn mótmælendum hefur síðan haldið áfram. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé studdur félögum úr vopnaðri sveit sem varð þekkt af endemum í átökunum í Darfúr í vesturhluta landsins árið 2003. Þá var sveitin þekkt sem Janjaweed-varaherinn. AP-fréttastofan segir að herforingjarnir séu tilbúnir til að ræða aftur við stjórnarandstöðuna. Þeir sem bæru ábyrgð á ofbeldinu gegn mótmælendunum yrðu látnir axla ábyrgð. Bresk og þýsk stjórnvöld lögðu fram drög að ályktun fyrir öryggisráðið þar sem dráp á óbreyttum borgurum í Súdan voru fordæmd og herinn og mótmælendur hvattir til að vinna saman að lausn. Kínverjar höfnuðu texta ályktunarinnar og Rússa töldu að bíða ætti viðbragða Afríkubandalagsins. Átta Evrópuþjóðir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þær fordæmdu árásir hersins á óbreytta borgara.
Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00 Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50 Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00
Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50
Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26