Forseti Íslands grillar til góðs Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 5. júní 2019 14:00 Einar Björnsson (t.v), skipuleggjandi Kótelettunnar, er hér ásamt Helga Haraldssyni hjá Eimskip, en fyrirtækið er einn af aðalbakhjörlum hátíðarinnar. Kótelettan BBQ Festival, SS, Golfklúbburinn Tuddi og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna taka enn og aftur höndum saman og halda styrktarsölu á grilluðum kótelettum, svokölluðum styrktarlettum SKB. Salan, sem fer fram á dagskemmtun Kótelettunnar BBQ Festival á Selfossi laugardaginn 8. júní milli kl. 13 og 16 er nú haldin í fimmta sinn og rennur allur ágóði af kótelettusölunni óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Tuddarnir munu að þessu sinni njóta sérstakrar aðstoðar frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem ætlar að vera þeim innan handar á grillinu og selja kótelettur fyrir góðan málstað. Undanfarin ár hefur verið mikil stemning á grillinu og er markmiðið í ár að selja 2.000 kótelettur. Mynd frá tónlistarhátíðinni sem fer fram síðar um kvöldið. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Í boði verður að kaupa grillaðar kótelettur til að borða á staðnum en einnig til að taka með og grilla heima eða í bústaðnum. Þeir sem komast ekki á kótelettusöluna geta styrkt Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með því að leggja frjáls framlög inn á styrktarreikning 301-26-545, kt. 630591-1129. „Afraksturinn hefur síðustu þrjú ár numið um hálfri milljón í hvert sinn og það munar um minna í starfsemi félagsins, sem snýst um að styðja við bakið á fjölskyldum krabbameinsveikra barna en 12-14 börn greinast með krabbamein á hverju ári á Íslandi. Þetta framtak er því bara frábært í alla staði; bragðgott og skemmtilegt fyrir góðan málstað,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. Gestir fylgjast af áhuga með tónleikunum. Mynd/Haraldur Guðjónsson „Þessi sala á styrktarlettum er orðin fastur liður hérna hjá okkur á Kótelettunni, enda gaman að láta gott af sér leiða fyrir jafn mikilvægan málstað. Við erum þakklát fyrir það hversu margir hafa lagt Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna lið á þessum viðburði,“ segir Einar Björnsson, skipuleggjandi Kótelettunnar BBQ Festival. Óli Öder Tuddi og Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, með tangirnar við SKB-grillið. Mynd/Haraldur Guðjónsson Aðgangur á dagskemmtunina er ókeypis en á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldinu fer fram tónlistarhátíð þar sem fram kemur allt helsta tónlistarfólk landsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á kotelettan.is. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
Kótelettan BBQ Festival, SS, Golfklúbburinn Tuddi og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna taka enn og aftur höndum saman og halda styrktarsölu á grilluðum kótelettum, svokölluðum styrktarlettum SKB. Salan, sem fer fram á dagskemmtun Kótelettunnar BBQ Festival á Selfossi laugardaginn 8. júní milli kl. 13 og 16 er nú haldin í fimmta sinn og rennur allur ágóði af kótelettusölunni óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Tuddarnir munu að þessu sinni njóta sérstakrar aðstoðar frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem ætlar að vera þeim innan handar á grillinu og selja kótelettur fyrir góðan málstað. Undanfarin ár hefur verið mikil stemning á grillinu og er markmiðið í ár að selja 2.000 kótelettur. Mynd frá tónlistarhátíðinni sem fer fram síðar um kvöldið. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Í boði verður að kaupa grillaðar kótelettur til að borða á staðnum en einnig til að taka með og grilla heima eða í bústaðnum. Þeir sem komast ekki á kótelettusöluna geta styrkt Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með því að leggja frjáls framlög inn á styrktarreikning 301-26-545, kt. 630591-1129. „Afraksturinn hefur síðustu þrjú ár numið um hálfri milljón í hvert sinn og það munar um minna í starfsemi félagsins, sem snýst um að styðja við bakið á fjölskyldum krabbameinsveikra barna en 12-14 börn greinast með krabbamein á hverju ári á Íslandi. Þetta framtak er því bara frábært í alla staði; bragðgott og skemmtilegt fyrir góðan málstað,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. Gestir fylgjast af áhuga með tónleikunum. Mynd/Haraldur Guðjónsson „Þessi sala á styrktarlettum er orðin fastur liður hérna hjá okkur á Kótelettunni, enda gaman að láta gott af sér leiða fyrir jafn mikilvægan málstað. Við erum þakklát fyrir það hversu margir hafa lagt Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna lið á þessum viðburði,“ segir Einar Björnsson, skipuleggjandi Kótelettunnar BBQ Festival. Óli Öder Tuddi og Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, með tangirnar við SKB-grillið. Mynd/Haraldur Guðjónsson Aðgangur á dagskemmtunina er ókeypis en á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldinu fer fram tónlistarhátíð þar sem fram kemur allt helsta tónlistarfólk landsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á kotelettan.is.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira