Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2019 08:45 Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson voru allir sakfelldir og hlutu fangelsisdóma í Al-Thani málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið brotin í Al-Thani málinu svokallaða þar sem Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla sinna. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar. Fjórmenningarnir hlutu þunga dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna Al-Thani málsins svokallaða en það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kærðu þeir málið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar auk þess sem að þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu. Eiginkona hans starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu á sama tíma og það rannsakaði Kaupþing auk þess sem að sonur hans starfaði í lögfræðideild bankans fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun. Er það niðurstaða Mannréttindadómstólsins að brotið hafi verið á rétti fjórmenninganna þar sem þeir, eða lögmenn þeirra, hafi ekki verið látnir vita af tengslum sonar dómarans við Kaupþing eða þrotabú Kaupþings, því hafi þeir ekki fengið tækifæri til þess að andmæla því að Árni tæki sæti sem dómari í málinu. Voru þessi fjölskyldutengsl nægjanleg til að draga óhlutdrægni dómarans í málinu í efa, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Að öðru leyti telur dómstóllinn að málsmeðferðin í málinu hafi verið réttlát og var öðrum kröfum fjórmenninganna ýmist vísað frá eða hafnað. Dómsmál Dómstólar Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið brotin í Al-Thani málinu svokallaða þar sem Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla sinna. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar. Fjórmenningarnir hlutu þunga dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna Al-Thani málsins svokallaða en það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kærðu þeir málið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar auk þess sem að þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu. Eiginkona hans starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu á sama tíma og það rannsakaði Kaupþing auk þess sem að sonur hans starfaði í lögfræðideild bankans fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun. Er það niðurstaða Mannréttindadómstólsins að brotið hafi verið á rétti fjórmenninganna þar sem þeir, eða lögmenn þeirra, hafi ekki verið látnir vita af tengslum sonar dómarans við Kaupþing eða þrotabú Kaupþings, því hafi þeir ekki fengið tækifæri til þess að andmæla því að Árni tæki sæti sem dómari í málinu. Voru þessi fjölskyldutengsl nægjanleg til að draga óhlutdrægni dómarans í málinu í efa, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Að öðru leyti telur dómstóllinn að málsmeðferðin í málinu hafi verið réttlát og var öðrum kröfum fjórmenninganna ýmist vísað frá eða hafnað.
Dómsmál Dómstólar Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00