Týndur stuðningsmaður Liverpool fannst í fangelsi í Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 19:30 Stuðningsmenn Liverpool sem tengjast fréttinni ekki en voru staddir á Estadio Wanda Metropolitano á laugardagskvöldið. Getty/Matthew Ashton Hinn 23 ára gamli Macauley Negus týndist í Madrid á laugardagskvöldið þegar hann fagnaði sigri síns liðs í Meistaradeildinni. Liverpool vann þarna sinn sjötta sigur í Evrópukeppni meistaraliða og tugþúsundir stuðningsmanna fögnuðu langt fram á nótt á götum Madridar. Macauley Negus var einn af þeim. Fjölskylda hans hafði aftur á móti áhyggjur þegar ekkert fréttist af Macauley á sunnudeginum og fór að grennslast fyrir um hann. Macauley Negus hafði farið á leikinn með föður sínum og þeir höfðu keyrt saman suður til Spánar.A Liverpool fan reported missing in Madrid following the #ChampionsLeague final has been arrested, according to Spanish media. More details ➡ https://t.co/ipR8DdWVO2#bbcfootball#LFC#UCLFinalpic.twitter.com/ZBSGoota1g — BBC Sport (@BBCSport) June 3, 2019Macauley hafði verið í Goya hverfinu í Madrid þegar hann hvarf. Faðir hans vissi ekki hvar hann var. Fréttirnar af hvarfi Macauley Negus fóru eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og margir buðust til að hjálpa til við leitina. Macauley Negus fannst hins vegar á ólíklegum stað eða í haldi spænsku lögreglunnar. Hún hafði handtekið hann fyrir að reyna að ráðast á lögreglumann. Spænski fjölmiðillinn TeleMadrid sagði fyrst frá því að strákurinn hafi verið handtekinn. Plymouth Live var í sambandi við fjölskylduna sem er enn að reyna að komast að staðreyndunum á bak við að Macauley þeirra var handtekinn. Fjölskyldan þakkaði aðstoðina en þúsundir stuðningsmanna Liverpool og aðrir höfðu farið boðið fram aðstoð sína eða lýst eftir honum á samfélagsmiðlum. Macauley átti að koma fyrir framan dómara í dag en hann missti af heimförinni og gat ekki tekið þátt í sigurskrúðgöngu Liverpool liðsins í gær. Reyndar er spurning hvort þeir feðgar hefðu náð heim í tíma enda tekur það 22 klukkutíma að keyra þessa leið án þess að stoppa. England Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spánn Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Macauley Negus týndist í Madrid á laugardagskvöldið þegar hann fagnaði sigri síns liðs í Meistaradeildinni. Liverpool vann þarna sinn sjötta sigur í Evrópukeppni meistaraliða og tugþúsundir stuðningsmanna fögnuðu langt fram á nótt á götum Madridar. Macauley Negus var einn af þeim. Fjölskylda hans hafði aftur á móti áhyggjur þegar ekkert fréttist af Macauley á sunnudeginum og fór að grennslast fyrir um hann. Macauley Negus hafði farið á leikinn með föður sínum og þeir höfðu keyrt saman suður til Spánar.A Liverpool fan reported missing in Madrid following the #ChampionsLeague final has been arrested, according to Spanish media. More details ➡ https://t.co/ipR8DdWVO2#bbcfootball#LFC#UCLFinalpic.twitter.com/ZBSGoota1g — BBC Sport (@BBCSport) June 3, 2019Macauley hafði verið í Goya hverfinu í Madrid þegar hann hvarf. Faðir hans vissi ekki hvar hann var. Fréttirnar af hvarfi Macauley Negus fóru eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og margir buðust til að hjálpa til við leitina. Macauley Negus fannst hins vegar á ólíklegum stað eða í haldi spænsku lögreglunnar. Hún hafði handtekið hann fyrir að reyna að ráðast á lögreglumann. Spænski fjölmiðillinn TeleMadrid sagði fyrst frá því að strákurinn hafi verið handtekinn. Plymouth Live var í sambandi við fjölskylduna sem er enn að reyna að komast að staðreyndunum á bak við að Macauley þeirra var handtekinn. Fjölskyldan þakkaði aðstoðina en þúsundir stuðningsmanna Liverpool og aðrir höfðu farið boðið fram aðstoð sína eða lýst eftir honum á samfélagsmiðlum. Macauley átti að koma fyrir framan dómara í dag en hann missti af heimförinni og gat ekki tekið þátt í sigurskrúðgöngu Liverpool liðsins í gær. Reyndar er spurning hvort þeir feðgar hefðu náð heim í tíma enda tekur það 22 klukkutíma að keyra þessa leið án þess að stoppa.
England Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spánn Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Sjá meira