Pusha T hleypur í skarðið á Solstice vegna vegabréfsvandræða Rae Sremmurd Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2019 19:50 Pusha T á tónleikum. Vísir/getty Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice en vegna vandræða með vegabréf mun rapptvíeykið Rae Sremmurd ekki troða upp á hátíðinni líkt og tilkynnt var um fyrr í kvöld, en þeir hugðust leysa bresku söngkonuna Ritu Ora af hólmi, sem forfallaðist vegna veikinda. Í stað Rae Sremmurd mun bandaríski rapparinn Pusha T koma fram á Secret Solstice. „Það er óhætt að segja að það sé búið að vera nóg að gera á skrifstofu Secret Solstice í dag,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Scret Solstice sem send var út á áttunda tímanum. Þar er málið rakið en eins og fram kom í fjölmiðlum í dag neyddist Rita Ora til þess að hætta við tónleika sína á Secret Solstice vegna veikinda. Í kjölfarið var strax gengið frá samningum við bræðurna í Rae Sremmurd. Þá kom hins vegar babb í bátinn. „[..] þegar allt var klappað og klárt og búið að senda tilkynningu á fjölmiðla kom í ljós að vegna vegabréfsvandræða kæmust ekki allir úr þeirra hópi til landsins,“ segir í tilkynningu. „Til allra lukku vorum við með fleiri í sigtinu og hafa náðst samningar við Rapparann Pusha T um að hlaupa í skarðið. […] Það er mikill fengur í því fyrir alla hip hop aðdáendur að fá þenna frábæra rappara til landsins.“ Pusha T er bandarískur rappari, lagahöfundur og tónlistarframleiðandi. Nýjasta plata rapparans, Daytona, var tilnefnd til Grammy-verðlauna sem rappplata ársins nú í ár. Hér að neðan má hlusta á lagið If you know you know úr smiðju rapparans. Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice en vegna vandræða með vegabréf mun rapptvíeykið Rae Sremmurd ekki troða upp á hátíðinni líkt og tilkynnt var um fyrr í kvöld, en þeir hugðust leysa bresku söngkonuna Ritu Ora af hólmi, sem forfallaðist vegna veikinda. Í stað Rae Sremmurd mun bandaríski rapparinn Pusha T koma fram á Secret Solstice. „Það er óhætt að segja að það sé búið að vera nóg að gera á skrifstofu Secret Solstice í dag,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Scret Solstice sem send var út á áttunda tímanum. Þar er málið rakið en eins og fram kom í fjölmiðlum í dag neyddist Rita Ora til þess að hætta við tónleika sína á Secret Solstice vegna veikinda. Í kjölfarið var strax gengið frá samningum við bræðurna í Rae Sremmurd. Þá kom hins vegar babb í bátinn. „[..] þegar allt var klappað og klárt og búið að senda tilkynningu á fjölmiðla kom í ljós að vegna vegabréfsvandræða kæmust ekki allir úr þeirra hópi til landsins,“ segir í tilkynningu. „Til allra lukku vorum við með fleiri í sigtinu og hafa náðst samningar við Rapparann Pusha T um að hlaupa í skarðið. […] Það er mikill fengur í því fyrir alla hip hop aðdáendur að fá þenna frábæra rappara til landsins.“ Pusha T er bandarískur rappari, lagahöfundur og tónlistarframleiðandi. Nýjasta plata rapparans, Daytona, var tilnefnd til Grammy-verðlauna sem rappplata ársins nú í ár. Hér að neðan má hlusta á lagið If you know you know úr smiðju rapparans.
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56
Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03
Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53