„Loftslagsmálin eru efst á dagskrá þegar kemur að því að verja fjármagn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2019 10:36 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfis- og auðlindaráðherra. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir það sinn vilja að verja það fjármagn sem eyrnamerkt er í loftslagsmál á næstu árum eins og hann mögulega getur þrátt fyrir aðhaldskröfu í ríkisfjármálum sem nær til allra ráðuneyta. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem Smári McCarthy, þingmaður Pírata, spurði ráðherrann út í það hvort hann hefði einhverja tryggingu fyrir því að árangri Íslands í loftslagsmálum yrði ekki teflt í tvísýnu með niðurskurði þar sem samdráttur í ríkisrekstrinum væri boðaður samhliða fyrirséðum samdrætti í hagkerfinu. „Við vitum líka að ákveðin hefð er fyrir því að þegar skera þarf niður eru umhverfismál oft meðal þess sem mest er skorið niður. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem loftslagsvá er illa áþreifanlegt og flókið vandamál og fólk vill kannski leggja meiri áherslu á að einbeita sér að því að viðhalda framlögum til velferðarmála og annað,“ sagði Smári. Guðmundur svaraði því til að aðhaldskrafa væri á öll ráðuneyti og það hefði komið fram í fjármálaáætlun þegar hún var lögð fram í fyrsta sinn fyrr í vor. Hver og einn ráðherra þyrfti að takast á við þá aðhaldskröfu innan síns ráðuneytis. „Sú leið sem ég hef ákveðið að fara er að reyna að verja loftslagsmálin eins og mögulegt er og auðvitað er það eitthvað sem er alltaf til skoðunar þegar aðhaldskrafa er uppi hvar á að láta hana koma niður,“ sagði umhverfisráðherra.Hægt að taka til í rekstri ráðuneyta og stofnana Hann benti á að ein leið sem hægt væri að fara væri að bæði stofnanir og ráðuneyti myndu taka til í rekstrinum hjá sér. Óhjákvæmilega gæti þá komið til þess að draga þyrfti úr einhverjum verkefnum eða fresta þeim og væri það allt til skoðunar hjá öllum ráðuneytum þessa dagana. „En ég get fullvissað háttvirtan þingmann um að loftslagsmálin eru efst á dagskrá þegar kemur að því að verja fjármagn og tryggja árangur eins og háttvirtur þingmaður nefndi áðan,“ sagði Guðmundur. Í seinni spurningu sinni velti Smári því fyrir sér hvort ekki gætu komið upp einhver vandamál. Nefndi hann til dæmis að enginn árangursmælikvarði væri tengdur aðgerðum ríkisstjórnarinnar samkvæmt loftslagsáætlun. „Ég hef kallað eftir því nokkrum sinnum að það verði gert og ég á von á því að það komi í uppfærðri áætlun. En í ljósi þess að við vitum ekki hversu árangursríkar þessar aðgerðir eru þá vitum við heldur ekki hversu vel þeim fjármunum er varið sem þó er ráðstafað. Að auki erum við með fjármálaáætlun sem er vissulega með aðhaldskröfu en aðhaldskrafan hlýtur að aukast þegar ný fjármálastefna tekur gildi. Hvernig spilast þetta allt saman?“ spurði Smári og bætti við að þótt hann vissi að ráðherrann hefði mikinn metnað þá yrði peningahliðin að ganga upp. Guðmundur tók undir með Smára að vissulega gætu alltaf komið upp vandamál. „En ég held að við eigum að einbeita okkur að því að nálgast þessi mál sem verkefni. Þetta er stór áskorun sem við þurfum að takast á við í sameiningu og við leysum þau vandamál sem koma upp. Hér er spurt: Hversu árangursríkar eru aðgerðirnar? Það er rétt að núna fer fram mat á því en ég vil benda á skýrslu Umhverfisstofnunar sem kom út í apríl eða maí sem bendir til þess að þrátt fyrir að ekki sé búið að taka tillit til nærri því allra aðgerða í skoðunum þeirra á aðgerðaáætluninni er samt að nást umtalsverður árangur árið 2030 miðað við það sem útreikningar þeirra sýna,“ sagði ráðherrann og ítrekaði svo í lok ræðu sinnar að vilji hans stæði til þess að verja loftslagsfjármagnið eins og hann mögulega gæti. Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Svartolíubann kostar fyrirtæki skildinginn Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skiptaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtæki. 24. maí 2019 19:45 Stjórnvöld og atvinnulífið taka höndum saman í loftlagsmálum Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. 28. maí 2019 19:55 Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir það sinn vilja að verja það fjármagn sem eyrnamerkt er í loftslagsmál á næstu árum eins og hann mögulega getur þrátt fyrir aðhaldskröfu í ríkisfjármálum sem nær til allra ráðuneyta. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem Smári McCarthy, þingmaður Pírata, spurði ráðherrann út í það hvort hann hefði einhverja tryggingu fyrir því að árangri Íslands í loftslagsmálum yrði ekki teflt í tvísýnu með niðurskurði þar sem samdráttur í ríkisrekstrinum væri boðaður samhliða fyrirséðum samdrætti í hagkerfinu. „Við vitum líka að ákveðin hefð er fyrir því að þegar skera þarf niður eru umhverfismál oft meðal þess sem mest er skorið niður. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem loftslagsvá er illa áþreifanlegt og flókið vandamál og fólk vill kannski leggja meiri áherslu á að einbeita sér að því að viðhalda framlögum til velferðarmála og annað,“ sagði Smári. Guðmundur svaraði því til að aðhaldskrafa væri á öll ráðuneyti og það hefði komið fram í fjármálaáætlun þegar hún var lögð fram í fyrsta sinn fyrr í vor. Hver og einn ráðherra þyrfti að takast á við þá aðhaldskröfu innan síns ráðuneytis. „Sú leið sem ég hef ákveðið að fara er að reyna að verja loftslagsmálin eins og mögulegt er og auðvitað er það eitthvað sem er alltaf til skoðunar þegar aðhaldskrafa er uppi hvar á að láta hana koma niður,“ sagði umhverfisráðherra.Hægt að taka til í rekstri ráðuneyta og stofnana Hann benti á að ein leið sem hægt væri að fara væri að bæði stofnanir og ráðuneyti myndu taka til í rekstrinum hjá sér. Óhjákvæmilega gæti þá komið til þess að draga þyrfti úr einhverjum verkefnum eða fresta þeim og væri það allt til skoðunar hjá öllum ráðuneytum þessa dagana. „En ég get fullvissað háttvirtan þingmann um að loftslagsmálin eru efst á dagskrá þegar kemur að því að verja fjármagn og tryggja árangur eins og háttvirtur þingmaður nefndi áðan,“ sagði Guðmundur. Í seinni spurningu sinni velti Smári því fyrir sér hvort ekki gætu komið upp einhver vandamál. Nefndi hann til dæmis að enginn árangursmælikvarði væri tengdur aðgerðum ríkisstjórnarinnar samkvæmt loftslagsáætlun. „Ég hef kallað eftir því nokkrum sinnum að það verði gert og ég á von á því að það komi í uppfærðri áætlun. En í ljósi þess að við vitum ekki hversu árangursríkar þessar aðgerðir eru þá vitum við heldur ekki hversu vel þeim fjármunum er varið sem þó er ráðstafað. Að auki erum við með fjármálaáætlun sem er vissulega með aðhaldskröfu en aðhaldskrafan hlýtur að aukast þegar ný fjármálastefna tekur gildi. Hvernig spilast þetta allt saman?“ spurði Smári og bætti við að þótt hann vissi að ráðherrann hefði mikinn metnað þá yrði peningahliðin að ganga upp. Guðmundur tók undir með Smára að vissulega gætu alltaf komið upp vandamál. „En ég held að við eigum að einbeita okkur að því að nálgast þessi mál sem verkefni. Þetta er stór áskorun sem við þurfum að takast á við í sameiningu og við leysum þau vandamál sem koma upp. Hér er spurt: Hversu árangursríkar eru aðgerðirnar? Það er rétt að núna fer fram mat á því en ég vil benda á skýrslu Umhverfisstofnunar sem kom út í apríl eða maí sem bendir til þess að þrátt fyrir að ekki sé búið að taka tillit til nærri því allra aðgerða í skoðunum þeirra á aðgerðaáætluninni er samt að nást umtalsverður árangur árið 2030 miðað við það sem útreikningar þeirra sýna,“ sagði ráðherrann og ítrekaði svo í lok ræðu sinnar að vilji hans stæði til þess að verja loftslagsfjármagnið eins og hann mögulega gæti.
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Svartolíubann kostar fyrirtæki skildinginn Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skiptaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtæki. 24. maí 2019 19:45 Stjórnvöld og atvinnulífið taka höndum saman í loftlagsmálum Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. 28. maí 2019 19:55 Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Sjá meira
Svartolíubann kostar fyrirtæki skildinginn Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skiptaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtæki. 24. maí 2019 19:45
Stjórnvöld og atvinnulífið taka höndum saman í loftlagsmálum Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. 28. maí 2019 19:55
Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45