Dramað í Passíusálmunum Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 5. júní 2019 07:00 Strax eftir páska birtist grein í Fréttablaðinu eftir Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing undir titlinum Misskilningurinn með Passíusálmana. Þar furðar greinarhöfundur sig á þeim flutningsmáta sem sálmunum sé búinn á 21. öldinni og felist í því „að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa.“ Sú hefð á upptök sín í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti sem vígð var haustið 1986. Á fyrstu starfsárum kirkjunnar fékk leikhúsmaðurinn Eyvindur Erlendsson þar inni á föstudaginn langa í því skyni að flytja verk Hallgríms í heild sinni. Þarna urðu tímamót í flutningi Passíusálmanna. Með þessu móti gafst hlustendum tækifæri til þess að meðtaka verkið frá upphafi til enda á rúmum fimm klukkustundum. Leikhúsmaðurinn sýndi með gjörningnum fram á skyldleika Passíusálmanna við klassíska harmleiki fyrri alda sem fylgdu kröfu Aristótelesar um þríeiningu tíma, rúms og atburðarásar. Atburðarás Passíusálmanna byggir á atburðum föstudagsins langa og á sér öll stað í Jerúsalem. Krossferli Jesú er fylgt gegnum kvöl og angist allt til líflátsdóms, dauða og greftrunar. Aukapersónur eru fjölmargar og þeim eru gerð mögnuð skil. Hlustendur fylgjast með dramatískri framvindunni nánast í rauntíma, en staldra við hvert atriði í útleggingu skáldsins og skoða líf sitt og breyskleika mannsins í samhenginu. Fyrir tilstilli Passíusálmanna hefur föstudagurinn langi orðið einhver mikilvægasti íhugunardagur fjölmargra Íslendinga. Því til staðfestingar má nefna að á annað þúsund manns sóttu atburðinn þegar sjö leikkonur fluttu sálmana síðasta langa föstudag í Hallgrímskirkju. Fleiri kirkjur drógu að fólk.Arfleifð Eyvindar Segja má að frumkvæði Eyvindar Erlendssonar hafi borið ríkulegan ávöxt. Þótt hann sjálfur hafi fyrir löngu dregið sig í hlé hefur verkefnið lifað eigin lífi og blómgast undir stjórn annarra, einkum bókmenntafræðinga, skálda og rithöfunda sem enduruppgötvuðu gamlan kollega í Hallgrími Péturssyni og féllu kylliflatir fyrir snilld hans. Enginn hörgull hefur orðið á fólki af öllu tagi sem vildi spreyta sig á lestrinum. Fram að tiltæki Eyvindar hafði opinber flutningur Passíusálmanna að mestu verið í höndum prestastéttarinnar og guðfræðinga sem lögðu grunninn að lestrum á verkinu í Ríkisútvarpinu á lönguföstu allt frá lýðveldisárinu 1944. Passíusálmarnir hafa þó aldrei lokast inni hjá menntamönnum einum og elítum, eins og örlög hliðstæðra sálma hafa orðið í öðrum löndum, heldur hafa þeir í aldanna rás verið elskaðir af alþýðu manna á Íslandi, sem ýmist gat lesið þá sjálf á bók eða hlýtt á þá lesna eða sungna á heimilum sínum á föstunni. Með frumkvæði Eyvindar má segja að Passíusálmarnir hafi fundið nýjan farveg að sálum hlustenda. Það er því ómaklegt að hnýta í arfleifð hans sem og leikarastéttina fyrir það framlag, eins og Árni Heimir gerir.Þúsund erindi sungin Árni telur réttara að syngja sálmana en flytja þá í heild sinni sem ljóðmál. Að slíku hafa verið gerð nokkur tilhlaup undanfarin ár af ekki minni mönnum en Smára Ólasyni, Megasi og Jóni Ásgeirssyni. Leikarar eru engin hindrun á vegi tónlistarfólks sem vill takast á við Passíusálmana. Þó ber að hafa í huga að sálmarnir eru fimmtíu að tölu í um þúsund erindum svo hugsanlega þarf samkomulag við áheyrendur um helmingi lengri setu í bekkjunum ef syngja á alla í einni lotu. Hvað Hallgrímur sá fyrir sér um flutninginn rúmum 350 árum eftir að hann setti verkið saman vitum við ekki svo gjörla. Bara að það var metnaðarfullt skáld sem gekk út „undir blæ himins blíðan“ og orti. Hann vildi ná til margra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Strax eftir páska birtist grein í Fréttablaðinu eftir Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing undir titlinum Misskilningurinn með Passíusálmana. Þar furðar greinarhöfundur sig á þeim flutningsmáta sem sálmunum sé búinn á 21. öldinni og felist í því „að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa.“ Sú hefð á upptök sín í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti sem vígð var haustið 1986. Á fyrstu starfsárum kirkjunnar fékk leikhúsmaðurinn Eyvindur Erlendsson þar inni á föstudaginn langa í því skyni að flytja verk Hallgríms í heild sinni. Þarna urðu tímamót í flutningi Passíusálmanna. Með þessu móti gafst hlustendum tækifæri til þess að meðtaka verkið frá upphafi til enda á rúmum fimm klukkustundum. Leikhúsmaðurinn sýndi með gjörningnum fram á skyldleika Passíusálmanna við klassíska harmleiki fyrri alda sem fylgdu kröfu Aristótelesar um þríeiningu tíma, rúms og atburðarásar. Atburðarás Passíusálmanna byggir á atburðum föstudagsins langa og á sér öll stað í Jerúsalem. Krossferli Jesú er fylgt gegnum kvöl og angist allt til líflátsdóms, dauða og greftrunar. Aukapersónur eru fjölmargar og þeim eru gerð mögnuð skil. Hlustendur fylgjast með dramatískri framvindunni nánast í rauntíma, en staldra við hvert atriði í útleggingu skáldsins og skoða líf sitt og breyskleika mannsins í samhenginu. Fyrir tilstilli Passíusálmanna hefur föstudagurinn langi orðið einhver mikilvægasti íhugunardagur fjölmargra Íslendinga. Því til staðfestingar má nefna að á annað þúsund manns sóttu atburðinn þegar sjö leikkonur fluttu sálmana síðasta langa föstudag í Hallgrímskirkju. Fleiri kirkjur drógu að fólk.Arfleifð Eyvindar Segja má að frumkvæði Eyvindar Erlendssonar hafi borið ríkulegan ávöxt. Þótt hann sjálfur hafi fyrir löngu dregið sig í hlé hefur verkefnið lifað eigin lífi og blómgast undir stjórn annarra, einkum bókmenntafræðinga, skálda og rithöfunda sem enduruppgötvuðu gamlan kollega í Hallgrími Péturssyni og féllu kylliflatir fyrir snilld hans. Enginn hörgull hefur orðið á fólki af öllu tagi sem vildi spreyta sig á lestrinum. Fram að tiltæki Eyvindar hafði opinber flutningur Passíusálmanna að mestu verið í höndum prestastéttarinnar og guðfræðinga sem lögðu grunninn að lestrum á verkinu í Ríkisútvarpinu á lönguföstu allt frá lýðveldisárinu 1944. Passíusálmarnir hafa þó aldrei lokast inni hjá menntamönnum einum og elítum, eins og örlög hliðstæðra sálma hafa orðið í öðrum löndum, heldur hafa þeir í aldanna rás verið elskaðir af alþýðu manna á Íslandi, sem ýmist gat lesið þá sjálf á bók eða hlýtt á þá lesna eða sungna á heimilum sínum á föstunni. Með frumkvæði Eyvindar má segja að Passíusálmarnir hafi fundið nýjan farveg að sálum hlustenda. Það er því ómaklegt að hnýta í arfleifð hans sem og leikarastéttina fyrir það framlag, eins og Árni Heimir gerir.Þúsund erindi sungin Árni telur réttara að syngja sálmana en flytja þá í heild sinni sem ljóðmál. Að slíku hafa verið gerð nokkur tilhlaup undanfarin ár af ekki minni mönnum en Smára Ólasyni, Megasi og Jóni Ásgeirssyni. Leikarar eru engin hindrun á vegi tónlistarfólks sem vill takast á við Passíusálmana. Þó ber að hafa í huga að sálmarnir eru fimmtíu að tölu í um þúsund erindum svo hugsanlega þarf samkomulag við áheyrendur um helmingi lengri setu í bekkjunum ef syngja á alla í einni lotu. Hvað Hallgrímur sá fyrir sér um flutninginn rúmum 350 árum eftir að hann setti verkið saman vitum við ekki svo gjörla. Bara að það var metnaðarfullt skáld sem gekk út „undir blæ himins blíðan“ og orti. Hann vildi ná til margra.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun